Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 12
i DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976. íþróttir þróttir róttir Hermann Gunnarsson í upplögðu færi. Þeir Gunnlaugur Helgason og Ölafur Hákonarson fá lítt að gert og skömmu síðar lá knötturinn í netinu. DB-mynd Bjarnleifur. íslandsmeistarar Vals í úrslitum bikarsins íslandsmeistararnir sigruðu Blikana 3-0 og því verður uppgjör Vals og Akraness _____í úrslitum sunnudaginn 12. september_____________________ Úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ 1976 — Valur gegn Akranesi. íslandsmeistararnir 1976 gegn meisturunum 1974-5. Já, knatt- spyrnuunnendur líta fram til sunnudagsins 12. september með tiihiökkun því vafalítið verður uppgjör þessara tveggja beztu liða íslenzkrar knattspyrnu í dag spennandi og vonandi að sama skapi það bezta sem til er í ís- lenzkri knattsp.vrnu. Urslitaleikur Vals og Akraness í Bikarkeppninni varð staðreynd eftir öruggan sigur tslands- meistara Vals gegn Breiðabliki í gærkvöld á vellinum í Kópavogs- dal 3-0. Öruggur sigur, sem jafn- vel hefði getað orðið stærri. Valur lék oft á tíðum eins og liðiö getur bezt, knötturinn gekk samherja á milli og oft skapaðist hætta við mark Élikanna. Sér- staklega var Guðmundur Þor- björnssón ógnandi með dugnaði sínum og ósérhlífni. Valur fékk líka sannkallaða óskabyrjun þegar Hermann Gunnarsson skoraði þegar á 3. mínútu. Dæmd var aukaspyrna á Breiðablik fyrir utan vítateig heimamanna. Albert Guðmunds- son og Hermann Gunnarsson stóðu vfir knettinum — Albert hljóp að en stökk yfir knöttinn og Hermann fylgdi á eftir og mjög gott skot hans hafnaði út við sam- skeytin hægra megin, óverjandi fyrir Ölaf Hákonarson, mark- vörð Blikanna, 1-0. Við þessa ágætu byrjun losnaði um taugaspennu í Valsliðinu, taugaspennu sem setti svo slæm mörk á leik liðsins gegn Blikun- uni á þriðjudag. Liðið náði oft ágætum samleiksköflum sem hvað eftir annað opnuðu vörn Blikanna illa. Að vísu lá heldur meir á Valsmönnum í fyrri hálf- leik en sterk vörn liðsins átti aldrei í vandræðum með að af- greiða sóknarlotur Blikanna. Reyndar skoruðu leikmenn Vals annað mark — að því er virtist gott mark. Guðmundur Þorbjörnsson skoraði eftir að Ölafur Hákonarson hafði varið skot en misst knöttinn frá sér. Dómari leiksins, Magnús Péturs- son dæmdi markið af. ,,Ég dæmdi það af vegna háskaleiks,“ sagði Magnús eftir leikinn. Nokkuö strangur dómur og voru Blikarnir heppnir þar. En þegar upp var staðið skipti þetta ekki lengur máli. Valsmenn tóku síðari hálfleikinn í sínar hendur og léku vörn Blikanna oft grátt. Annað mark sitt skoruðu Valsmenn á 24. minútu. Guð- mundur Þorbjörnsson vann knöttinn í návígi við Harald Er- lendsson út við hliðarlinuna vinstra megin og lék í átt að marki og upp að endamörkum. Þaðan gaf Guðmundur síðan knöttinn fyrir fætur Kristins Björnssonar sem skoraði af stuttu færi, 2-0. Skömmu síðar voru Valsmenn aftur á ferðinni. Enn voru varnar- menn illa á verði og þrír Vals- menn komust upp á móti tveimur varnarmönnum.Guðmundur sendi knöttinn út á hægri vænginn til Atla Eðvaldssonar, sem lék inn í vítateig Blikanna. Atli gaf knött- inn beint fyrir fætur Kristins Björnssonar og hörkuskot hans hafnaði í þverslá. Þaðan féll knötturinn fyrir fætur Guðmundar, sem sendi hann fyrir fætur Hermanns og honum urðu ekki á nein mistök — skoraði örugglega 3-0. Nú var sem nánast væri aðeins eitt lið á vellinum, Valur, og Hermann hefði átt að bæta við sínu þriðja marki, en hann skaut yfir af stuttu færi. Hvað um það — Valsmenn voru í úrslitum Bikarkeppni KSl. Sannarlega hefur sumarið verið glæst hjá Val. Islandsmeistarar, eftir 9 ár í kuldanum og nú í úrslitum Bikarkeppni KSÍ í annað sinn á þremur árum. Síðast vann Válur Akranes i úrslitum Bikarkeppni KSl 4-1 — hvernig fer viðureign þessara stórvelda í íslenzkri knattsp.vrnu sunnudaginn 12. september? Þess munu áreiðanlega margir knatt- spyrnuunnendur bíða með óþreyju. En þangað til verður aðeins eitt í huga tslendinga — viðureign Islands við þá beztu í Evrópu. Landsleikir tslands við Belgíu á sunnudag og silfurliðið frá HM ’74, Hollendinga, á mið- vikudag. h halls. Best til Fulham George Best — ein skærasta stjarna, sem skinið hefur í enskri knattspyrnu fyrr og síðar en var sjálfum sér verstur — hefur snúið aftur til Englands. Best, sem áður lék með Manchester United, mun leika með 2. deildarliði Fulham. I gær lagði Knattspyrnusamband Eng- lands blessun sína yfir að Best mætti leika með Fulham en í, sumar hefur George Best leikið með Los Angeles Actezks. Leyfið er þó aðeins til bráðabirgða — eða til 31. desember. Þá mun sam- bandið aftur þinga um málið og taka endanlega afstöðu til umsóknar Best. Það er því margt frægra manna hjá Fulham nú. Fyrrum enskir landsliðsmenn — Alan Myllery, Bobby Moore, Rodney Marsh og nú George Best, fvrrum n-írskur landsliðsmaður. Hver veit nema ,hann leiki hérá Laugardalsvellin- um þegar ísland mætir N-trlandi i undankeppni Heimsmeistara- keppninnar? Já, hver veit... Sómi I — sagði Tony Knapp um en nú biður þeirra ei sem islenzkt landslið „Sterkasta hlið islenzka liðsins er skapgerð leikmannanna. Um það er ég ekki í nokkrum vafa,“ sagði lands- liðsþjálfarinn í knattspyrnu, Tony Knapp, þegar DB ræddi við hann um landsleikina gegn Belgum og Hollendingum. „íslenzku leikmennirnir eru reiðu- búnir að leggja allt í sölurnar fyrir íslands hönd. Þetta finnst mér stór- kostlegast. Atvinnumennirnir erlend- is leggja geysimikla áherzlu á að leika fyrir íslands hönd og setja pressu á félög sín til að svo megi verða. Matthías Hallgrímsson i Svíþjóð hefur þó gengið hvað lengst í þessu þar sem hann kemur í trássi við félag sitt. Já, leikmenn, hvort heldur heima eða erlendis, eru sómi íslands. Við verðum því væntanlega með okkar sterkasta lið í leikjunum. Auðvitað að því tilskildu að Matthías komi heim í dag og eins, að Jóhannes Eðvaldsson komist heill frá leik Celtic og verði hér í tæka tíð. Því tel ég vissulega möguleika á að eitthvað óvænt gerist á Laugardals- vellinum á sunnudag. Til þess þarf gæfan auðvitað að vera okkur hlið- holl. Það er ekkert vafamál að sérstak- lega Belgarnir koma vel undirbúnir 9r\ þeir hafa staðið í skugga ollendinga og á síðasta ári lékum við við þá í Belgíu. Þeir sigruðu 1-0 og vita að ísland er alls ekki auðsigrað. Því munu þeir undirbúa sig mjög vel. Bæði Holland og Belgía hafa undanfarið yngt upp landslið sín. Leikmenn þeirra verða því að sanna sig í leik. Þeir munu því berjast og ekkert gefa eftir. Hollendingar munu fylgjast með landsleik Islands og Belgiu og því undirbúa sig mjög vel. Ég held að engir í heiminum séu betri að undirbúa landslið sitt en einmitt Hollendingar. Komnir til sla> .ins frá Belgíu. Marti Guðgeir Leifsson og Asgeir Sigurvinss Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.