Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						2. ARG. - FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. - 212. TBL.    RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022
Sumarloðnuveiðin komst i 70 þúsund tonn i nótt:
Hásetarnir grípa milljón á
þrem mánuðum
— Sigurður RE hœstur með
um 9 þús tonn
Sumarloónan hefur reynzt
óvæntur gróði fyrir þjóðarbúið
og mun óhætt að segja að
útflutningsverðmæti hennar sé
orðið á annan milljarð króna og
í nótt veiddist 70 þúsundasta
tonnið.      Hásetarnir     á
loðnubátunum  hafa gert  það
gott i sumar og þannig má
nefna að hluturinn á þeim bát-
um, sem komnir eru með fimm
þúsund tonn, en nokkrir bátar
eru rheð það og þar yfir, er um
milljón og hafa hásetarnir
gripið hana upp á tveim pg
hálfum  til  þrem  mánuðum.
Hásetarnir á Sigurði RE, sem
er aflahæstur í sumar með um 9
þús. tonn er farinn að nálgast
tvær milljónir.
Nú eru aðeins fimm bátar á
þessum veiðum, Sigurður, Guð-
mundur, Börkur, Súlan og
Hákon. Að undanförnu hefur
loðnan veiðzt vestar en fyrr í
sumar, eða norð-vestur af Vest-
fjörðum og er fituinnihald
hennar minna en fyrr, eða allt
niður í 12% en í sumar fór
fituinnihaldið allt upp í 19%,
jafnvel heilu farmarnir.
Fiskifræðingar telja óhætt að
veiða allt að 200 þiis. tonnum af
sumarloðnu, þannig að aðeins
þriðjungur hefur verið tekinn í
sumar, en búast má við mun
meiri sókn næsta sumar þar
sem veiðarnar nú voru nokkurs
konar tilraunaveiðar, en árang-
ur varð eftir óskum.      -G.S.
Fulltrúi Islands um óhófleg veizluhðld fulltrúa hjá S.Þ.:
ÍSLENDINGAR TVÍMÆLALAUST AFTARLEGA
Á MERINNI HVAÐ VEIZLUHÖLD SNERTIR
— sœkja þó fjölda boða vegna gagnsemi þess að hitta menn við rólegri aðstœður en fundarhöld
Við erum tvimælalaust aftar-
lega á merinni miðað við aðra
hvað það snertir að efna til
heimboða enda er það dýrt og
við höfum ekki peninga til þess,
sagði Ingvi Ingvarsson, fasta-
fulltrúi Islands hjá Sameinuðu
þjóðunum. DB ræddi við hann
i New York í gærkvöld um
gagnrýni Kurt Waldheims,
framkvæmdastjóra SÞ á óhóf-
leg veisluhöld fulltrúa á Alls-
herjarþinginu. sem Waldheim
sagði koma niður á stundvísi
þeirra og afköstum. Einnig
gagnrýndi hann innantómt
frasamál, sem þingheimur
hefði tamið sér og væri al-
ínenningi óskiljanlegt.
Ingvi sagðist ekki hafa verið
viðstaddur er Waldheim flutti
þessa ræðu, en var kunnugt um
hana og sagði að þessi veizlu-
höld væru óhemju byrði á fasta-
fulltrúunum og öðrum fulltrú-
um.
Sagði hann ókleift fyrir jafn
litlar sendinefndir og þá
islenzku, að sinna öllum þess-
um boðum, en sagði að það gæti
óneitanlega verið heppilegt að
hitta samstarfsmenn við þær
aðstæður að þeir stæðu ekki
andspænis hvor öðrum á
fundum þingsins. Hann sagði
að islenzku sendimennirnir
kæmust engan veginn yfir að
sækja öll þau boð sem þeim
væri boðið í. Þau er ekki yrði
komist hjá að sækja væru sótt,
önnur ekki. Að lokum benti
hann á að ekki væri nema von
að Waldheim hafi ofboðið hvað
sjálfan sig varðaði, enda væri
hann allsstaðar boðinn. Um loð-
ið orðalag þingheims, sem al-
menningur skildi ekki, eins og
Waldheim orðaði það, hafði
Ingvi ekki tíma til að tjá sig þar
sem fundur var að hefjast og
hann átti að taka til máls.
— G.S.
I RANNS0KN HJA LÆKNAFÉLAGINU
— sjá kjallaragrein um valdníðslu menntamálaráðherra — bls. 10-11
Vigðir til vizku
Aratugum sainan hafa
fyrstubekkingar í Mennta-
skólanum í Reykjavik hafið
vist sina þar með því að vera
„tolleraðir"     af     eldri-
bekkingum. Gengur þetta
ekki alltaf átakalaust fyrir sig:
og það hefur gerzt, að eftir að
einum hefur verið hent upp í
loftið, hefur hann gleymzt og
næsti maður verið tekinn fyrir
með misjöfnum afleiðingum. i
gær voru nýliðar „tolleraðir" á
Menntaskólalóðinni — og í
þetta skiptið Ientu allir aftur í
öruggum höndum eldri, reynd-
ari og vitrari nemenda.
-DSB-mynd: SÞ.
Lögreglon
leggur hald
á klámrit
Sakadómur rannsakar
íslenzka klámritaútgáfu
Lögreglan i Reykjavik gerði i
gær umfangsmikla könnun á
klámbókasölu kvöldsöluverzlana.
Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir
sakadóm     Reykjavíkur     að
rannsaka það, hvort útgáfa og
sala klámbóka og blaða brjóti í
bága við ákvæði laga og stjórnar-
skrárinnar um prentfrelsi.
Að beiðni Erlu Jónsdóttur,
fulltrua yfirsakadómarans í
Reykjavík, hófst könnun þessi í
gær. Tóku lögreglumenn sýnis-
horn af þessum „bókmenntum",
sem að undanförnu hafa náð
meiri grózku en dæmi eru um
áður. Eru klámblöð og bækur nú
til sölu í nær öllum sælgætis- og
kvöldsöluverzlunum á Reykja-
víkursvæðinu, og raunar um land
allt, og þannig aðgengileg fyrir
jafnt börn og unglinga sem
fullorðna.
Stjórnarskráin kveður á um að
ritskoðun og aðrar tálmanir á
prentfrelsi megi aldrei leiða i lög.
I almennum hegningarlögum eru
hins vegar ákvæði þess efnis, að,
birtist klám á prenti skuli sá sem
ber ábyrgð á birtinu þess, sæta
ssktum, varðhaldi eða fangelsi.
Sömu refsingu varðar að búa til
eða flytja inn í útbreiðsluskyni,
selja eða útbýta á annan hátt
klámritum, klámmyndum eða
öðrum slíkum hlutum.
Um nokkurt árabil hafa erlend-
ar klámbækur verið til sólu í
mörgum bókabúðum hérlendis.
Ekki er vitað (il neinna afskipta
af þeim innflutningi. en nú
verður látið til skarar skríða gegn
íslenzkri klámritaúlgáfu, að
beiðni ríkissaksóknara.      -BS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24