Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						i
i
i
i
i
i
i
i
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976 — 181. tbl.
RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022
Hún á of mœli í dog
-Reykjavikl90ára
Reykjavík á 190 ára afmæli í dag og í tilefni dagsins flagga nú
strætisvagnarnir. Þrátt fyrir þetta stórafmæli verður ekkert
sérstakt umstang, en til hátíðarbrigða verður þó opnuð sýning i
Arbæjarsafni á eimreiðinni frægu, sem ók um Reykjavík á
árunum 1913 til 1928. Eimreiðin stendur nú pússuð og fín eftir
miklar endurbætur inni i skemmu, sem nýlega var reist yfir
hana. Myndina tók Bjarnleifur á Skothúsveginum og gnæfir eitt
stcrkasta  andlitseinkenni borgarintaar     þa'rna    upp:  úr
húsþökunum.
RIR HOPAR
VIÐRIÐNIR
ÁVÍSANAMÁLIÐ
— Lagt inn á reikning til skiptis með innstœðulausum ávísunum
Ávísanamisferli tuttugu og
eins manns, sem Seðlabankinn
skilaði gögnum um til Saka-
dóms Reykjavikur fyrir
npkkru, er enn í rannsókn.
Beinist hún meðal annars að
tengslum á milli þessara manna
viðað ýta á undan sér milljóna-
tugum með skipulegum hætti.
Þykir ýmislegt benda til þess,
að þessi hópur manna hafi ekki
haft beint samband innbyrðis,
heldur sé hér um að ræða aðal-
lega þrjá hópa, semþó tengjaet
beint og óbeint við útgáfu inn-
stæðulausra tékka.
Aðferðin, sem notuð var, er
einkum í því fólgin, að einstakl-
ingar í þessum hópum hafa
lagt inn á reikninga hver
annars í mörgum bönkum og þó
aðallega bankaútibúum bæði í
Reykjavtkog utan borgarinnar.
Til dæmis hefur verið lagt inn á
ávísanareikning í banka í
Reykjavík með ávísun á útibú
annars banka utan borgarinn-
ar. Hefur þannig skapazt bók-
haldsleg innstæða, sem notuð
hefur verið til þess að gefa út
ávísanir á. Þegar ávísun á úti-
búið barst því, var búið að
leggja inn á reikninginn þar
með ávísun á enn annað útibú á
allt öðrum stað. Þannig hefur
verið velt milljónatugum. sem
aldrei vóru til öðruvísi en í
bankafærslum á innstæðulaus-
um tékkum.
Eins og Dagblaðið hefur
margoft áður skýrt frá, var
þessarar rannsóknar Seðla-
bankans óskað af Sakadómi
Reykjavíkur í tengslum við
Geirfirinsmálið. Algerlega er
synjað fyrir að gefa upp nöfn
þessara manna, sem eru 21 að
tólu. Víst er þó talið, að sumir
þeirra séu peð í tafli hinna
stærri, sem að öllum líkindum
eru naumast meira en
helmingur þeirra, sem í þessum
hópi eru.
BS.
„KANNSKIGET EG KENNT
YKKUR EITTHVAÐ"
— sagði golf leikarinn heimsf rœgi, Jack Nicklaus,
við komuna til Rey kjavíkur í morgun
„Kennt ykkur eitthvað? Það
getur verió að ég geti það á
sunnudaginn," sagði Jack
Nicklaus, golfleikarinn frægi
frá Bandaríkjunum. Hann var
hinn hressasti eftir ferðina í
einkaþotu      og      hafði
fjölskylduna með sér. Nicklaus
verður hér þar til á sunnudag,
en þá sýnir hann listir sínar á
golf velli Ness á Seltjarnarnesi.
Siðasta áratug hefur hann
verið fremsti golfleikari
heimsins og unnið öll stærstu
mót, sem haldin eru. Nú 1 ár
hefur honum ekki gengið sem
skyldi, en þrátt fyrir það er
hann     einn     tekjuhæsti
golfleikari í ár.
Fjölskylda heimsfrægs manns
við komuna til Reykjavíkur.
Nicklaus kom hingað beint
frá PGA mótinu í Banda-
ríkjunum, sem er eitt af f jórurr
stærstu mótum í heimi. Þrátt
fyrir það að hann hefði forustu
á siðasta degi, tókst honum ekki
að sigra.               -KP,
Geirfinnsmálið:
SCHUTZ VELUR SAMSTARFSMENN
Undanfarna vikur hetur nu
manna hópur frá Sakadórni
Reykjavíkur og lögreglunni T"
Reykjavík unnið að rannsókn
Geirfinnsmálsins undir stjórn
V-Þjóðverjans Karls Schiitz.
Aðstoðarmenn Schiitz í þessu
máli eru Örn Höskuldsson,'
fulltrúi Sakadóms, sem
stjórnað hefur rannsókninni til
þessa,         rannsóknarlög-
reglumennirnir Eggert N.
Bjarnason, ívar Hannesson,
Jónas Bjarnason, Grétar
Sæmundsson og Sigurbjörn
Víðir   Eggertsson,   Haraldur
Arnason frá tækniaeild rann-
sóknarlögregiunnar og  Rúnar
íSigurðsson
lögreglumaður.
Flestir þessara manna hafa
áður komið nærri rannsókn
málsins, til dæmis hafa þeir
Eggert og Sigurbjörn Víðir
verið helztu samstarfsmenn
Arnar Höskuldssonar, og
Rúnar var um tíma samstarfs-
maður Hauks Guðmundssonar,
sem annaðist fyrstu umferð
rannsóknar málsins. Auk þess-
aramanna verður Pétur Eggerz
sendiherra með hópnum, en
hann hefur verið túlkur Schiitz
hérlendis.
Þessi hópur mun á næstunni
helga sig rannsókn þessa máls
eingöngu, auk rannsóknar
Guðmundarmálsins, sem komin
er á lokastig og verður send
ríkissaksóknara á næstu
dögum.
Hópurinn mun starfa undir
leiðsögn Þjóðverjans og eftir
þeim aðferðum, sem hann
hefur þróað og beitt með
góðum árangri í heimalandi
sínu.
Engar upplýsingar um þetta
mál er að fá frá Sakadómi
frekar en áður.         —ÖV
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24