Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 197^. 12 i Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Landsliðið gegn Belgum valið Nú hafa 16 leikmenn verið valdir fyrir iandsleik íslands og Belgíu á sunnudaginn í undankcppni Heims- meistarakeppninnar. Lokakeppnin fer fram í Argentínu 1978, en and- stæðingar íslands, eru Belgía, Hol- land og N-írland. Fimm atvinnumenn koma til leiksins, þannig að ísland mun stiila upp sínu sterkasta liði, og því ættu möguleikar á óvæntum úr- slitum hér í Laugardal vissuiega að vera fyrir hendi. IlinirlGeru: Landsl.: Arni Stefánsson, Fram 9 Sigurður Dagsson, Val 13 Öiafur Sigurvinsson, IBV 23 Marteinn Geirsson, Royale Union 23 Jóhannes Eðvaldsson, Celti 18 Jón Pétursson, Fram 17 Gísli Torfason, ÍBK 21 Halldór Björnsson, KR 8 Guðgeir Leifsson, Charleroi 32 Asgeir Sigurvinsson, St. Liege 15 Asgeir Elíasson, Fram 23 Arni Sveinsson, IA 9 Ingi Björn Albertsson, Val 6 Matthías Hailgrímsson, Ilalmia 41 Teitur Þórðarson, IA 23 Guðmundur Þorbjörnsson, Val 3 íþróttir Stigakeppni GSÍ Staðan í stigakeppni G.S.Í. — 10 manna landsliðsúrval til vals á landsliði. Að loknum 8 stigamótum G.S.t. 1976 er röð efstu manna sem hér segir: stig 3 beztu mót 1. Björgvin Þorsteins., G.A. 135.95 | 2. Ragnar Ölafsson, G.R. 95.95 3. Þorbjörn Kjærbo, G.S. 95.50 : 4. Sigurður Thorarensen, G.K. 95.20 5. Þórhallur Hólmgeirsson, l G.S. 85.85 I 6. Geir Svansson, G.R. 65.20 | 7. Sigurður Pétursson, G.R. 60.30 8. Einar Guðnason, G.R. 54.30 9. Jón Haukur Guðlaugsson, N.K. 52.15 10. Öskar Sæmundsson, G.R. 48.50 Sigur Borg Björn Borg, Svíinn ungi sem fyrir nokkrum vikum vann Wimbledon- keppnina, hina óopinberu heims- meistarakeppni tennisleikara, bætti enn skrautfjöður í hatt sinn þegar hann sigraði Harold Solomon 6-7, 6-4, 6-1, 6-2 í úrslitum bandariska tennismótsins fyrir atvinnumenn. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Borg vinnur þennan titii. UMFN til Skotlands Njarðvík mætir Boroughmuir Barrs frá Edinborg í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik. Segja má að Njarðvíkingar hafi þar verið heppnir — bæði eiga þeir möguieika á framhaldi í keppnina og eins eru ferðalög til Skotlands ódýr. Ekkert mark var skoroð | leik hinna sterku varna — Valur og Breiðablik skildu jöfn 0-0 í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ og því enn óróðið hvort liðið mœtir ÍA í úrslitum Islandsmeistarar Vais og Breiða- bliks iéku i undanúrslitum Bikar- keppni KSl og skildu liðin jöfn eftir 120 mínútna leik — hvorugu liðinu tókst að skora. Leikurinn olli von- brigðum í blíðunni í Laugardal, ef til vill ekki nema von þar sem bæði lið hugsuðu fyrst og fremst um að tapa ekki. Leikurinn einkenndist því fyrst og fremst af sterkum varnarleik og ágætri markvörzlu beggja markvarða. Mikil deyfð var yfir Valsliðinu, rétt eins og áhuginn fyrir bikar-. keppninni væri ekki fyrir hendi. Blikarnir börðust hins vegar mjög vel — gáfu aldrei þumlung eftir og voru eilítið betri aðilinn á vellinum. Því hefði ef til vill ekki verið ósanngjarnt að Kópavogsliðið sigraði — að minnsta kosti munaði sáralitlu að Blikarnir skoruðu í síðari hálfleik þegar sending var gefin fyrir mark Vals og Þór Hreiðarsson renndi knettinum í átt að marki en rétt framhjá. Þar fór bezta tækifæri Blikanna forgörðum. Þór hefði betur skotið. Ef við snúum okkur að byrjun- inni þá hófu Blikarnir leikinn betur og tvívegis í fyrri hálfleik hefðu þeir getað skorað ef lukkan og eins klaufaskapur þeirra sjálfra hefði ekki komið í veg fyrir það. Fyrra tækifæri sitt fengu Blik-- arnir á 18. mínútu þegar Hinrik Þórhallsson fékk knöttinn i vítateig Vals en Sigurður Dagsson varði slakt skot hans. Síðara tækifærið kom skömmu síðar er Hinrik komst einn inn fyrir vörn Vals en Sigurður Dagsson. sem var mjög traustur í marki Vals, varði mjög vel með góðu úthlaupi. En smám saman náðu Islands- meistararnir betri tökum á leiknum þó ekki hefðu þeir náð að sýna sínar beztu hliðar. Þó munaði ekki nema hársbreidd að Guðmundur Þor- björnsson skoraði í lok hálfleiksins. Ingi Björn Albertsson brauzt upp hægri kantinn og gaf góða send- ingu fyrir mark Blikanna og Guð- mundur, með opið markið fyrir sér, var aðeins hársbreidd frá að ná knettinum. Staðan í leikhléi var því 0-0. Síðari hálfleikur var mun daufari en hinn fyrri — Valsmenn fengu bezta marktækifæri hálfleiksins. Ingi Björn komst inn fyrir vörn Biikanna skömmu fyrir leikslok en skot hans var ónákvæmt og Ölafur Hákonarson, sem átti einn sinn bezta leik í sumar, varði. Því var óhjákvæmilegt að fram- lengja og fátt markvert gerðist utan er Atli Eðvaldsson brauzt skemmti- lega upp vinstri vænginn og inn í vítateig Blikanna. Hann gaf góða sendingu á Guðmund en hann stóð illa að markinu og tækifærið rann út í sandinn. Betur hefði Atli gefið á Inga þar sem hann stóð í vítateign- um einn og óvaldaður: Jafntefli var því niðurstaðan og enn er því óráðið hvort það verður Breiðablik eða Valur, sem mætir Akranesi á Laugardalsvellinum þann 12. september í úrslitaleik Bikarkeppni KSl. Leikinn í gærkvöld dæmdi Magnús Pétursson og hafði hann góð tök á leiknum, sem alls ekki var auðdæmdur. Auðvitað er einn og einn dómur alltaf umdeilanlegur en þegar á heildina er litið var dóm- gæzla Magnúsar til prýði. h halls. Erfitt hjá Dinamo Kiev Dinamo Kiev á erfitt uppdráttar um þessar mundir og virðist nú sem baksiag sé komið í seglin eftir ágæta byrjun liðsins, sem landslið Sovétríkjanna. Sjálfsagt kemur þar til óskaplegt álag á ieikmenn, er iitla hvíid virðast fá. Síðastliðið sumar var talað um vor í sovézkri knattspyrnu en nú hefur dökknað aftur. Fyrir ári var Dinamov Kiev' ósigrandi í Sovétríkjunum, en nú hefur liðið þegar tapað tveimur af þremur fýrstu leikjum sínum í 1. deiid. 1 gærkvöld tapaði Kænugarðs- liðið fyrir Lokomotiv Moskvu, 1-2, reyndar í Moskvu. Það var hart barizt í gærkvöld þó uppskeran yrði ekki mikil. Hér nær Heiðar Breiðfjörð að leika á Magnús Bergs Vai. DB-mynd Bjarnleifur. Þrútt fyrir takta Marsh nóði Fulham aðeins jöf nu — margt óvœntra úrslita í deildabikarnum ó Englandi að venju Bob Hatton, leikmaðurinn sem Birmingham City seldi í sumar tii Blackpool, varð fyrri félögum sín- um að falli þegar Blackpool og Birmingham mættust í deilda- bikarnum í gærkvöld. Blackpool sigraði óvænt 2—1. Willie Ronson skoraði fyrra mark Blackpool og síðan gulltryggói Bob Hatton sigur Lancashireliðsins með góðu marki. WBA náði athyglisverðu jafntefli í Liverpool þegar liðið sótti meist- arana sjálfa, Liverpool, heim á Anfield Road. Kevin Keegan skoraði fyrir Liverpool en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði hinn snjalli tengiliður, John Giles, fyrir WBA. Þótt Liverpool sækti stíft lokakafla leiksins stóð vörn WBA þétt fyrir. En lítum á úrslitin í deildabikarn- um i gærkvöld: Arsenal — Carlisle 3—2 Blackpool — Birmingham 2—1 Bristol City — Coventry Ö—1 Chester — Swansea 2—3 Crystal Palace — Watford 1—3 Doncaster — Derby 1—2 Exeter — Norwich 1—3 Liverpool — WBA 1—1 Fulham — Peterbro 1—1 Ipswich — Brighton 0—0 Middlesbro — Tottenham 1—2 Northampton — Huddersfield 0—1 Orient — Hull 1—0 Scunthorpe — Notts. County 0—2 Southampton — Charlton 1—1 Sunderland — Luton 3—1 Walsall — Nott. Forest 2—4 Wolves — Sheff. Wed. 1—2 Malcolm MacDonald skoraði þriðja mark sitt í þremur leikjum fyrir Arsenal i 3—2 sigri Lundúna- liðsins yfir Carlisle. Trevor Ross skoraði tvö mörk fyrir Lundúnaliðið á aðeins tveimur mínútum en Carlisle tókst að minnka muninn í eitt mark. Rodney Marsh fyrrum leikmaður Manchester City lék sinn fyrsta leik með Fulham og þrátt fyrir gamla takta náði Fulham aðeins jafntefli gegn 3. deildarliði Peterborough. Bráðlega mun knattspyrnugoðið sjálft, George Best, ’ leika með Lundúnaliðinu ef að líkum lætur. Hann hefur þegar samþykkt samning við félagið — aðeins er beðið eftir samþykki enska knatt- spyrnusambandsins. Það er því margt stjörnuleikmanna með Fulham — það er fyrrum stjörnu- leikmanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.