Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 26. AGUST 1976 — 188. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022
SPARIMERKJAMALIÐ
FYRIR DÓMSTÓLANA
— sœkjanda að
kostnaðarlausu
— róðuneyti og
sœkjandi undirbúa
prófmál
í samvinnu
Sparimerkjamáliö kemur
nú til kasta dómstólanna. Á þar
aö skera úr um, hvort lög hafi
verið brotin á eigendum
skyldusparnaöar.
Gunnar Thoroddsen félags-
málaráðherra skýrði frá þessu í
viðtali við Dagblaðið. Hann
sagði, að gjafsókn yrði í málinu,
þannig að það yrði þeim að
kostnaðarlausu, sem færi í mál
við hið opinbera. Gunnar M.
Guðmundsson hæstaréttarlög-
maður mundi reka mál skjól-
stæðings síns, eins eigenda
skyldusparnaðar. Þetta mál
verður prófmál, í rauninni fyrir
hönd allra þeirra þúsunda eig-
enda skyldusparnaðar, sem
telja sig hafa verið hlunnfarna
undanf arin ár.
Ráðherra sagði, að félags-
málaráðuneytið og hæstaréttar-
lögmaðurinn ynnu nú saman að
því að gera málið þannig úr
garði,' að í því kæmu f ram öll
þau  meginatriði,  sem  um  er
deilt í þessu sambandi.
Sérfræðingar hafa talið, að
vera kunni, að eigendur skyldu-
sparnaðar hafi verið hlunnfarn-
ir um samtals eitthvað um einn
milljarð króna. Flestir hafa
talið, að í reynd hafi eigendur
skyldusparnaðar verið sviknir'
um fulla vísitöluuppbót og
vexti, miðað við tilgang ákvæða
um þau atriði í upphafi. Hins
vegar eru lög og reglugerðir um
þetta nokkuð óljós svo að ekki
verður fyrirfram fullyrt,
hvernig málið fer.
— HH
NATOSVIÐ-
SEni FLUGSLYS
í MORGUN
— björgunarsveitir á Reykjanesi
kalloðar út til œfinga
Tvær farþegavélar rákust á i
háloftunum suð-vestur af
Reykjanesi í morgun og nauð-
lenti önnur skömmu síðar,
mikið löskuð, á Reykjanesi.
Margir farþeganna voru mikið
slasaðir, en ekki var ljóst
hversu margir höfðu beðið
bana. Hin vélin hélt áfram til
Noregs, enda minna skemmd,
og átti að reyna að nauðlenda
henni þar á vesturströndinni
um hádegisbilið.
Sem betur fer er þetta ekki
satt, því hér var um að ræða
æfingu á vegum NATO í sam-
ráði við flugmálastjórnir rlkja
á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Það var snemma í morgun að
Ijóst varð, að önnur vélin var
komin eitthvað af leið. Leitar-
flugvélar frá bandaríska her-
liðinu á Keflavíkurflugvelli
voru þegar sendar af stað og
björgunarsveitir á Reykjanesi
kallaðar út skömmu síðar.
— ÓV.
iWlífeéfM^                                        r.iosma
*" : tróöu honuíij i strigapokaHn semjriofi'&ur va^tflíWBÍK^ina. -   ~
— þegar fálkaungi leit í
Ég hef nú oft fengið
skemmtilegri heimsóknir, sagði
Magnús Ingvarsson, ráðsmaður
á hænsnabúinu að Teigi í Mos-
fellssveit, en hann fékk óvænt-
an gest í eitt hænsnahúsanna í
morgun.
Þar var um að ræða 2ja—3ja
mánaða gamlan fálkaunga, sem
nýlega hafði verið sleppt frá
Keldum. en þetta var einmitt
einn þeirra unga sem reynt var
að smygla úr landi fyrr i sumar.
Það var ekki glæsileg aðkom-
an í hænsnahúsinu, þegar vart
varð við fuglinn. Hænurnar
höföu tryllzt af hræðslu, hópað
sig saman í hornin og hreinlega
kálað hver annarri, samtals um
30 hænur, og nemur tjónið milli
20 og 30 þúsundum króna.
Fálkinn hafði rekizt i viftu sem
er i hænsnahúsinu og slasaðist
bœinn i kurteisisheimsókn
aðeins á öðrum vængnum, en
þrátt fyrir það gekk erfiðlega
að ná honum. Það var Ingólfur
Ólafsson, vinnumaður á Teigi,
sem náði fuglinum.
Guðbjörn       Guðjónsson,
eigandi hænsnahússins, var að
vonum óánægður með þann
skaða sem fuglinn hafði valdið
og vildi ólmur koma honum í
hendur réttra aðila sem fyrst.
Því var sendur maður frá
Keldum til að ná í fálkann og
fékk hann hænurnar 30, sem
drepizt höfðu, í nesti.
Ekki hefur áður orðið vart
við fálka á þessum bæ og atvik
þessu líkt ekki gerzt áður.
Smyrill hefur sézt á sveimi í
nágrenninu undanfarið en
hann hefur aðallega elzt við
starra og látið hænsnin alveg
eiga sig.               JB
Ávísanamálið:
Umboðsdómari kannar gögnin
„Þetta er nú kaleikur, sem ég
hefði helzt ekki viljað, að mér
hefði verið réttur", sagði Hrafn
Bragason borgardómari, sem
nú hefur verið skipaður
umboðsdómari í hinu svo-
kallaða ávisanakeðjumál\ „Ég
hefi, eins og aðrir hér, nægum
verkefnum að sinna og verð að
reyna að láta ekki þessa skipun
bitna á þeim," sagði Hrafn.
Að vonum er engar upplýs-
ingar að fá hjá umboðsdómar-
anum um hið nýja verkefni
hans. Hrafn Bragason kvaðst
mundu fá alla þá aðstoð, sem
hann teldi nauðsynlega í rann-
sókn málsins, en í gær var svip-
azt um eftir starfsaðstöðu fyrir
hann.
„Ég vænti góðra samskipta
við fjölmiðla og þegar mér sýn-
ast efni standa til, vonast ég til
að geta skýrt frá gangi rann-
sóknarinnar. Það getur þó
naumast orðið fyrr en í fyrsta
lagi í næstu viku, þótt bezt sé að
fullyrða ekkert um það," sagði
Hrafn Bragason að lokum í við-
tali við fréttamann Dagblaðs-
ins.
—BS
Kerfið rœðst
gegn mjólk-
urbúðum
— sjó kjollaragrein
Garöars Viborg
bls. 10-11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24