Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 211. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR21.SEPTEMBER 1976 — 211. TBL.   RJTSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI Ö7022
Ávísanakeðiumálið:
Yff irmenn bankanna fyrir réttí
Háttsettir starfsmenn i
Landsbanka íslands voru
kvaddir fyrir rétt hjá umboðs-
dómaranum i ávisanakeðju-
málinu sl. mánudag. Var yfir-
heyrslum fram haldið sl.
laugardag yfir reikningshöfum
og siðan hvern dag.
Meðal þeirra sem Dagblaðið
telur sig hafa vissu fyrir að
mætt hafi i þessu máli úr hópi
bankastarfsmanna eru yfir-
gjaldkeri Landsbankans og
forstöðumaður        hlaupa-
reiknings þess banka. Starfs-
menn flestra ef ekki allra
bankanna i Reykjavik munu
verða kvaddir til að bera fyrir
dómi um þau viðskipti sem
rannsóknin beinist að í þessu
máli, þar með taldir ejnhverjir
bankastjórar.
Eins og Dagblaðið hefur
skýrt frá hafa reiknings-
hafarnir í þessu máli notað
ávísanareikninga  með  öðrum
hætti en ráð er fyrir gert í
ófrávikjanlegum       reg'lum
bankanna. Sú notkun gæti
naumast haf a gengið til lengdar
nema með fullri vitund við-
skiptabankanna og samþykki
yfirmanna þeirra. Er ljóst, að
skýringa er þörf á þeim við-
skiptaháttum  sem  bankarnir
hafa þannig leyft, ef ekki bein-
linis mótað.
Það hefur og komið fram, að
bankarnir hafa ekki farið með
skarðan hlut frá borði fjárhags-
lega vegna þessara viðskipta,
heldur hagnazt verulega á:
þeim.
BS.
GRUGGUGUR VIZKUBRUNNUR
Hinir alvitru efribekkingar í Menntaskóla Kópavogs tóku busana formlega inn i skólann i gær. Þar
fengu þeir að súpa á vizkubrunninum, en það þáðu ekki allir umyrðalaust. Þeim var því hjálpað og
þeir sem óðu flaum vanþekkingar í gær eru orðnir alvitrir í dag. Sjá nánar á bls. 9. — KP /Arni Páll.
Þessi nýstárlegci þota
er á Egilsstöðum i
tilraunaskyni    Sjáblsl7
Kristján Pétursson um litsjónvarpasmyglíð:
Smyglararnir haf a
notið góðrar aðstoðar
mannaílandi
— afbrotamenn og menn i dómskerfinu
vilja að ég hœtti rannsókn
Það virðist enginn vafi leika
á því að smyglararnir hafa
notið mjög góðrar aðstoðar
manna í landi, sagði Kristján
Pétursson, tollvörður í viðtali
við DB í morgun vegna rann-
sóknar á litsjónvarpasmyglinu,
sem stöðugt hleður utan á sig
og verður umfangsmeira. Skv.
upplýsingum DB er þegar búið
að taka eitt tæki og vitað er um
mörg fleiri auk þess sem fleiri
vöruflokkar koma við sögu.
„Það virðist vera sameigin-
legt áhugamál afbrotamanna og
manna í dómskerfinu að ég eigi
að hætta að hafa afskipti af
þessu máli," sagði Kristján er
hann var spurður hvort rétt
væri að honum hafi borizt
ónafngreind hótun þess efnis
að hætta að rannsaka litsjón-
varpasmyglið, en sem kunnugt
er, hafði ríkissaksóknari áður
fært rannsókn málsins úr
hóndum hans og Hauks Guð-
mundssonar til Sakadóms.
Reykjavíkur.
í Tímanum í morgun er það
haft eftir Þóri Oddssyni, rann-
sóknadómara hjá Sakadómi
Reykjavíkur að ef rétt reynist
að þeir Kristján og Haukur séu
enn að rannsaka þetta mál,
eftir að Sakadómi Reykjavíkur
var falin rannsóknin, sé það
alger óhæfa og telur hann að
með því séu þeir að hunza emb-
ætti ríkissaksóknara.
Þessum ásökunum Þóris vls-
aði Kristján algerlega á bug og
benti á að þær rannsóknir, sem
þeir Haukur hefðu framkvæmt
í samráði við rannsóknarlög-
regluna í Hafnarf. væru á allan
hátt löglegar enda hefðu þeir,
áður en þeir hófust handa,
fengið samþykki yfirlögreglu-
þjóns hennar og væru allar
aðgerðir með vitund og vilja
hans.
Þá visaði hann einnig á bug
að Sakadómur Reykjavíkur
hefði neitt forræði í þessu máli
utan       lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur, þar sem ekki
hefði verið skipaður neinn um-
boðsdómari í málinu. Ekki vildi
Kristján segja hvort um sama
mál væri að ræða, hann sagði:
,,Ég ætla ekki að fara að veita
grunuðum mönnum aðstoð með
að veita þeim fyrirvara."
— G.S.
„Þetta er enginn
blaðamannafundur"
— sagði menntamálaráðherra í morgun
Menntamálaráðherra varðist
allra frétta er hann hélt til við-
ræðna við sjónvarpsmenn
klukkan 9 í morgun.
Var auðséð að þarna var um
algerar frumviðræður að ræða
og ólíklegt að menntamálaráð-
herra hafi haft nokkur samn-
ingadrög í fórum sér. Vildi
hann ekki tjá sig við DB-menn
um þessar viðræður.
Sjónvarpsmenn sögðu að út-
sending gæti hafizt í kvöld
enda þótt samkomulag næðist
ekki fyrr en síðdegis. Það þyrfti
ekki annað en gefa grænt ljós
um leið og starfsmenn væru
reiðubúnir að hefja störf.
Fréttir kynnu að verða í stytzta
lagi en annað dagskrárefni ætti
að standast.
— BA
Fundurinn sem ekki var blaðamannafundur. DB-mynd Sv. Þorm.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24