Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						1. árg. — Fimmtudagur 25. september 1975 — 14. tbl.
Ritstjórn Síðumúla 12 sími 83322, afgreiðsla Þverholti 2 sími 22078.
SPARISJOÐSSTJORI
GÓMAÐI FALSARANN
Avisanafalsara tókst i gær að
svikja út 100 þúsund kr. Ur
Sparisjóði Hafnarfjarðar. Hafði
hann komizt yfir ávisun upp á
100 kr., sem gefin var út af góð-
um viðskiptavini Sparisjóðsins
og breytti hann ávisuninni
þannig að hun hljóðaði upp á 100
þUsund kr. Upprunaleg ávisun
hafði verið framseld af verzlun i
Hafnarfirði og ávisanafalsarínn
var annar framseljandi hennar.
Allt þetta glapti gjaldkera
Sparisjóðsins og var ávisana-
falsarinn kominn út Ur bankan-
um meö 100 þusurid kr. er starf-
andi  sparisjóðsstjóra,  Þór
Gunnarssyni,   var   sýnd
ávisunin.
Hann var að tala við rann-
sóknarlögregluna um málið ert
hann sá piltinn 1 leigubil utan
hUssins.Þór brá skjótt við tókst
að ná Ut i leigubilinn og pilturinn
hafði engu eytt — Sparisjóður-
inn fékk aftur sin hundrað þtis-
un.
Þess skal getið að ávisun
þessi var gömul, og hafði útgef-
anda láðst að dagsetja hana, og
verzluninni sem við henni tók
e.t.v. ekki þóit ástæða til að
innheimta þessar 100 kr, er hún
hljóðaði upp á. En falsaranum
tókst þó um stund að gera hana
að 100 þúsundum kr.
ASt.
Dollari dýrari, — en annað lœkkar
íslenzka krónan hefur hækkað
gagnvart flestum gjaldmiðlum
siðustu daga. Orsökin er hækkun
dollars, og fylgdi krónan honum
eftir að mestu. Þó varð dollar
krónu dýrari.
A einum degi, milli 22. ög 23.
þessa mánaðar varð veruleg
sveifla. Pundið féll úr 339,30 krón-
um i 336,90.Dönsk króna féll gagn-
vart hinni islenzku úr rtimum
26,62 kr. i tæplega 26,45. Norsk
króna var á tæplega 28,85 islenzk-
ar hinn 22. en fór niður i rúmar 28.
63 hinn 23.
Þá féll sænska krónan úr tæpum
36,25 I rúmlega 36,17 islenzkar og
finnsk mörk úr tæpum 42,12 i
rumlega 42,05. V-þýzk mörk
lækkuðu tir rúmum 61,73 hinri 22. i
rúmar 61.43 daginn eftir og þar
fram eftir götunum.
Þessi hækkun krónunnar gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum en doll-
ar kann að koma nokkuð spánskt
fyrir sjónir, meðan sögur um
yfirvofandi gengisfellingu hafa
magnazt siðustu daga.    —HH
Vestfirðingar fengu
heimsókn í gærdag með
flugvél frá flugmála-
stjórn, og hana ekki af
verri endanum. Vladi-
mir Azkenasi er kominn
til vestfjarða til að
stjórna Sinfóníuhljóm-
sveitinni á ýmsum stöð-
um ásamt Guðnýju
Guðmundsdóttur. Eins
gott að vera vel klædd-
ur, hefur píanósnilling-
urinn hugsað, og hann
hafði rétt fyrir sér. f
nótt voru næturf rost um
landalltog veitir ekki af
góðum skjólflíkum,
þegar ferðazt verður
milli staða á Vestf jarða-
kjálkanum. Páll Pálsson
fréttaritari DB á
Þingeyri tók myndina
við komu tónlistarfólks-
ins.
Skothríð í Lissabon í nótt
Byltingarráð hersins i Portú-
gal kemur saman i dag undir
miklum þrýstingi frá hægri, og
vinstri til að reyna að leysa eitt
helzta stjórnmálavandamál
landsins.hver skuli hafa yfirráð
yfir fjölmiðlum.
Ekki bætir andrúmsloftið, að
herlögregla dreifði fjölda
manns i miðborg Lissabon i
gærkvöldi með skothrið. Var
þar um að ræða mótmælaað-
gerðir róttækra hermanna og
reiðra flóttamanna frá Angóla.
RUmlega 100.000 verkamenn i
staliðnaði gerðu i gær klukku-
stundar verkfall til að leggja á-
herzlu á kröfur sinar um launa-
hækkun,  sem  fyrri  stjórn
Goncalvesar hafði lofað.
Sjá grein um ástandið i PortU-
gal á bls. 8.
URSLIT I
NESSÓKN
Séra Guðmundur Óskar
ólafsson hlaut 1570 atkvæði,
þegar talið var á Biskups-
skrifstofu i morgun i Nes-
sókn. Séra örn Friðriksson
hlaut 1107 atkvæði. 2732
kusu.
Langfyrstir,
— eins og
alltaf
frá því við
byrjuðum,
- íþróttir OPNU
Er
rafmagns-
gjaldskróin
ógild?
- bls. 4
Nœturfrost
,,í nótt var frost i tveggja
metra hæð, lágmarkið minus
1,3 gráður, en niðri við jörð
mlnus 8 gráður" sagði
MarkUs Einarsson veður-
fræðingur á veðurstofunni
okkur.Viðasthvar um landið
var hitinn i grennd við frost-
mark a.m.k. þar sem heið-
rikt var. Má biíast við, að
veðrið verði svipað næstu
daga, austanáttin helzt og
bjart verður i veðri. — BH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24