Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ÁR<;. — FÖSTUDAGUJR 13. ÁGÚST 1976 — 177. TBL.
RITST.IORN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 8:i:522. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022
Póstur og sími með „f ríf arþega"
Um þúsund starfsmenn
borga ekkert f yrir síma
A milli 800 og 1000
starfsmenn af 1800 starfs-
mönnum Pósts og sima um land
allt greiða annaðhvort hálft af-
notagjald eða ekkert fyrir af not
af símum sínum, að sögn Jóns
Skúlasonar póst- og simamála-
stjóra.
..Þetta  er  i  samræmi  við
reglugerð sem undirrituð er af
ráöherra árið 1970 og hefur
tíðkazt lenfíi því það er endur-
skoðuð reglugerð frá fyrri
árum," sagði Jón í viðtali við
Dagblaðið. „Um þetta gilda
strangar reehu' sem starfs-
ma:v.iahaldíð sér um að séu
haldnar   en   cg   undirrita
sjálfur þau leyfi sem geí'in eru
út."
Samkvæmt reglugerðinni
fær sá, sem unnið hefur hjá
Pósti og síma í 24 mánuði,
afslátt af halfu afnotag.ialdinu,
en verður að greiða umfram-
símtöl og skeyti og þess háttar.
Sá sem unnið hefur samfleytt
hjá fyrirtækinu i átta ár fær
síðan enga rukkun fyrir afnota-
gjald af símanum en verður
sem fyrr að greiða símtöl fram
yfir þau 300 sem innifalin eru/í
afnotagjaldinu. Vegna þess að
starfsmönnum er ekki send
rukkun   fyrir   afnotagjaldið
sleppa þeir einnig við söluskatt-
inn semer 20%.
Aðrir sem njóta fríðinda
vegna síma eru svo nokkrir
félagar í samtökum blindra og
fatlaðra en ríkissjóður greiðir
simreikninga þeirra og er ráð
fyrir því gert á f járlögum.
—HP.
Aðeins hluti „Náttf ara-
móla" þegar upplýstur
,,Það er margt að kanna í
þessu máli og fram að þessu er
vart hægt að segja að annað
hafi farið fram en gagnasöfn-
un," sagði Haukur Bjarnason
rannsóknarlögreglumaður í við-
tali við Dagblaðið í morgun, en
hann sér um mál „Nátrfara".
Maðurinn sem handtekinn
var i fyrradag var í gær úr-
skurðaður í 60 daga varðhald.
Hann hefur þegar játað á sig
10—20 innbrot, en situr nú í
yfirheyrslum þar sem farið er
yfir einstök atriði margra mála.
Mál þau sem kennd hafa
verið við Náttfara eru mun
fleiri en þau, sem hinn hand-
tekni hefur þegar játað.
Stærsta  málið  sem  játning
liggur fyrir um er innbrot í
íbúð verzlunarstjóra að nætur-
lagi, þar sem stolið var 50 þús.
kr. úr veski og lyklum að verzl-
un, sem síðan var farið inn í og
stolið hundruðum þúsunda.
Haukur Bjarnason vildi
hvorki játa né neita því, hvort
tengsl væru á milli afbrota hins
handtekna og innbrotsins í
Utsýn, þar sem stolið var gjald-
eyri fyrir um milljón krónur.
Rannsóknarlögreglan vill
með engu móti gefa upp nafn
hins handtekna, sem þó hefur
játað 10—20 innbrot. Engin
rök, sem hald er í, virðast fyrir
þeirri neitun. Lýsing á útliti
hins handtekha hefur þó verið
staðfest.           — ASt.
Loks samið við verkf rœðinga
— samninganef nd borgarinnar klof naði
Loks var í nótt samið í deilu
verkfræðinga Reykjavíkur-
borgar, sem staðið hefur í um
tvo mánuði. Samninganefnd
borgarinnar klofnaði að vísu
um samninginn, en fullvíst er
talið, að hann verði sam-
þykktur í borgarráði.
Tveir af samningamönnum
borgarinnar skrifuðu undir en
tveir ekki.
Verkfræðingar fá hækkun
frá 1. marz síðastliðnum.
Samningarnir voru undirrit-
aðir með venjulegum fyrirvara
um samþykki fundar verk-
fræðinga og borgarráðs.
Verkfallið hefur valdið
verulegum vandræðum í
borgarframkvæmdum, þótt
aðeins hafi verið um fáa verk-
fræðinga að ræða.    — HH
KEYPTINNISAMVINNU
Ekki er útlit fyrir að helgarinnkaupin verði mjög spennandi í
dag, því ekkert lát virðist vera á vatninu sem hellist yfir okkur úr
háloftunum.
Þessir öldungar hafalíklega vitað hvers var von og viljað hafa
vaðið fyrir neðan sig, þvi þeir virðast búnir að ljúka síiuini
helgarinnkaupum af. Ekki er golt að segja um hvað í pokanum er,
en ekki skortir samvinnuna þar sem þeir deila þunganum á milli
sín.
SKATTSVIK
ELDRIEN 6
ÁRAER
EKKIHÆGT
AÐ KÆRA
Pólitísku
dagblöðin
skammta
sér styrki
SJÓIf - sjá bls. 4
ii
Er „Eldf ari
kominn á
kreik í
Reykjavík?
— sjá bls. 4
Peking vill
rœðaog
verzla við
Formósu
— erlendar f réttir
bls. 6-7
Þá kippti hann
hryggnum í lið -
þaðvarœgilegt
sogðiÁsgeir
Sigurvinsson
— sjó íþróttir í opnu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24