Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Dagblaöiö. Laugardagur 18. október 1975!
Utvarp
Sjónvarp
i
Sjónvarp laugardagskvöld kl. 20.55
„Anna í Hlíð"
Þáttur œtlaður
ungu fólki
í kvöld hefur Helgi Pétursson,
blaðamaður, umsjón með þætti
með blönduðu efni i sjónvarp-
inu. Þáttinn nefnir hann „Anna i
Hlið", en það nafn sagði Helgi
ekki vera i neinu samræmi við
efni þáttarins, enda skipti það
ekki höfuðmáíi. Meðal gesta i
þættinum er Olga Guðrún
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
hljomsveitin Dögg og Gunn-
laugur Guðmundsson gömlu-
dansari.
Inn á milli atriða er skotið
keppni i nýrri iþróttagrein
sem lið frá menntaskólunum i
Reykjavik og i Kópavogi keppa
i, sagði Helgi ennfremur.
EVI
í þættinum ,,Anna i HHð" heyja
tveir helztu trommuleikarar
landsins, þeir Ásgeir Óskarsson
og Guðmundur Steingrimsson,^
einvigi i trommuleik.         y
Sjónvarp laugardag kl. 21.25
INGRID BERGMAN OG ANTHONY QUINN
EIGA SAMLEIK I BÍÓMYNDINNI í KVÖLD
Leikararnir i kvikmyndinni i
kvöld eru ekki af lakara taginu,
heldur hin velþekktu Ingrid
Bergman og Anthony Quinn.
Ingrid  Bergman  hlaut  sem
kunnugt er Öskarsverðlaun
núna i ár fyrir leik sinn i
„Moröinu i Austurlandahrað-
lestinni" eftir sögu Agötu
Christie.
Hún er fædd 1915 i Stokkhólmi-
þar sem hún ólst upp og sótti
leiklistarskóla til 1936 er hún
hélt til Hollývúdd og lék þar i
sinni fyrstu kvikmynd vestan-
hafs „Intermezzo".
En þó varð Ingrid Bergman
ekki stjarna I þeirri merkingu
fyrr en 1942 þegaar hún lék i
kvikmyndinni frægu „Casa-
blanca".
Hjónabandsmál Ingridar
þegar hún eignaðist barn með
italska leikstjóranum Roberto
Rosselini urðu til þess að hún
glataði vinsældum meðal Kana
og kvikmyndir er hún lék i um
það leyti voru bannaðar i
Bandarikjunum. Seinna fyrir-
gáfu kvikmyndaáhorfendur i
Bandarikjunum henni barns-
burðinn og 1956 varð hún aftur
vinsæl þar eftir leik sinn i kvik-
myndinni „Anastasia".
Kvikmyndin sem sýnd verður
i kvöld og nefnist „Vordraum-
ur" náði ekki miklum vinsæld-
um þegar hún var gerð á sinum
tima en mun þó vera allgóð
mynd að mörgu leyti.
—BH
Sjónvarpið laugardag kl. 20.30
„Lœknir í vanda"
ÞEGIÐU OG BORÐAÐU
MATINN ÞINN
„Þegiðu og borðaðu matinn
þinn" heitir myndin i kvóld i
þættinum „Læknir i vanda."
Duncan fær bók frá einum
sjúklingi sinum sem segir frá
sérstöku mataræði. Þar sem
hann og Paul eru þreyttir á hinu
þungmelta fæði i matstoíu
spitalans ákveða þeir að reyna
heilsusamlegra mataræði.
Erfiðleikarnir byrja strax hjá
þeim þegar Loftus býður þeim i
veizlumat heim til sin, en þeir
sjá ráð við þessu með þvi að
fara með sinn eigin mat með
sér. Þrátt fyrir miklar freisting-
ar tekst þeim að neita sér um
steikina og búðinginn hjá
Loftusi og halda sig að græn-
metisáti sinu.
Umræðurnar i fnatarveizl-
unnisnuast vitanlega um ástæð-
una fyrir þessum nýju matar-
venjum þeirra féiaga og Dun-
can nefnir nafn sjúklingsins
sem gaf honum bókina og býðst
til að fara með Loftus að
heimsækja hann.
Eftir nokkrar vikur á nýja
matarkúrnum liður þeim félög-
um Paul og Duncan ekki orðið
sem bezt og vitanlega er það
Loftus sem rannsakar þá.
Niðurstaðan er sú að þeir skuli
aftur snúa sér að matnum á
spitalanum, þvi að C vitamin
vanti algjörlega i fæðuna. Þeir
félagar eru ekkert ána'gðir með
þessi málalok og vilja fá Loftus
til að borða með þeim á mat-
stofu spitalans, (þar hefur hann
aldrei borðað áður).
Hann slær til og það er óhætt
að segja að fæðan á matstofunni
verður i brennidepli. Hvernig
sjáum við betur þegar við horf-
um á þá félaga.          gVI
Laugardagur
l8.október
17.00 iþróttir.M.a. sýnd mynd
. frá Reykjayikurmótinu i
körfuknattleik. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
18.30 Sumardagur i sveit.Einn
góðan veöurdag sumarið
1969 fóru sjónvarpsmenn i
heimsókn að Asum i Gnúp-
verjahreppi, til hjónanna
Guðmundar Bjarnasonar og
Stefaniu Ágústsdóttur og
barna þeirra. Umsjón
Hinrik Bjarnason.
Kvikmyndun Ernst Kettler.
Þessi þáttur var frum-
sýndur 7. febrúar 1970.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir i vanda Breskur
gamanmyndaflokkur.
Þegiðu og borðaðu  matinn
þinn.   Þýðandi   Stefán
Jökulsson.
20.55 Anna i Hlið Þáttur .
ætlaður ungu fólki. Meðal
efnis: trommuein vigi
aldarinnar: kynning á
nýjum, islenzkum hljóm-
plötum, sem væntanlegar
eru næstu vikur: dagiegur
' talsmáti unglinga: filjóm-
sveitin Dögg kynnt o.fl.
Umsjónarmaður   þessa
¦ þáttar er Helgi Pétursson.
21,25 Vordraumur (A Walk In
The Spring R'ain) Bandarisk
biómynd frá árinu 1970.
Aðalhlutverk Ingrid Berg-
man og Anthony Qúinn.
Háskólakennari fær árslevfi
frá störfum og sest að uppi i
sveit ásamt konu sinni. þar
sem konan hyggst stunda
ritstörf. Konan verður ást-
fangin af bðnda. og greinir
myndin frá stuttu ástar-
ævintýri þeirra. Þýðandi
Heba Júliusdóttir.
23.00 hagskrárlok.
Sunnudagur
19. október
18.00 Stundin okkar Bessi
Bjarnasön syngur „Söguna
¦ af Gutta" eftir Stefán Jóns-
son, sýnd er mynd, sem
sýnir hvernig umferðar-
skiltin urðu til, og 3. þáttur
myndaflokksins um bangs-
ann Misha. Sýnt verður
atriði frá barnaskemmtun i
Reykjavik 17. júni, kynnt er
sérkennilegt húsdýr og loks
segir Guðmundur
Einarsson söguna af lam-
aða manninum.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Pagskrá og auglýsingar.
20.40 islandsdagar i október
Fréttaþáttur frá hátiða-
höldum Vestur-tslendinga
fyrr i þessum má.nuði, þar
sem þess var minnst að rétt
100 ár eru liðin frá þvi að
fyrsti islenski landnema-
hópurinn kom til Manitóba-
fylkis I Kanada. Það var
einmitt 21. október 1875,
sem þeir stigu á land i Viði-
nesi við Winnipegvatn, en á
þeim slóðum stofnuðu þeir
siðar Nýja-ísland. Þetta var
siðasti hluti hátiðahaldanna
i tilefni aidarafmælisins, en
kvikmyndir frá hátiðum
vestra siðastiiðið sumar og
ferðalagi  sjónvarpsmanna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20