Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ÁRG. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 — 196. TBL.     RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSiNGAR OG AFGREIDSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022
Ávísanamálið:
26reíkni
15
maima í rannsókn
„Hœgt hefði verið
að komast f yrir
þetta miklu f yrr
— segir Hrafn Bragason umboðsdómari
ll
„Eg tel þaö ótvirætt, að hægt
hefði verið að komast fyrir
þessi viðskipti við bankana, ef
farið hefði verið eftir því sam-
komulagi, sem bankarnir gerðu
með sér um notkun tékka árið
1974," sagði Hrafn Bragason
umboðsdómari á blaðamanna-
fundi, sem hann hélt í gær um
gang rannsóknar ávísanamáls-
ins svonefnda. ,,Það, að reikn-
ingum skuli ekki hafa verið
lokað, eftif að menn höfðu einu
sinni gerzt brotlegir, er ein
meginástæðan fyrir þvi, að
málið gekk svona langt."
í greinargerð, sem Hrafn af-
henti blaðamönnum segir enn-
fremur, að snemma árs 1976
hafi Sakadómi Reykjavíkur
borizt kærur vegna innistæðu-
lausra tékka, sem gefnir höfðu
verið út af tveimur aðiljum hér
í borg. Á svipuðum tíma hafi
yfirlit og tékkar stórfyrirtækis
hér í borginni verið skoðaðir
vegna rannsóknar. Vegna upp-
lýsinga, sem fram komu við
rannsóknina á þessu yfirliti og
á tékkunum, vöknuðu grun-
semdir um, að hér væri um
svonefnda keðjutékkastarfsemi
að ræða.
I samstarfi við Seðlabankann
var saminn iisti með nöfnum
þeirra, sem taldir eru tengdir
þessu máli og var allmörgum
bankastofnunum tilkynnt um
það og þær beðnar að láta gögn
í té. Hér er um 26 reikninga,
bæði ávísana- og hlaupareikn-
inga, að ræða, en 15 menn ávísa
á þessa reikninga.
„Ég get ekki á þessu stigi
málsins látið nöfn þessara
manna uppi, endá er rannsókn-
in komin mun skemur á veg en
ég hélt í fyrstu," sagði Hrafn
ennfremur. „Slíkt myndi ein-
ungis skaða rannsóknina og
hafa ber í huga, að margir
þeirra, sem eru á listanum, eru
aðeins aukapeð, — að vinna i
gegnum þá, ef svo mætti segja."
Síðast i greinargerð Hrafns
segir: „Hitt vil ég segja, að nöfn
þessara reiknishafa ög þeirra
er starfa i skjóli þeirra, ættu
ekki að sæta neinum tíðindum í
bankakerfinu."
Sagði hann máli sínu til
stuðnings, að í þau tólf ár, sem
hann hefði unnið hjá borgar-
dómi, hafi hann mikið haft með
sakamál þessarar tegundar að
gera og þar hafi þessir menn
verið f astagestir.
Þá ítrekaði Hrafn, að rann-
sóknin væri það skammt á veg
komin, að langt væri í land
með, að öll kurl væru komin til
grafar og sagði það hald sitt, að
allir bankarnir tengdust því á
einn eða annan hátt.
Hrafn hefur lofað að halda
uppi góðu samstarfi við fjöl-
miðla og sagði það ætlun sína,
að almenningur fengi fréttir af
gangi málsins um leið og rann-
sókninni miðaði áfram.  — HP.
í meginlondsloftslagi nyrðra
Það trúir því líklega enginn.
nema sá sem reynir það,
hvernig er að fljúga úr súldinni
í Reykjavik, beiht inn í hlýja
loftið norðanlands. Fréttamenn
Dagblaðsins  voru  staddir  á
Akureyri í gærdag og fundu þá
fyrir meginlandsloftslaginu,
sem þeir á Norður- og Austur-
landi hafa notið i mestallt sum-
ar. Nyrðra var glaðasólskin og
21 stigs hiti. Útlendingar eru
enn allmargir nyrðra í góða
veðrinu og kunna greinilega
engu síður en landinn.að meta
gæðilífsins.(DB-m>iid Aini Páll)
Enn ein búbótin:
Búizt við
hœkkun á
fiskflökum
Fiskseljendur binda nú
miklar vonir við að þorskflökin
á Bandaríkjamarkaði hækki
alveg á næstunni og haf a þeir í
rauninni átt von á hækkun
hvern dag að undanförnu.
Nú er verðið á flökunum
fyrir hvert enskt pund 1,10
dollarar og síðast þegar þau
hækkuðu nam hækkunin um,
10 centum. Ekki er vitað hvað
næsta hækkun kann að verða
mikil. Svo sem kunnugt er er
hækkun flakanna þýöingar-
mest fyrir okkur þar sem þau
eru orðin meginhluti út-
flutningsins og verðmeiri en
t.d. blokkin. Blokkarverð mun
ekki vera á hreyfingu upp á við
alveg á næstunni, eftir því sem
bezt verður séð nú.
-G.S.
Sjónvarpsgagnrýni
byrjar í dag
Aðolsteinn Ingólfsson
mun i framtiðinni
skrifa vikulega
sjónvarpsgagnrýni
- sjá bls. 11
ENN VANTAR ÞURRKINN HJA BÆNDUM
„Þetta     hefur     gengið
skrykkjótt. Það hefur allt verið
á floti nema á hæstu hólum, en
á miðvikudag og fimmtudag var
þurrt." sagði Ágúst Jónsson
hreppstjóri í Sigluvík í Land-
eyjum um heyskapinn, þegar
við ræddum við hánn i gær. Þá
var rigningarúði og hafði
bændum fekizt að þurrka
nokkuð og binda í bagga og
voru þeir önnum kafnir við að
hirða. Einstaka bóndi var að
Ijúka heyskap, en ákaflega var
það misjafnt og taldi Ágúst að
þriggja til fjögurra daga þurrk
þyrfti til viðbótar. „Menn eru
samt hressir. Það þýðir ekki að
láta þetta á sig fá," sagði Ágúst.
„Ætli það komi þurrkur fyrr en
um fjallferðir fyrst það fór
svona." Flestir fylltu súrheys-
geymslur sínar í byrjun sláttar,
er hann tók að rigna.
„Þetta er að lagast. Það
horfir bara björgulega með
heyskapinn hérna í austur
Eyjaf.iallahreppi," sagði Eggert
Ólafsson bóndi á Þorvaldseyri.
Að vísu eru hey misjöfn. Sumt
hrakið og úr sér sprottið, en að
magni til standa bændur í
hreppnum nokkuð vel að vígi."
Sagði Eggert að bæta þyrfti það
upp með fóðurbæti. Það hefði
komið sér vel að heyköggla-
verksmiðja er i hreppnum.
Hann hefði t.d. hirt mikið í
vothey. Ekki rigndi undir Eyja-
f.jöllum i gær. en ský.jað var.
Jón Þór Jónasson, oddviti í.
Hjarðarholti. sagði að þeir
þyrftu 4—5 daga þurrk vestur á
Mýrum. þar sem ástandið hefði
verð •.)!' slæmt til þess að ná
heyinu inn.
Þurrkurinn þessa daga
hefði að vísu h.jálpað mikið til
og flestir væru búnir að hirða
af túnum. Engjar væru hins
vegar svo blautar að bíða yrði
eftir að land þornaði svo að
hægt væri að heyja. Þar er
sama sagan þarna og á öðrum
óþurrkasvæðum. Hey eru slæm
en heyfengur er sæmilegur.
EVI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24