Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1
 frýáJst; úháð dagblað 3. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 —62. TBL. RTTSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SílMI 833212. AUGLVSINGAR OG AFGTREIÐSLA,, ÞVERIIOLTI 2, SIMI 27022. Höfundur ?Þjóðarflokksins’ lýsir stefnu sinni Sjá kjallaragrein á bls. 11 Telur aðra huldumeyna hafa orðið skotna fsér — Pétur Hoffmann fyrir rétti Sjá bls. 5 Bardot íReykjavík ígær — Sjá baksíðu • Flokkarnirvilja ekki einmenn- ingskjördæmi — segir Hannibal Sjábls.4 Eldur varð laus í vélbátnum Boða AR 100 þar sem hann lá í höfninni í Þorlákshöfn rétt eftir kl. eitt í nótt. Skömmu síðar varð mikil sprenging í bátnum, svo öflug að stykki úr brú bátsins og hluti trollsins kastaðist upp á bryggju og svo hávær var sprengingin, að fólk vaknaði við vestur eftir öllum Þorlákshafnarbæ. Ei.nn maður, Þórður Markús- son, 23 árá gamall Eyr- bekkingur og eigandi bátsins ásamt bróður sínum og föður þeirra, svaf um borð. Brenndist hann illa og var fluttur í ofboði í sjúkrahús í Reykjavík. Reyndist hann hafa hlotið 20% brunasár miðað við líkamsyfirborð. Þar af var 5% 3. stigs bruni. Brunasárin voru mest á höndum og í andliti og hár var sviðið. Gert var að sár- um Þórðar og í morgun leið honum vel eftir atvikum og er ekki í lífshættu. Það voru menn á næstu bátum við Boða í höfninni, sem fyrstir urðu eldsins varir í bátn- um og gerðu viðvart. Um svipað leyti og hjálparkallið barst kvað sprengingin við í bátnum og glumdi um allt þorpið. Á sama augnabliki varð báturinn alelda attan 'tii og var svo er slökkviliðog lögreglumennirnir Sigurður Jónsson og Stefán Jóhannsson komu á vettvang. Trollið, sem var á þilfari bátsins, kastaðist upp á bryggju við tommu nöglum. tJr brennandi brúnni komst Þórður upp á bryggju sprenginguna, ásamt bitum ur brunni sem negldir voru með fimm og iogaði þá í fötum hans. DB-mynd Sveinn Þorm. Hefur Selfosslögréglan stöðuga vakt tveggja lögregluþjóna í bíl. Lítið stendur eftir af stýrishúsi Boða nema grindin. í Þorlákshöfn allan sólarhringinn. Fengu þeir til- kynningu um eldinn kl. 1.23. Er þeir komu á vettvang var Þórður Markússon kominn af sjálfsdáðum upp á bryggj- una. Hafði logað í fötum hans og hann var mikið brenndur, sótsvartur í framan eftir sprenginguna og þjáður mjög. Var strax tekið til við að kæla brunasár hans, honum komið fyrir í sjúkrakörfu og hélt Sigurður af stað með hann til Reykjavíkur. Fóru tveir nærstaddir sjómenn frá Stokks- eyri með honum suður, kældu brunasár Þórðar stöðugt og linuðu á þann hátt kvalir hans. Var þessi sjúkraflutningur mjög erfiður, því Þrengsla- vegurinn má heita ófær til sjúkraflutninga. Ekki var með vissu vitað, hvort Þórður hefði verið einn í bátnum. Tókst slökkviliði greiðlega að slökkva eldinn ofanþilja en lengri tíma tók að slökkva niðri i bátnum. Fljót- lega varð víst að fleiri höfðu ekki verið um borð. Eldsupptök og orsök sprengingarinnar eru ókunn en verða rannsökuð í dag. Tilgáta er að eldurinn hafi um stund verið búinn að búa um sig. Síðan hafi Þórður vaknað þar sem hann svaf í fötum á- bekk í stýrishúsi, og opnað niður í vélarrúm. Er eldurinn náði þannig sambandi við ferskt loft hafi orðið súrefnis- sprenging. ítrekað er að þetta er aðeins tilgáta. Vélbáturinn Boði er 55 tonn eikarbátur smíðaður 1941. Va. báturinn nýuppgerður og m.a. í honum ný og fullkomin stjórn og fiskileitartæki. Báturinn hefur verið á trollveiðum fram að síðustu heigi, en þá gætti bilunar í honum og var unnið að viðgerð fram á kvöld í gærkvöldi. -ASt. Sprenging heyrðist um altt þorpið og báturinn alelda Maðurinn komst logandiuppá bryggjuener ekki ílífshættu þráttfyrir brunasár

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.