Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 28
Sérstœður ágreiningur í uppsiglingu: Fer hassgróðinn í íslenzkan eða bandarískan rikissjóð? íslenzk yfirvöld reyna nú að kanna bankainnstæður fíkni- efnasala á Keflavíkurflugvelli. Taíið er, að maður þessi, sem er á snærum varnarliðsins hafi stundað ólöglega sölu fíkniefna hér í mörg ár. Þá er og talið, að hagnaður af þessum viðskipt- um hafi jafnharðan verið lagð- ur inn í banka i Bandaríkjun- um. Má telja víst, að könnun á bankainnstæðum mannsins gefi upplýsingar um það, hversu umfangsmikil þessi við- skipti hafi verið. Einnig hefur ólöglegur hagnaður þýðingu með tilliti til þess, að hann er gerður upptækur, ef til hans næst. Þa'nnig hefur vitneskja um þessar bankainnstæður tviþætta merkingu. Þrátt fyrir trúnað banka við viðskiptavini sína, er ekki von- laust, að umbeðnar upplýsingar fáist, einkum ef sök mannsins þykir ótvíræð. Hitt þykir hins vegar alveg víst, að hvað sem líður upptöku ólöglegs hagn- aðar af fíkniefnasölu, fáist hann aldrei afhentur fyrr en bandarisk skattayfirvöld hafa farið um hann ómjúkum hönd- um. Virðist hér vera í uppsigÞ ingu sérstæður ágreiningur. Bandarísk skattayfirvöld þykja mjög hörð í horn að taka og ganga fast eftir sínu. Liggja þung viðurlög við hvers konar skattsvikum, en ólíklegt er, að fíkniefnasalinn hafi talið þess- ar tekjur sínar til skatts. Spurningin er því sú, hvort íslenzk yfirvöld geta fengið af- hentan hinn ólöglega hagnað, ef dómur kveður á um upptöku hans, eða hvort bandarísk skattayfirvöld eiga forgangs- kröfu til hans. Að sjálfsögðu nær engin íslenzk skattlagning til neinna tekna eða umsvifa i tollfríkríkinu á Keflavíkurflug- velli. Enn hitnar bœndum í hamsi í Húnaþingi: NÚ ER ÞREFAÐ UM RÉTTAR- SMÍÐIVIÐ JARÐAREIGANDA Mætið við rettina klukkan 17 á annan hvítasunnudag, ella mun mannvirkinu verða ýtt burtu með jarðýtu minni! Eitthvað i þessuni dúr voru skilaboðin sem tveir hrepp- stjórar i Húnaþingi fengu frá Bjarna bónda Hannessyni, eig- anda eyðijarðarinnar Undir- fells i Áshreppi. Og viti menn. Þegar þeir odd- vitarnir, Gísli Pálsson og Bjarni Jónsson mættu í gærdag, var Bjarni mættur með jarðýtu sina á staðnum við framkvæmdir sem nýlega eru hafnar við endurbyggingu gömlu réttar- innar í landi Undirfells. Sú gamla hefur verið rifin til grunna og slegið upp fyrir innri réttarveggjunum. Ekki virðist hafa verið gengið ncuu vel frá samningum við eigendur — því þegar upp- slættinum var lokið kom sim- skeytið með hinu óvenjulega fundarboði til oddvitanna. Tveir lögfræðingar úr Reykja- vík mættu við réttina í fylgd með oddvitunum, svo líklega hafa þeir vitað hvað til stóð. Voru þetta þeir Páll S. Pálsson og Arnór Pálsson. Eftir talsvert þref yfirgáfu menn staðinn og var sagt að ýmsum hafi verið heitt í harnsi. Engir samningar tókust. Nú er spurt í Húnaþingi hvort bændur í Ás- og Sveins- staðahreppum þurfi að rétta í öðrum sveitum eða hvort þeir freisti þess að láta féð renna af sjálfsdáðum til sinna bæja. Svo kann að fara að bændur í þessum hreppum hafi enga rétt lengur til að smala fé sínu í. — JBP — drukknaði slysstaðinn. Samferðamenn Þórólfs hófu þegar leit að honum og leituðu lengi kvölds. Undir morguninn leituðu þeir aðstoðar lögreglunnar á Akureyri. Nokkru síðar fannst lík Þórólfs í ánni. Hafði það borizt 7 til 8 km leið og fannst niður undir Eyjafjarðará. -ASt. 30 stiga hiti við skókborðið hóir ekki íslendingnum: Guðmundur í ef sta sœti Ungur maður, Þórólfur Tryggvason frá Litla-Hamri i Öngulstaðahreppi, drukknaði í Núpá um kvöldmatarleytið á laugardaginn. Þórólfur, sem var 22ja ára, var við fjárrekstur ásamt mörgum öðrum þá er slysið varð. Þórölfur hugðist ríða yfir Núpá. Var hann með tvo til íNiípá og reiðar. Er talið að hesturinn er hann sat hafi hrasað er út í ána var komið og féll Þórólfur heitinn af baki. Áin var í miklum vexti og óvenjulegt vatnsmagn í henni. Þórólfur heitinn var gerkunnugur staðháttum á þessum slóðum. Hestar Þórólfs höfðu sig upp úr ánni nokkru fyrir neðan ásamt þrem Rússum ,,Hér er 30 stiga hiti og erfitt að tefla skák inni í sal sem ekki er hætis hót svalari en utan dyra,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, þegar DB náði tali af hopum í síma á Kúbu, þar sem hann er um þessar mundir að ljúka skákum sínum í Capa- blanca-minningarmótinu. Guð- mundur er efstur á mótinu, en staðan nokkuð óljós að því er hann sagði, því skákmennirnir hafa lokið misjafnlega mörgum umferðum. Guðmundur á eftir eina skák. I 15. umferð sigraði Guð- mundur Juan Bellon, Spáni, en í þeirri umferð sigraði Ulf Ander- son, stórmeistari Svíanna, Kozma frá Tékkóslóvakíu og komst upp í 5. sæti. Guðmundur er efstur með 9 vinninga ásamt Rússunum Gulko og Razuvaev. Þriðji Rúss- inn, Beliayski er með 8 vinninga í 4. sæti, Anderson með 714 vinn- ing. Guðmundur kvaðst koma heim núna um næstu helgi, og þá hefst undirbúningur fyrir mót i Hol- landi, sem er á næstu grösum. Hann kvaðst hafa séð íslands getið í dagblöðum á Kúbu á dög- unum, þegar samið var við Breta um fiskveiðilögsöguna, en hefði orðið lítils vísari af þeim fréttum. Annars var símasamband við ríki Kastros með eindæmum lélegt, — líklega búa fleiri við sæstrengi en íslendingar. Eftir 16. umferð, sem tefld var I gærkvöldi, er staða efstu manna ekki fullkomlega ljós, vegna bið- skáka, en samkvæmt síðustu fréttum er hún þessi: 1.—4. Guðmundur, Gulko, Razu- vaev, Beliavski: 9 vinningar. 5. Anderson: 814vinningur. 6. Peev 7 vinningar. Ljóst er því, að Svíinn, Ulf Anderson, hefur unnið skák sína við Kúbumanninn Amador Rod- riguez í 16. umferð, en sem fyrr segir er sennilegt að einhverjum biðskákum úr þessari umferð hafi ekki verið lokið þegar síðustu fréttaskeyti voru send frá Cien- fugos á Kúbu. JBP. íslandsmeistararnir í bridge 1976 — sveit Stefáns Guðjohnsen (bridgefréttaritara Vísis). Talið frá vinstri Stefán, Símon Símonarson (bridgefréttamaður DB), Þórarinn Sigþörsson, Hörður Arnþórsson og Haliur Símonarson (íþr.ritstj. DB). Þeir Þórarinn og Hörður urðu nú íslandsmeistarar í sveitakeppni i fyrsta sinn — hinir þrír hafa oftsinnis hlotið þann titil. DB-mynd BP. Handtekinn með ■jj WÉk 1. blártd ogTarlsbergb Einn af útigangsmönnunum í Revkjavik var hand- tekinn aðfaranótt sunnudagsins I Veitinga- stofunni að Vesturgötu 53. Hann hafði farið þar inn til að afla sér fanga. Er hann var tekinn, var hann með þrjár dósir af 1. flokks Carlsberg öli á sér auk glass af rakspíra, sem hefur væntanlega verið ætlað til að koma upp gosinu. -AT- DB og Yísir með menn í sigursveit í bridge Ekki bara samkeppni, heldur líka samvinna: íslandsmótinu í bridge lauk í gær með sigri sveitar Stefáns Guðjohnsen, Reykjavlk, sem vann öruggan sigur í lokin eftir tvísýna og skemmtilega keppni. Sveitin varð 11 stigum á undan næstu sveit í mótinu., Sveit Stefáns náði snemma forystu i mótinu, sem hún hélt til loka, en þó var staðan svo opin fyrir lokaumferðina, að fimm sveitir af átta í mótinu höfðu enn sigurmöguleika. Sveitir Stefáns með 82 stig og Jón Baldurssonar með 79 stig stóðu þó bezt að vígi, en sveitir Hjalta Elíassonar með 69 stig, Jóhanns Þ.Jónssonar, ís- landsmeistararnir frá í fyrra með 67 stig og sveit Böðvars Guð- mundssonar, Hafnarfirði meó 66 stig höfðu vissa möguleika þar sem efstu sveitirnar spiluðu saman í síðustu umferðinni. 1 lokaumferðinni sigraði sveit Stefáns sveit Jóhanns með 15-5, en sveit Hjalta vann sveit Jóns 13-7. Sveit Stefáns sigraði í öllum sínum leikjum í mótinu, nema gegn sveit Ólafs Gíslasonar, Hafnarfirði. Sveit Ólafs vann með minnsta mun 11-9. Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Stefán 97 stig 2. Jón Baldursson (unglingalandsliðið ) 86 stig 3. Hjalti 82 stig 4. Jóhann 73 stig 5. Böðvar 70 stig. 6. Ölafur H. Ólafs- son, Reykjavík, 67 stig 7. Ólafur Gíslason 43 stig og 8. sveit Boggu Steins, Reykjanesi, 41 stig. frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 8, JUNI 1976. John Wiíliams hlaut slœman skurð ífingur — óvíst hve fljótt hann nœr sér — Svona óhapp er eitt af því versta sem hent getur strengjaleikara, sagði umboðs- maður gítarleikarans John Williams, þegar Dagblaðió hringdi til London og spurðist fyrir um hvað hefði orsakað afturköllun hljómleikanna I Háskólabíói á sunnudags- kvöldið. — Það gerðist daginn áður en ráðgert var að leggja af stað, að sprunga myndaðist í fingur annarrar handar og opnaðist sár inn að beini. Einhverjar taugar sködduðust. Þetta er ekki einsdæmi hjá strengja- leikurun, en afar slæmt, því við minnstu hreyfingu opnast sárið að nýju og því er ekki hægt að halda við neinni þjálfun. Það tekur mislangan tíma fyrir svona sár að gróa en í síðasta tilfelli sem ég vissi um, tók það þrjá mánuði. John Williams tekur þetta mjög sárt því hann er hrifinn af íslandi og hafði hlakkað mikið til að fara þangað aftur, sagði umboðsmaðurinn, hr. Parrod að lokum. Svo við fáum ekki að hlýða á þennan frábæra gítarleikara á þessari listahátíð en vonandi þó við fyrsta tækifæri. Næsti dagskrárliður í Háskólabíói verður I kvöld þar sem flutt verður íslenzk popptónlist eins og nánar er greint fré annars staðar í blaðinu. -JB- Hver verður leynigestur í Hóskólubíói? Framlag Listahátíðar til helzta áhugamáls unga fólksins, popptónlistarinnar, verður á dagskrá i Háskólabíói i kvöld klukkan tíu. Þar koma fram Spilverk þjóðanna og hljómsveitin Paradís. Auk þess skemmtir einhver leyni- gestur á milli atriða, en hver það er fær enginn að vita fyrr en um kvöldið. Spilverkið og Paradís flytja þarna frumsamda tónlist, — Spilverkið væntanlega lög af nýútkominni plötu og Paradís lög af LP plötu sem hljóm- sveitin hefur nýlega lokið við að taka upp í London. Hljóðstjórnin er það atriói, sem mest ríður á að verði í lagi til að ^l^LH^jjjaternir hjjhnist vel. Hób y?mir i hifffdum Ágústs Harðarsonar hljóð- stjóra Paradísar. — Er Dag- blaðið leit inn á æfingu á sunnudaginn var, vann Ágúst að því að finna réttu stillingarnar og var bjartsýnn á að það myndi heppnast. „Háskólabíó er ekki bezti staðurinn fyrir góðan hljóm- burð," sagði hann, ,,en með góðum tækjum eins og við höfum ætti þetta að heppnast vel." -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.