Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						p
2. ARG. — FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 — 200. TBL.     RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022
Blikksmiðir í Sigöldu í verkfalli:
KOSTAR MILLJON A DAG
Samningafundur um mjög
alvarleg deilumál í Sigöldu stóð
í alla nótt. Hafa blikksmiðir hjá
Brown-Boveri verið í verkfalli
að mestu leyti undanfarnar 4
vikur. Er talið, að sú vinnu-
stöðvun  valdi  milljón  króna
tapi á dag.
Brown-Boveri er verktaki
við stöðvarhús virkjunarinnar
og niðursetningu véla þar.
Stendur þessi deila eihkum á
milli blikksmiða annars vegar
og Brown-Boveri og verktaka-
fyrirtækis rafvirkja hins vegar.
Inn í þessar deilur blandast
meðal annars ráðning tveggja
Þjóðverja, sem komu hingað til
starfa á vegum Brown-Boveri
frá þýzka fyrirtækinu KUL.
Telja  blikksmiðir ráðningu
þessara manna árás á atvinnu-
réttindi sin. Kröfðust þeir þess,
að þeir yrðu stöðvaðir í
verkinu, en annar þessara
manna er sagður hafa fengið
atvinnuleyfi hér þrátt fyrir
hörð mótmæli frá sveinafélagi
blikksmiða. Deilan er þannig
fyrst og fremst fagleg og ekki
enn séð fyrir endann á henni.
Sem fyrr segir stóðu samninga-
fundir i alla nótt án þess að
endanleg niðurstaða fengist i
þessu alvarlega deilumáli. —BS
Skákmót geta verið hörkuspennandi en þess er óskað að áhorfendur hafi hægt um sig, samanber skiltið sem ungi starfsmaðurinn
bregður á loft. Litlu myndirnar: Tukmakov og Friðrik vinna að skákum sínum-í mótimi.                    (DB-myndir AP)
Spennandi Reykjavíkurskákmót:
Friðrik og Tukmakov
teflaikvöld
Skák þeirra Friðriks Ölafs-
sonar og Rússans Tukmakovs í
Hagaskólanum   í   kvöld   er
nokkurs konar úrslitaskák í
Reykjavíkurskákmótinu. Sigri
Friðrik stendur hann bezt allra
að vígi í mótinu. Baráttan er
hnífjöfn og stendur milli þeirra
Tukmakovs (8 vinningar), Naj-
dorf (71á og biðskák),Timmans
(7V6 vinning) og Friðriks (7
vinningar og biðskák).
Friðrik telur sig eiga örugg-
an sigur í biðskákinni við Naj-
dorf stórmeistara. Það þýðir að
Friðrik er jafn Tukmakov í
efsta sæti mótsins. Skák þeirra
í  kvöld  mun  því væntanlega
draga að sér niikla athygli.
Enda þótt frídagur væri í
gær hjá skákmeisturunum,
féllust þeir þó á að ljúka
nokkrum biðskáka sinna.
Gunnar tapaði fyrir Vukcevich,
Timman og Björn gerðu jafn-
tefli, Tukmakov vann Timman
og náði þar með forystu í
mótinu og Vukcevic og
Westerinnen gerðu jafntefli.
— JBP —
Mao Tse-tung er látinn
Mao Tse-teung, formaður
kínverska       kommúnista-
flokksins, stofnandi lýðveldis-
ins. Myndin er ein hin síðasta,
sem tekin var af honum, í apríl
í vor.
Mao Tse-tung, formaður
kinverska       kommúnista-
flokksins, lézt í Peking í gær.
Peking-útvarpið skýrði frá
þessu í morgun í stuttri frétt og
sagði að formaðurinn hefði
látizt í höfuðborginni Peking,
þar sem Mao kynntist fyrst
kenningum Mai .ismans.
Mao Tse-tung fæddist i
Hunan 27. desember 1893,
sonur fátækst bónda. Hann
hlaut fyrstu menntun sína í
Changasha en fór 1918 til
Peking og starfaði þar sem að-
stoðarmaður áháskólabókdsafn-
inu. Þar k.viuitist hann verkum
Marx og tók þátt í stofnun kín-
verska kommúnistaflokksins.
Skömmu síðar setti hann á
laggirnar kínverskt sovét-
lýðveldi   í   suð-austurhluta
landsins og varðist áhlaupum
herja þjóðernissinna undir
stjórn Chiang Kai-shjeks fram
til ársins 1934, þegar hann og
fylgismenn hans neyddust til
að leggja land undir fót og
hef ja „gönguna miklu" til norð-
vesturhluta landsins.
Frá bækistöðvum sínum í
Yenan varðist hann innrás
Japana og þegar sigur var unn-
inn yfir þeim hrundi hann
stjórn Chiangs og stofnaði
kínverska alþýðulýðveldið í
Peking I september 1949.
Hann lét af embætti for-
manns lýðveldisins í janúar
1959 en hélt embætti formanns
æðstaráðs rikisins allt til
dauðadags.
Völd Maos og áhrif í kin-
versku þjoðlífi héldust óskoruð
allt fram á síðustu stundu og
jókst mjög á tímum menningar-
byltingarinnar miklu 1967,
þegar frjálslyndari öflum var
rutt úr vegi.
Heilsu Maos hefur farið mjög
hrakandi undanfarna mánuði
og í júní var tilkynnt í Peking,
að hann gæti ekki tekið á móti
gestum     lengur     vegna
heilsubrests. Mao hefur ekki
sézt opinberlega síðan í maí
1971 og síðan hafa ljðsmyndir
og kvikmyndir af honum borið
vitni um sihrakandi heilsu
hans, þótt ýmsir hafi borið, að
andleg snerpa hans hafi haldizt
nær óskert alt til dauðadags.
Með Mao Tse-tung er
genginn áhrifamesti stjórn-
málamaður og þjóðarleiðtogi
heimsins á þessari öld.  -ÓV.
Sœkja um leyfi
fyrir útvarpsstöð,
sjónvarpsstöð
og jarðstöð
- bls. 9
Eldur í tveim-
ur skipum
á Akureyri
Eldur varð laus i lest togar-
ans Sólbaks i gær, en togarinn
hefur verið mánuðum sainan I
slipp vegna 10 ára flokkunar-
viðgerðar. Var verið að vinna
við logskurð í lestinni i sam-
bandi við einangrun lestarinn-
ar.
Eldurinn var all magnaður
um tíma unz slökkviliðinú tókst
að ráða niðurlögum hans. Full-
víst má telja að tjón sé veru-
legt, því mikið er um raflagnir
þarna í lestinni og eru þær
sýnilega skemmdar. Hvort
skipta þarf alveg um er óljóst
enn en ljóst er að margra vikna
tafir verða á þvi að Sólbakur
fari úr slipp.
Þá kom upp eldur i gamla
Snæfellinu, sem lagt hefur
verið. Sýnilegt er að þar var um
ikveikju að ræða sagði slökkvi-
liðsstjórinn í viðtali við DB. Fer
íkveikjum á Akureyri óhugnan-
lega fjölgandi. Slökkviliðið
hef ur veri kvatt út 80 sinnum á
þessu ári og er það meiri tlðni
útkalla en nokkru sinni.  —ASt.
Ökumoðurinn
fannst tveim
timum eftir slysið
1 gærmorgun stakk maður af
frá slysstað, eftir að hann hafði
ekið utan i annan bil, sem hann
mætti og síðar á ljósastaur,
með þeim afleiðingum að staur-
inn brotnaði og bifreið öku-
mannsins skemmdist mikið.
Atburður þessi varð á Sólar-
brautinni, skammt frá JL-
húsinu.
Á slysstað skyldi maðurinn
eftir bil sinn og konu sem var
farþegi í bíl hans. Var í fyrstu
talið að maðurinn, sem stakk af,
hefði meiðzt, og það e.t.v. alvar-
lega, því hann var blóðugur er
hann hvarf.
Maðurinn fann sköinmu
fyrir hádegið og viðurkenndi
þá brot sitt. Hafði hann aðeins
skorizt á hendi. Farþegi hans
taldi sig ómeiddan í fyrstu en
kvartaði um eymsli I hálsi og
baki siðdegis. Grunur leikur á
um að áfeugisneyzla sé orsök
þessa óhapps.       — ASt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24