Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ARG. — FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. — 207. TBL.     •JRITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022
Hér er gúmmíbátur Slysavarnafélagsins að renna upp að flotbryggjunni  með einn bátanna. sem bjargað var á flot. og hjálpast Slysavarnafélagsmenn og Snarfara-
menn að við að hemja bátinn. DB-mynd: Arni Páll.
Yfir 20 lystibátar i
bráðri hœttu á
Elliðavogi í gœrkvöldi:
) Fjóra báta rak á land
hefði aldrei komið fyrir ef fyrirhuguð aðstaða hefði fengizt, segir Hafsteinn Sveinsson
„Þetta hefði aldrei komið
fyrir hefðum við fengið út-
hlutað þeirri aðstöðu sem til
stóð," sagði Hafsteinn Sveins-
son formaður sportbátafélags-
ins Snarfara, en í austanrokinu
í gær voru yfir 20 bátar félags-
manna í bráðri hættu og fjórir
þeirra slitnuðu upp og rak upp
í fjöru.
Borgin ákvað í vor að Snar-
faramenn fengju aðstöðu fyrir
báta sína í vari við Gelgjutanga
í Elliðavogi, en þá komu upp
raddir er töldu að það kynni að
hafa óheppileg áhrif á laxinn í
Elliðaánum, svo Snarfaramenn
hafa í sumar komið sér upp
sjósetningaraðstöðu og bólfær-
um út af athafnasvæði Keilis
utar við voginn.
Fyrir einstaka heppni
skemmdust bátarnir lítið sem
ekkert, þrátt fyrir mikla öldu
og grýtta fjöru, og á Slysa-
varnafélagið hvað drýgstan
þátt í því með vasklegri fram-
göngu við að ná bátunum úr
fjörunni. Voru björgunar-
mennirnir þar með björgunar-
bátinn Gísla J. Johnsen og
gúmmíbát, auk mannafla í
landi sem aðstoðaði. Öðu
björgunarmenn upp í axlir við
að ýta bátunum út en gúmmi-
báturinn, með froskklædda
menn um borð, dró svo bátana á
stað til að draga þá á land. Var
mikið um að vera i illviðrinu
upp úr kl. 22, en um það leyti
hafði  Slysavarnafélagið  verið
beðið um aðstoð.
í a.m.k. einu tilvikanna
slitnaði bátur upp og rak hann
á annan, sem einnig slitnaði
upp, svo báða rak upp. Að sögn
Hafsteins hefur það af og til
komið fyrir í sumar að bátar
hafa slitnað þarna upp en hann
sagði að fyrir kraftaverk hafi
þeir þó ekki skemmzt þrátt
fyrir erfiðar kringumstæður.
Um miðnætti var hættan um
garð gengin og var þá verið að
styrkja legufæri allra bátanna.
Vörpuðu menn öndinni léttara
og þáðu kaffi úr briisum, sém
þeim hafði verið fært og einn
og einn bætti hrollmeðalið
með koníaki.
-G.S.
Hjálpazt að við að koma einum hinna reknu báta upp á dráttarvagn
SKEIÐARA ER FARIN AÐ FLÆÐA
ÚT FYRIR FARVEG SINN
— Ragnar Stefánsson telur að hlaupið nái hámarki í seinni hluta nœstu viku
„Skeiðará hefur vaxið ósköp
hægt og rólega síðan í gær-
morgun," sagði Ragnar Stef áns-
son í Skaftafelli í samtali við
Dagblaðið í morgun. „Ain er nú
farin að flæða örlítið ut fyrir
farveginn. Það er örlítil læna,
sem rennur þarna austur með
túnunum."
Ragnar bætti því við, að
Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður hefði mælt vatns-
rennslið í gær. Það reyndist
vera  1250  teningsmetrar  á
sekúndu. Ragnar var ekki alveg
viss um hvert rennslið væri við
meðalaðstæður en sagði að í
almestu hitum á sumrin gæti
það náð 900—1000 teningsmetr-
um á sekúndu, ef hitarnir væru
langvarandi.
Talsverð brennisteinsfýla er
öðru hvoru af ánni. Ragnar
taldi, að ef miðað væri við
siðasta hlaup, ætti þetta að ná
hámarki seinni partinn í næstu
viku.
— AT —
Hœkkun á landbúnaðarvörum:
Engar niðurgreiðslur
í bigerð
„Þfessi hækkun hefur ekki
verið rædd i rikisst.jórninni en
ég á von á því að þetta muni
ganga i gegn án nokkurra
breytinga," sagði Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðarráð-
herra  um  tillögur  sexmanna-
nefndarinnar  um  hækkun  á
kjötvórum.
Halldór kvaðst ekki búast við
að niðurgreiðslur yrðu auknar
enda væru margir sem
kvörtuðu yfir því að of stór
hluti ríkistekna færi beint í
niðurgreiðslur.
. t dag mun ríkisstjórnin
væntanlega fjalla um tillögur
s:-xmannanefndarinnar. —BA
Ekkert sjónvarp í kvöld?
í morgun var "allt við það
sama hjá Sjónvarpinu. Starfs-
fólkið mætti en vann ekki
handtak og varð ekki annað séð
en samstaða væri um setuverk-
tallið.
Starfsmannafélagið dreifði í
morgun  fjölritaðri  kröfugerð
starfsfólksins. Þau orð voru
látin falla að ekkert yrði
aðhafzt fyrr en rætt yrði við
starfsfólkið og yrði það ekki
gert í dag, mætti búast við að
ekkert sjónvarp yrði í kvöld.
—ASt.
Ekki hœgt að stjórna með tilskipunum
Setuverkfallið hjá Sjónvarpinu — bls. 8
Saga úr
dómskerfi
nefnist föstu-
dagskjallari
Vilmundar Gylfa-
sonar í dag. Þar
fjallar hann um
ásjónu dóms-
málanna í landinu
i dag.
Hann segir einnig
hrikalega sögu úr
fangelsi á íslandi
og frá dómi yfir
föngum, sem á
eftir fylgdi.
- sjó bls. 10-11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24