Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAEIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULl 1976.

Verkf all verkf rœðinga borgarinnar:

Hvorugur aðilinn viss um

lögmœti verkf allsins

„Jæja, piltar, svona kemur

þetta til með aö ganga næstu

vikur. Og ef þiö ætliö að reyna

að stöðva þetta er til 160 manna

lögreglulið hér í borginni."

Þetta segir Kristinn Magnússon

verkfræðingur aö séu orð sem

Magnús Öskarsson starfs-

mannastjóri      borgarinnar

viðhafði á skrifstofu byggingar-

fulltrúa siðastliðinn miðviku-

dag.

„Við erum stöðugt að slaka á

okkar kröfum," sagði Gunnar

H. Gunnarsson formaður

samninganefndar       verk-

fræðinga hjá Reykjavíkurborg.

Kvað hann síðustu kröfu þeirra

hljóða upp á 11% hækkun í

fyrst áfanga, 12% í næsta og

13% í þeim þriðja. Gagntilboð

borgarinnar væri 6%, 8% og

6% Þetta sagði Magnús Óskars-

son hins vegar að væri rangt

f arið með.

Taldi Gunnar að borgin hefði

engan samningsvilja sýnt. Til

dæmis hefðu þeir til að byrja

með boðið hækkun frá fyrsta

marz en nú neituðu þeir að

greiða aftur í tímann.

Gunnar kvað verkfræðinga

hafa farið í 2 stutt verkföll,

annað síðast í maí og hitt i

byrjun júní, hefðu þau staðið í

2 daga. A fimmtudag 24.6.

hófst síðan verkfall hjá 2 verk-

fræðingum sem starfa hjá

byggingarfulltrúa, en þar

starfa 30 manns. Gunnar sagði

að starf þessara manna hefðu

verið að yfirfara og árita

teikningar auk úttektar sem

þeir hefðu gert á byggingum.

Verkfall þetta stendur enn.

Atökin í gær sagði hann að

hefðu byrjað með því, að

Magnús Öskarsson hefði mætt

með Pál Lindal borgarlögmann

og 2 lögregluþjóna. Einn

viðskiptavinur var með þeim.

Taldi Gunnar að þetta hefði

verið-sviðsett til þess að unnt

væri að sýna lögreglunni

hvað væri að gerast. Tókst

byggingarfulltrúum að ná í

nokkrar teikningar meðan að

stóð í stappi með það hvort-

maðurinn fengi afgreiðslu.

Gunnar sagði að því væri

haldið fram af borgaryfir-

völdum að verkfallið væri

ólöglegt, en þeir hefu hins

vegar ekki kært það. Verkf allið

var boðað með '/$ mánaðar

fyrirvara.

Á þriðjudaginn skellur á

verkfall hjá 5 verkfræðingum f

mælingadeild, hafi samningar

ekki tekizt.

„Ég tel það mjög alvarlegt að

F I A T

Varahlutir

Vorum að taka upp

stýrísvélarí

FiatWogm

FlAT EINKAUMBOÐ A ISLAND

Davíð Sigurðsson h.f.

SlDUMULA 35 Sími 38881.

gasfylling á

allar stærðir

gashylkja

GASBYRGÐASTÖÐ

SÍMI81675

OPIÐ ALLA VIRKA DAGA   "\  Vj

KL.8 —12og13 —18

LAUGARDAGA

9 — 12

borgin skuli fara út f það að

reyna að brjóta verkf allið á bak

aftur. Önnur verkalýðsfélög

hafa fengið að vera í friði með

þau," sagði Gunnar Gunnarsson

að lokum.

Sjónarmið borgarinnar

„Við báðum lögregluna ekki

um að hafa afskipti af

verkfallinu. Hún var fengin til

þess að gera skýrslu um það,"

sagði Magnús Oskarsson um

síðustu árekstrana í deilu

borgaryfirvalda við verk-

fræðingana.

Hann kvaðst hafa beðið

byggingarfulltrúann um að láta

sig vita ef einhver kæmi út af

teikningu. Þegar hann hefði

komið á skrifstofuna hefðu

verkfræðingarnir      meinað

manninum     að    afhenda

teikningu sina. Þeir hefðu

heldur ekki leyft honum að tala

við byggingarfulltrúann.

Magnús vitnaði í byggingar-

samþykkt Reykjavíkurborgar,

en í 8.gr. segir: „Skylt er að

láía byggingarfulltrúa í té sér-

uppdrætti... og eru uppdrættir

og útreikningar háðir samþykki

hans." Hann sagðist telja það

afar undarlegt, að menn, sem

hefðu verið ráðnir til að aðstoða

byggingarfulltrúann við starf

hans, teldu sér heimilt að

meina honum, með likamlegri

hindrun, aðgang að teikningun-

um.

Þegar Magnús va'r spurður

um lögmæti verkfallsins, kvað

hann það vera mjög umdeilt.

Það tæki hins vegar 3 vikur að

fá úrskurð félagsdóms. Séu

ákvörðun hefði því verið tekin

að láta verkfræðingana eiga

fyrsta leikinn eftir að verkfalls-

hótunin kom fram.

Þeir tveir verkf ræðingar, sem

eru i verkfalli, hafa í fastalaun

140 þúsund krónur. Þeim voru

boðnar 163.153 krónur á

mánuði, en það tilboð þótti ekki

' aðgengilegt af hálf u verk-

fræðingafélagsins.

MANAÐARAFMÆLI

YFIRYINNUBANNSINS

Á SUNNUDAGINN

„A almennum félagsfundi

sem haldinn var í fyrradag sam-

þykkti meirihluti fundarmanna

að halda áfram verkfallinu,"

sagði Dóra Ingvadóttir, formaður

starfsmannafélags útvarpsins.

Nú hefur yfirvinnubannið

staðið í einn mánuð, eða frá 4.

júní og hlustendur eru farnir að

venjast því að heyra ekki lengur

fréttaauka og flest það efni sem

unnið hefur verið í eftirvinnu.

Sáarast hefur þeim eflaust þótt að

fá ekki beinar útsendingar frá

hljómleikum sem haldnar voru á

listahátíðinni.

„Kjaranefnd sem skipuð var af

hæstarétti til að fjalla um deilu

þessa, mun skila úrskurði sínum

eftir tíu daga eða hálfan mánuð

og mun -yfirvinnubannið standa

a.m.k. í þann tíma," sagði Dóra

ennfremur. „Er kjaranefndin

hefur skilað úrskurðinum mun

félagsfundur síðan fjalla um þær

tillögur sem þar koma fram og

greiða atkvæði \xrn þær. Félags-

fundurinn ræður því endanlega

hvort starfsmenn útvarpsins létta

af yfirvinnubannmu.

Nýstárlegar ronnsóknir:

Mannlíf sunnan

Skarðshei

I   M   P  O  R  T

-------------V

e  x p o  |

UMBOÐS- & HEILDVERZLUN

Nú í sumar var hafizt handa við

rannsókn á menningarsögu

byggða sunnan Skarðsheiðar.

Þv'ir sem að rannsókninni standa

eru fyrrverandi og núverandi

nemendur í fornleifafræði, þjóð-

hátta- og þjóðfræðum, þjóðfélags-

fræðum og sagnfræði, alls 6

aðilar, þar af þrír sem þegar hafa

lokið námi.

Að tvennu leyti má segja, að

um nokkra frumraun þjóðlífs-

rannsókna sé að ræða. I fyrsta

lagi er þetta mjög yfirgripsmikið

verk þar sem rannsakaðir verða

allir hlutar byggðasögu svæðisins

af ólíkum aðilum, en það hefur

ekki verið reynt hér áður, heldur

hafa einstakar greinar verið

teknar út úr og rannsakaðar. Er

hér því um nýtt samstarf að ræða

meðal þessara aðila. I öðru lagi

hefur ekki fyrr verið könnuð

menningarsaga svo afmarkaðs

svæðis, en sú aðferð svæðiskönn-

unar hefur reynzt notadrýgst

mannlifsrannsóknum i nágranna-

löndunum.

í sumar verður aðallega unniö

að söfnun ritaðra heimilda og

búin til skrá yfir þau gögn sem til

eru, en gert er ráð fyrir að fram-

haldsrannsóknir standi næstu

sumur. Rannsókn þessi er að

mestu fjármögnuð af Vísindasjóði

Islands, en unnið er í samráði við

og með nokkrum fjárstyrk Sagn-

fræðistofnunar Háskólans, Þjóð-

minjasafn íslands og Stofnunar

Arna Magnússonar.

Segja má að kveikjan að

könnuninni hafí komið frá.náms-

fólki í Lundi i Svíþjóð, sem sendi

frá sér mjög itarlegt skjal um

mannlífsrannsóknir, og varð það

til að vekja athygli á mikilvægi

samstarfs þessara ólíku aðila.

Rannsóknirnar í sumar verða

takmarkaðar við um eins

mánaðar timabil, þar sem fjár-

veitingar leyfa ekki meira, en

vonazt er til. að á komandi

sumrum reynist unnt að halda

könnuninni gangandi sem lengst,

svo að árangur hennar megi sem

fyrst koma fyrir almennings

sjómr.

JB

Nýja heimavistin á Dalvík sem

rekin er sem hótel á sumrin.

Dalvíkingor komo

upp bœttri

hóteloðstöðu

Nýlegá var nýreist heima-

vist Gagnfræðaskólans á

Dalvík tekin í notkun sem

sumarhðtel.

1 þessari nýju byggingu eru

tuttugu stór tveggja manna

herbergi á tveimur hæðum.

Hreinlætisaðstaða er öll eins

og bezt verður á kosið. Gesta-

móttaka er í Víkurröst, en

heimavistin stendur skammt

sunnan víð hana og þar eru

einnig seldar veitingar.

Samkomusalur Vikurrastár

hentar vel til ráðstefnuhalds.

Eru Dalvikingar að vonum

hinir ánægðustu með þessa

viðbót og telja sig nú tilbúna

að taka við hinum aukna

straumi    ferðafólks     til

bæjarins. Töluvert hefur

aukizt að ferðamenn sem

leggja upp hringveginn, taki

á sig smá aukakróka á

afskekktari staði. Fara

margir veginn fyrir Ölafs-

fjarðarmúla og tíl Dalvíkur.

Þaðan er síðan greiðfær leið

um nágrannabyggðir og inn til

Akureyrar.

—JB

Hótel Bjarg

opið allt árið

Þau mistök urðu I hótel-

úttekt þeirri sem birtist í DB

28. júní sl. að Hótel Bjarg,

Búðardal, var sagt sumarhótel,

en það er opið allt árið.

Rétt átti málsgreinin aðvera

svona:

Hótel Bjarg, Búðardal. Verð

hvert rúm kr. 1.200. Verð á

morgunverði er misjafnt en

máltíðir kosta kr. 660—1500.

Á hótelinu eru 15 rúm, og er

það opið allt árið.

Sumarhótel

í Hornaf irði

I samantekt DB á sumar-

hótelum víðs vegar um landið

á mánudaginn, láðist að geta

um sumarhótelið í Nesjaskóla í

Hornafirði. Þetta er þriðja

sumarið sem hótelið er rekið.

Þar eru 26 herbergi me'ð

handlaug og 9 herbergi án

handlaugar, allt tveggja

manna. Með handlaug kosta

herbergi fyrir tvo kr. 2900, kr.

2000 fyrir einn. Án handlaugar

kostar tveggja manna herbergi

2400 kr„ en 1500 kr. fyrir einn.

Einnig er hægt að fá svefn-

pokapláss og kostar það kr. 700

á herbergi en kr. 600 í skóla-

stofu. Morgunmaturinn í

Nesjaskóla kostar. kr. 500.

Hótelstjórinn er Karl Rafns-

son og sagði hann að mjög góð

áðstaða væri til funda- og

ráðstefnuhalds i hótelinu.

Hötelgestir geta farið í skipu-

lagðar skoðunarferðir um ná-

grennið.

__

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28