Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR21.SEPTEMBER1976 — 210. TBL.    RITST.IÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMl 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 127022
MENNTAMALARAÐHERRA GENGURI BERHOGG VIÐ FRÆÐSLURAÐ
ÞEIR ERU ENN
Á EFTIR BRAGA
Rök ráðherra
„Guðmundur    Sveinsson,
skólastjóriFjölbrautaskólans í
Breiðholti, óskaði cftir því aö
Rögnvald' r Sæmundsson yrði
settur aðstoðarskól.astjóri,"
sagði Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra í viðtali
við Dagblaðið í morgun. Hann
sagði ennfremur: „Fræðsluráð
Reykjavíkur mælti með dr.
Braga Jósepssyni, en fræðslu-
stjórinn í Reykjavík mælir í
umsögn sinni með Rögnvaldi.
Sú afstaða ráðuneytisins að
setja Rögnvald í þessa stððu
byggist á framangreindu."
Ráðherra gat þess, að ekki
væri skyldugt að leita um-
sagnar fræðslustjóra, en að
það hefði þó verið gert, enda
ekki bannáð.
Málið rœtt uton dagskrár á fundi borgorráðs í dag
Menntamálaráðherra setti
Rögnvald        Sæmundsson
aðstoðarskólastjóra í Fjölbrauta
skólann í Breiðholti þrátt
fyrir það að Fræðsluráð
Reykjavíkur mælti nær
einróma með dr. Braga Jóseps-
syni í stöðuna.
Borgarráðsfundur mun fjalla
um þetta mál utan dagskrár á
fundi sínum í dag, eftir því sem
góðar heimildir segja.
„Þetta er ekkert annað en
ofsókn," sagðr dr. Bragi Jósefs-
son í viðtali við Dagblaðið, er
hann var inntur eftir viðhorfi
til þeirrar ráðstöfunar mennta-
málaráðherra að ganga fram
hjá honum í stöðu aðstoðar-
skólastjóra við Fiölbrauta-
skólann í Breiðholti. ..Annars
er mér orðið svo kalt til þess
manns, þ.e. menntamála-
ráðherra, að mér' er hyggilegast
að segja sem minnst um þetta
mál að svo komnu," sagði dr.
Bragi.
„Fræðsluráð Reykjavíkur
hefur sýnt hug sinn í málinu og
tjáð ráðuneytinu hann. Við at-
kvæðagreiðslu í fræðsluráði
fékk dr. Bragi meðmæli 5 ráðs-
manna, Rögnvaldur Sæmunds-
son meðmæli eins en einn seðill
var auður. Fræðsluráð mælti
þannig eindregið með dr. Braga
Jósepssyni," sagði Ragnar
Júlíusson,          formaður
Fræðsluráðs     Reykjavíkur.
Ragnar kvaðst ekki enri hafa
fengið í hendur formlega stað-
festingu á þeirri ráðstöfun
ráðherra, sem gengur í berhögg
við vilja fræðsluráðsins, og
ekki vilja tjá sig um málið
frekar að svo komnu.
Þess má þó geta að hugsan-
legt er, að fleiri umsagnir en
álit fræðsluráðs varðandi stöðu-
veitingu þessa hafi legið fyrir.
Meðal annars er það athyglis-
vert, að fræðslustjóri Reykja-
víkur, sem er framkvæmda-
stjóri fræðsluráðs, er sam-
kvæmt nýrri reglugerð, orðinn
ríkisstarfsmaður eftir því sem
' næst verður komizt.
Þess má geta að dr. Bragi
Jósepsson höfðaði á sínum tima
skaðabótamál gegn mennta-
málaráðherra og fjármála-
ráðherra fyrir hönd rikissjóðs
vegna ólögmætrar . brott-
vikningar úr starfi deildar-
stjóra í ráðuneytinu. 1 héraði
féll dómur þannig, að ríkis-
sjóður var dæmdur til að greiða
hátt á fjórðu milljón króna í
skaðabætur til dr. Braga auk
málskostnaðar. Var þessum
dómi áfrýjað og gagnáfrýjað til
Hæstaréttar.
-B.S.
-

^Jwff*,V,^^S(P*'
**-'¦"!;-£:  íö
é$3*ÍS»ÖBs'' ~5»j»

'íæ-*íki/£.
-

Hlaupið f er vaxandi
Skeiðarárhlaupið eykst hægt og sigandi. Beljar nú vatnsflaumur
svm að magni til er hátt á 4. þúsund rúmmetrar á sekúndu niður
eflir sandinum. Varnargarðar og brýr standa enn vel fyrir sínu og
eru ekki í yfirvofandi hættu. Niðri á sandinum er áin 2,5 km að
breidd og hvergi sést á eyrar. DB-mynd Páll Steingrímsson
„Það eru ekki miklar
breytingar en heldur fer hlaupið
vaxandi," sagði Ragnar Stefáns-
son bóndi að Skaftafelli. Helgi
Hallgrímsson og fleiri frá Vega-
gerðinni fylgjast með hlaupinu í
Skeiðará, Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður og menn frá Orku-
stofnun. „Menn eru sífellt að
koma og fara frá þessum stofnun-
um," sagði Ragnar. Engar
skemmdir hafa orðið á mann-
virkjum utan þess að einn síma-
staur brotnaði í fyrradag svo að
símasambandslaust hefur verið
yfir Skeiðarársandinn.
Vatnsflaumurinn stefnir mest á
brúna og er næstum samfelldur
en hann liggur ekki þungt á
varnargörðum ts er afar lítill og
lítilsháttar vatn er komið í Gígju-
kvísl á vestanverðum sandinum.
Á hádegi í gær mældist
rennslið í Skeiðará 3.200 rúm-
metrar á sekúndu.
EVI
Fyrsta fisksala í Englandi eftir þorskastríð:
DAGNY FEKK 140-170 KR. FYRIR KILOIÐ
Skuttogarinn Dagný frá
Siglufirði seldi i Grimsby í
morgun fyrstur íslenzkra
tog'ara frá því þorskastríðinu
lauk. Dagný fékk mjög gott
verð fyrir ai'la sinn og niá gera
ráð fyrir að heildarsala skipsins
verði rúmlega 20 milljónir
króna. sagði Jón Olgeirsson
ræðismaður í morgun.
Dagný seldi í morgun fyrir
alls 42.067  sterlingspund  eða
13,5 millj. kr. Eftir er að selja
63 tonn af frystum fiski.
Þorskafli skipsins fór á 155-
160 kr. hvert kiló að meðaltali.
kolinn  fór  á  160-170  krónui
hvert kiló og ýsuverðið var 140-
145 krónur hvert kíló.
Mjög gott verð er á íisk-
mörkuðum í Englandi nú, en
ekkert mun afráðið um frekari
sölur íslenzkra skipa.
ENIGA,
MENIGA,
PABBI
GRÆÐIR
PENINGA
Sjá kjaliaragrein
Halldórs Halldórssonar
bls. 11
•
Póstmenn
nœstir til
verkfolls-
aðgerða
- Sjá bls. 8
„Eg hef
haldið
framhjá...
i huganum
— segir Jimmy
Carter i viðtali
við Playboy
— Sjá erl. fréttir
g bls. 6-7
.//
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24