Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						8
r
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976
VERKNAÐURINN FRAMINN
í SJÁLFSVÖRN OG ÓnA
— telur verjandinn í Ólaf svíkurmálinu, Ragnar Tómasson
héraðsdómslögmaður
„Rafn Svavarsson og Einar
voru staddir í herbergi þess
síðarnefnda þegar Einar dró
upp bankabók og fór að sýna
Rafni. í þessari bók voru 125
þúsund krónur sem Einari
hafði tekizt að spara yfir
veturinn. Hugðist hann verja
hluta af þessum peningum til
sinnar fyrstu utanlandsferðar.
Var Einar búinn að leggja drög
að Spánarferð í byrjun júní.
Einar sýnir Rafni þessa bók
fullur trúnaðartrausts. Rafn
bregzt hins vegar mjög undar-
lega við þessu trausti. Hann
verður ægilegur ásýndum og
stingur bókinni á sig. Getur
hann þess um leið að Einar
muni aldrei sjá þessa bók aftur.
Ýmsar getsakir hafa verið
uppi um það hvað Rafn hafi
ætlað að gera við þessa aura.
Ein skýringin er sú að Rafn var
mjög vínhneigður og átti
ó'útleysta 2 kassa af áfengi í
pósthúsinu 1 Ölafsvík," sagði
Ragnar Tómasson, verjandi
Sigurgeirs Einars Karlssonar, i
viðtali við blaðið.
I laugardagsblaðinu var frétt
um það aö munnlegur
málflutningur væri hafinn og
rakin nokkur atriði úr ræðu
.ákæruvaldsins. Af óviðráðan-
legum ástæðum var ekki unnt
að fjalla um efni varnarræðu
Ragnars.
Hér á eftir fara nokkrir
punktar úr lýsingu þeirri sem
verjandinn gaf á atburðinum i
ræðu sinni.
„Þegar Rafn sýnir þennan
ódrengskap, verður Einar bæði
hræddur og reiður. Hann rýkur
á Rafn og tekst að ná banka-
bókinni úr vasa hans. Stingur
hann henni strax á sig svo að
Rafn nái henni ekki aftur.
Við þetta verður Rafn alveg
æfur. Hann slær Einar
bylmingshögg i vinstri slðuna
svo hann hrökklast á járnrúm
sem var þarna i herberginu.
Þegar hann liggur þarna við
rúmið, stingur hann hendinni
undir dýnuna og gripur til
hnífs, sem var þar i sliðri. Hníf
þennan hafði Einar fundið
nokkrum dögum áður. Kvaðst
hann hafa sett hann undir
dýnuna, svo hann lægi ekki á
glámbekk.
Það næsta sem gerist er það
að Einar mundar hnífinn að
Rafni til þess að ógna honum.
Rafn skeytir þessu engu en
ræðst að Einari. Rafn var
orðinn óður af bræði og
ofurölvi en það reyndust vera
2,2 0/00 af áfengi í blóðinu.
Einar liggur ennþá við rúmið
með hnífinn og þegar Rafn
stekkur að Einari gengur hann
inn í læri Rafns. Fossblæðir úr
lærinu og bregður Einari
mikið. Hann er orðinn
skelfingu lostinn og hrópar á
Rafn að það blæði úr honum.
Hann virðist aftur á móti ekki
hafa látið sér bregða mikið og
segir við Einar: „Þú ert þá bara
svona karlinn." Rífur hann í
Einar og rykkir honum á
fætur."
Ragnar benti á að Rafn hefði
verið heljarmenni að burðum
og hefðu gengið sögur af
kröftum hans á vinnustað.
Einar hefði aftur á móti átt
við fötlun að stríða frá
barnæsku.
Einar hefur skýrt svo frá, að
sér hafi verið farið að sortna
fyrir augum þegar þarna var
komið. Hann hafi haft
tilhneigingu til að fá köfnunar-
tilfinningu. Arið 1970 lagðist
hann inn á spítala vegna
oföndunarkasts, hyperventi-
lation. Lýsir það sér þannig, að
allt öndunarkerfið fer i baklás.
Menn halda að þeir séu að
deyja og verða að komast út.
Það sem framkallar þetta hjá
Einari virðist vera mikill kviði
ogðtti.
Hann leitar nú útgöngu og
hefur tekizt að hálfopna dyrnar
þegar Rafn kemur þar að og
spyrnir aftur hurðinni. Þarna
er það sem átökin hefjast fyrst
fyrir alvöru.
Þeim átökum getur Einar
litið lýst enda þótt hann muni
að öðru leyti vel allt það sem
gerðist. Hann áttar sig ekki á
þvi hvenær í þessari viðureign
Rafn hlaut hinar stungurnar
og hvort Rafn náði nokkurn
tímann af honum hnífnum er
hann  heldur  ekki  viss  um.
Sílkur ótti virðist hafa náð
tökum á honum á þessu stigi að
allt rennur saman í eitt. Hann
man það þó greinilega að sífelld
átök áttu sér stað um yfirráð
hnífsins.
Einar hefur skýrt svo frá að
fyrsta hugsun sín, þegar honum
var ljóst, að Rafn var dáinn,
hafi verið sú að komast út.
Virðist hann hafa verið i
oföndunarkasti sem hafi komið
vegna      hinnar      miklu
geðshræringar.
Fór hann burt úr
verbúðunum og út fyrir bæinn.
I útjaðri bæjarins eru hesthús
og þar hitti hann nokkra menn.
Sagði hann þeim að hann hefði
drepið mann, í sjálfsvörn. Til
baka kom hann síðan nokkrum
klukkustundum síðar og gaf sig
fram við lögregluna.
Þess má geta, að þegar mikill
kviði sækir að Einari virðist
hann fá þessi oföndunarköst.
Nótina       áður       en
málflutningur hófst hér i
Reykjavík fékk hann eitt slíkt.
Hann reyndi að teygja sig í
bjöllu til að láta vita af sér, en
missti meðvitund áður en
honum tókst það. Skall hann i
gólfið og blóðgaðist í andliti.
Var hann fluttur austan af
Litla-Hrauni og á slysa-
varðstofuna til meðferðar.
Ragnar sagði að Einar hefði
aldrei orðið tvísaga. Þrátt fyrir
mikið uppnám hefði sú frásögn,
sem hér hefur verið drepið á,
komið frá honum við fyrstu
yfirheyrslu.
Bankabók sú, sem Einar
segir frá, fannst í herberginu.
Kvað Ragnar þetta renna
stoðum undir frásögn Einars af
átökunum, sem og sú vitneskja
að Rafn heitinn hafði 2ja siðna
langa sakaskrá. Hafði hann
setið inni fyrir árás.
I     trausti     frásagnar
skjólstæðings sins hefur
Ragnar gert þá málskröfu að
Einar verði sýknaður sam-
kvæmt 12. grein hegningar-
laganna.
Sú grein segir þau yerk vera
refsilaus  sem  unnin  séu  í
neyðarvörn. Þó er tekið fram að
ekki megi beita vörnum, sem
séu sýnu hættulegri en árásin
og tjón það, sem af henni mátti
vænta, gaf ástæðu til.
I niðurlagi greinarinnar
kemur þó fram að hafi maður
farið út fyrir takmörk
leyfilegrar neyðarvarnar og
ástæðan var sú, að hann var svo
skelfdur og forviða að hann gat
ekki fullkomlega gætt sín,-skal
honum ekki refsað.
Læknaráð var sérstaklega
spurt í sambandi við þetta
eftirfarandi: „Telur Læknaráð
að ákærði hafi verið gripinn
ofahræðslu í viðureigninni við
Rafn Svavarsson og að verkn-
aðurinn hafi verið framinn
undir snöggum kvíða og ótta
við sjálfsmeiðingu, auk reiði?".
Svarið var JÁ, en tekið var
fram að ákærði hefði einnig
verið undir áhrifum áfengis og
kynni það að hafa stuðlað að
hömlulausari viðbrögðum.
Ragnar Tómasson telur að
umsögn Læknaráðs staðfesti
óvéfengjanlga að refsileysi-
ákvæði 12. greinar eigi hiklaust
við.
Sagði hann það vera út í hött
að fara fram á að pilturinn
verði dæmdur fyrir manndráp
af ásetningi. Ásetningur hefði
aldrei verið fyrir hendi.
Meðferð ungra
gœslufanga
Einar hefur setið i
gæzluvarðhaldi þá 13 mánuði
sem liðnir eru frá atburðinum
vestur i Ólafsvík. Hann var
aðeins 18 ára þegar hann fór
austur að Litla-Hrauni. Þar
hefur honum enginn kostur
verið gefinn á sálfræðilegri
aðstoð þrátt fyrir beiðni sál-
fræðings hælisins, Ernis
Snorrasonar. Ernir hafði sagt
svo frá i skýrslu sinni, að Einari
lægi á sálfræðilegri meðferð og
aðstoð. Hann þyrfti sérstaklega
á þessu að halda þar sem hann
væri persónuleiki sem þyldi illa
innilokun i langan tima.
•BA-
Eins og sjá má eru bæði skiða-
brautin og skíðin nokkuð ólík þvf
sem við eigum að venjast. Nú
kann að vera stutt f að slfk braut
verði sett upp hér á landi.
Nú getur f ólk gengið
á skíðum á sumrín:
Skíðabrautir
úr áli vœntan-
legar á markað
Viltu kaupa skíðabraut? Ef svo
vill til þá er slíkt mögulegt. Þú
færð reyndar ekki land með
neinum eilífðarsnjó á heldur
braut úr áli. Og gömlu vetrar-
skíðin duga ekki á hana, heldur
verðurðu að fá þér nýja gerð af
skíðum, — hjólaskíði.
Innflutningsfyrirtækið Evrópu-
viðskipti hf. kynnti f rammámönn-
um íþróttahreyfingarinnar og
arkitektum þessa nýju göngu-
braut fyrir skömmu. Aðsögn Inga
Karls Jóhannessonar, eins af eig-
endum Evrópuviðskipta, höfðu
menn mjög gaman af að kynnast
þessari nýstárlegu uppfinningu.
Maður frá framleiðslufyrirtæki
brautarinnar, sem nefnist
Gránges Aluminium Montal og er
sænskt, er staddur hér á landi um
þessar mundir og mun væntan-
lega kynna uppfinninguna á
Akureyri og ef til vill viðar.
Ingi Karl sagði i samtali við DB
i gær, að álbrautin væri fyrst og
fremst hugsuð sem trimmbraut
og einnig væri hægt fyrir skiða-
menn að halda sér í nokkurri
þjálfun á sumrin, þegar engan
snjó væri að finna. Til dæmis er
ein slík, þriggja km löng á aðal-
skíðasvæði Svia i Falun.
Fyrirtækið Evrópuviðskipti er
lítt þekkt, enda tiltölulega nýtt af
nálinni. Það ráðgerir að flytja inn
fleira af álframleiðslu Montal en
aðeins skiðabrautir. Þegar er
hafin sala hérlendis á álgirðing-
um, og hefur ein þegar verið sett
upp, — við Álverið I Straumsvik.
Þá er I ráði að hefja innflutning á
grindverkum sem sett eru niður
við gangstéttir og stigahandrið.
—AT—
Óvenjulegt
stefnumót
íReykjavík
Bóndi á dráttarvél,
bisnessmenn á þotu
Tómas Gislason tekur hér við kristalsvasa frá tékkneska Zetor-
fulltrúanum sem annast útflutning til fslands. Ekki þarf að taka það
fram að hér var um tékkneskan kristal að ræða.
Islenzkur     bóndi     og
tékkneskir dráttarvélafram-
leiðendur hittust      . til að
halda upp á sölu 1000
Zetordráttarvéla hingað til
lands.
Þessir aðilar höfðu komið i
bæinn á fremur ólíkan hátt.
Bóndinn ( Tómas Gíslason frá
Un Jirhrauni II i Leiðvalla-
hreppi í V-Skaftafellssýslu,
hafði komið til höfuðstaðarins
með þvi að aka dráttarvél sinni
hingað. Hann komst þetta á 12
tímum, enda þótt lítið væri
farið yfir 25 kílómetra á
klukkustund.
Tékkarnir, sem annast
útflutning og sölustjórn
fyrirtækisins, höfðu að sjálf-
sögðu komið á hinn fljótlegasta
máta, með. þotu. Þrátt fyrir að
ekki væri flogið hljóðfrárri
Concordeþotu    tók    ferðin
skemmri tima en aksturinn úr
Vestur-Skaftafellssýslu.
Íslenzk-Tékkneska    verzl-
unarfélagið hefur flutt þess-
ar vélar inn frá þvi 1969.
Fyrstu vélarnar komu hins
vegar á árinu 1947. Ein vél frá
þessu ári mun enn vera í
notkun. Það var jafnframt
fyrsta disildráttarvélin á
pumpuðum hjólbörðum, sem
kom til landsins.
-BA-
Þad gerist alltaf eitthvað i
m  ¦FWVMII m   IV llmUl
Athyglisverð grein um Ingibjörgu Einarsdóttur konu Jóns Sigurðssonar „forseta" — Vigdís (r
af þœgilegri kvöldflík — Bílaskoðun í Svíþjóð — Þrjár íslenskar smósögur — lf\
Carlsson — Léttir réttir í Eldhúsi Vikunnar —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24