Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ARG. — FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 — 201.TBL.      RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI "27022
ASÍ blandar sér i málið og vill:
SJÓMENN HRINDI ÞEIRRIVALD-
NÍÐSLU SEM ÞEIR ERU BEiniR
Miðstjórn ASl hefur sent
frá sér ályktun þar sem harð-
lega er mótmælt bráðabirgða-
lögum þeim, sem út voru gefin
6. þ.m., og ákveða kjör
sjómanna frá 16. febr. s.l. til
15. mai 1977. „Með lögum
þessum eru sjómenn þvingaðir
til  að  vinna  eftir  „kjara-
samningum" sem þeir hafa tví-
vegis fellt með atkvæða-
greiðslum í félögum sínum og
sviptir rétti til frjálsra
samninga um k.jör sin," segir í
ályktuninni.
ASl  telur  bráðabirgðalögin
sérstaklega     fordæmanleg,
þegar haft er í huga að ekkert
verkfall er nú á fiskiskipaflot-
anum og ekki hefur enn verið
lýst yfir verkfalli, þrátt fyrir
skýrar lagaheimildir til slfkra
aðgerða.
ASÍ telur greinilegt, að
„þ.essi ósvífna árás á sjómanna-
stéttina er gerð í skjóli þess, að
ekki hefur ríkt nauðsynleg
eining í röðum sjómannasam-
takanna um kjaramálin og
mætti það verða öllum
launþegasamtökum áminning
um hvers vænta má af
óvinveittu ríkisvaldi, þegar
samstaða er ekki sem skyldi."
Vonast ASÍ til að sjómenn
styrki samtök sín og hrindi
þeirri valdníðslu, sem þeir eru
nú beittir. Heitir ASI sjó-
mannasamtökunum öllum þeim
stuðningi, sem það megnar að
veita til að þau fái endurheimt
samningsrétt sinn, eins og segir
í áiyktuninni.
-ASt.
Spennan var mikil áður en skákin hófst. En sviptingarnar sem urðu milli Friðriks og Tukmakovs margfölduðu spennuna. Ahorfendur
voru dasaðir að leikslokum, hvað þá skákmennirnir. En Friðrik tókst að breyta tapaðri stöðu i jafntefli. Þótti það kraftaverki líkast.
DB-mynd Bjarnleifur.
Reykjavíkurskókmótið:
Spennan
í hámarki
— fjórir efstir og
jafnir
Spennan í Reykjavíkurskák-
mótinu er nú í algeru hámarki
og kann næsta umferð að
breyta stöðunni mikið því fjórir
menn eru nú í fyrsta sætinu
með S'/i vinning og á enginn
þeirra biðskák. Þeir eru Frið-
rik, Najdorf, Timman . og
Tukmakov.
Friðrik slapp fyrir horn í
gærkvöldi er hann náði jafn-
tefli við Tukmakov eftir aö
vera orðinn manni undir og
hafa talið skákina tapaða um
tíma. Næst á Friðrik að tefla
við Helga Olafsson. Timman
teflir við Inga R.,Najdorf við
Tukmakov.
I 5. sæti er Westerinen með 7
vinninga, Anthosin í 6. sæti
með 6'A vinning og 2 biðskdkir,
Guðmundur og Keene í 7—8.
sæti með 6V4 vinning, Ingi R.
í 9. sæti með 6 vinninga og 2
biðskákir, Matera og Vukcevic í
10.—11. sæti með 5'A vinn-
ing, Haukur i 12. sæti með 454
vinning, Helgi í 13. sæti með 3V4
vinning, Björn og Margeir í
14.—15. sæti með 3 vinninga og
biðskákir, og Gunnar í 16. sæti
með VA vinning.
— G.S'.
Hannibal á í erfiðleikum í
Selárdalnum
- bls. 9
Lótin pennavinkona birtist
við rúm mitt          - bis. 9
¦
ÍSLENZKT LEIKRIT í ABBEY-
LEIKHÚSINU           -bis.s
Eldurinn í ruslaf öt-
unni af drif aríkur
EJdur kviknaði'í ruslafötu í
skáp sem var undir borði í eld-
húsi á Laugavegi 46b um
hádegisbil í gær.
Eldurinn brauzt upp í
gegnum skápinn og flögraði um
veggfóðrið. Varð af þessu
töluvert mikið tjón og íbúðin er
að sjálfsögðu óibúðarhæf um
stundar sakir.
Svo virðist sem íbúar
hússins, sem er viðbygging,
hafi ekki verið heima þegar
eldurinn kom upp.
Þegar slökkviliðið kom á
staöinn varð það að rífa járn-
klæðningu   þaksins   til   að
komast að hálmi. sem notaður
var sem einangrun fyrir húsið.
Tókst að ráða niðurlógum
eldsins á tiltölulega skömmum
tíma.
Töluvert míkið tjón varó af
eldi, sem læsti sig eftir vegg-
fóðrinu eftir gangi' og fram í
stofu. Hins vegar urðu engar
skemmdir af völdum vatns. -BA.
„Huggun" mætti nefna þessa
mynd. íbúi hússins sem
eldurinn skemmdi fær huggun
frá nágranna.
-DB-mynd Bjarnleifur.
STORMUR 0G KRISTDAL
— sjá kjallara á fösíudegi eftir Vilmund Gylfason — bls. 10-11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24