Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						irjálst,
áháð
dagblað
3. ABG. — FÖSTUDAGUB X. APRÍL 1977. — 77. TBL.
RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. SlMl 83322% AUGLYSlNGAB_QG AFGBEIDSLA„ÞVEBH0LTI 2..SIMI  27022.
Hort býður 400-500 Islendingum til fjöltefiis
Heimsmet íhöllinni ídag'i
í dag ætlar tékkneski stór-
meistarinn Hort aö hefja til-
raun til að hnekkja þremur
heimsmetum á sviöi skáklistar-
innar. Býður hann 4—500 Is-
lendingum til fjölteflis við sig
sem hefst í Laugardalshöll kl. 1
í dag. Gildandi heimsmet á
þessu sviði á Svíinn Gideon
Stahlberg, sem 1940 tefldi við
400 menn. og konur í einu og
sama fjöltefli í Buenos Aires.
Þarf Hort því að tefla minnst
við 401 til að hnekkja metinu.
Hort hyggst og gera tilraun
til að vera skemmri tíma en 36
stundir að ljúka fjöltefli yið
yfir 400 manns. Stahlberg var
36 tíma við fjölteflið 1940 í
Buenos Aires. Kom þá nýr
keppandi í skarðið fyrir hvern
þann er Stahlberg lauk við að
afgreiða. Sami háttur verður á
hafður í Laugardalshöllinni í
dag.
Þá hyggst Hort hnekkja meti
Bandaríkjamannsins     Judy
Acres, sem 21. apríl 1973 tefldi
samtímis við 117 skákmenn í
Portland í Oregon.
Til þess að geta betrumbætt
síðastnefnda heimsmetið þurfti
Hort að fá stað þar sem aðstaða
er fyrir 120 taflborð.
Fyrir tilstilli Skáksam-
bandsins fékkst Laugardals-
höllinn  til  heimsmetstilraun-
anna. Verður borðum komið
fyrir í aðalsal þannig að þau
mynda einskonar áttu. Hefur
Hort taflið í miðju áttunnar, fer
réttsælis fyrri boga hennar en
siðan rangsælis hinn bogan'n.
Er þetta fyrirkomulag einnig
hentugt honum þar sem hann
þarf þá ekki ætíð að ganga
sama hringinn milli keppenda.
Möguleikinn á fjórða heims-
metinu er fyrir hendi ef Hort
nær meira en 379 vinningum
miðað' við 400 skákir, en það
afrek vann Stahlberg í Buenos
Aires 1940.
Skáksambandið reynir við:
heimsmetstilraunir Horts að
hressa upp á sjðði sína, sem
orðið hafa fyrir nokkrum
áföllum vegna frestunar einvig-
isins. Tekið verður við frjálsum
framlögum.
Tekin verða í notkun borðin
þrjú sem smíðuð voru fyrir
heimsmeistaraeinvígi Fischers
og Spasskýs 1972. Þeir sem við
þau tefla styrkja Skáksam-
bandið með minnst tíu þúsund
krónum auk þátttökugjaldsins.
I dag klukkan eitt byrja þeir
Rolf Johansen stórkaupmaður,
Guðlaugur Bergmann í Karna-
bæ og Pálmi í Hagkaup við
þessi borð, en panta má pláss
við þau þá er þau losna með
áðurnefndu skilyrði um styrk.
Rolf . byrjar á borðinu sem
Fischer og Spasský tefldu við.
Maður f rá Pósthúsinu verður
í Laugardalshöll eftir eitt í dag
með sérstakan póststimpil
vegna heimsmetstilraunanna.
Skáksambandið selur umslög
til fjáröflunar og önnur umslög
verða ekki stimpluð.
Skáksambandið hefur tvo
ljósmyndara í höllinni í dag.
Hafa þeir einir rétt til mynda-
töku. Taka þeir myndir af öll-
um sem óska að fá mynd af sér
og'Hort yfir keppnisskák þeirra
við     heimsmetstilraunirnar.
Myndirnar eru f plaströmmum
og kosta 1000 krónur.
Boris Spassky sem nú er laus
af sjúkrahúsi verður í höllinni
kl. 2—3 í dag. Áritar hann um-
slög með sérstimpli. Gjald er
100 krónur á umslag. Kemst
Spassky yfir mjög takmarkaðan
f jölda umslaga á þessum stutta
tíma.
Allir keppendur verða að út-
vega skákborð og taflmenn.
Penninn, stærsta innflutnings-
verzlun á þessu sviði hérlendis
opnar leigu- og sölubúð með
þessa muni í anddyri hallarinn-
ar í dag. Hluti gjalds rennur til
Skáksambandsins.
Þátttökugjald er kr. 1000 á
mann og 500 kr. fyrir 12—14
ára. Yngri en 12 ára komast
ekki að.
í kvöld kl. 7 flyzt fjölteflið úr
aðalsal Laugardalshallar í kjall-
ara anddyris, vegna handbolta-
leikja I kvöld. Gert er ráð fyrir
að Hort verði þá búinn að tefla
við allt að 240 manns (tvo full-
skipaða hringi). I kjallara
verður teflt í nótt og áfram á
morgun,  unz  takmarkinu  —
minnst 401 keppandi — er náð,
hafi Hort úthald til.
Skáksambandið      væntir
aðstoðar ísl. skákunnenda við
heimsmetstilraunir Horts og að
tékið verði vel I fjáröflunarað-
ferðir sambandsins. Telur sam-
bandið að heimsmetstilraun-
irnar muni enn auka á hróður
Islands í skákheiminum.
i morgun var Pennlnn að flytja töfl og taflmenn I Laugardalshöll.
Penninn var fenginn til þess sem stærsti innflytjandi hériendis á
þessum vörum. ÐB-mynd Hörður.
KENNARARNIR URÐU ALVEG RUGLAÐIR
nemendur í Breiðholtí skiptu um skóla ídag
„Kennararnir urðu alveg rugl-
aðir þegar þeir komu inn í stof:
urnar og sáu allt aðra krakka,"
sagði strákur úr Hólabrekku-
skóla, sem hafði mætt í Fellaskðla
í morgun. Krakkarnir úr þessum
tveim skólum ákváðu fyrir viku
að skipta um skóla í dag. Þess
vegna var ekki nema von að kenn-
ararnir væru ruglaðir í ríminu
þegar þeir sáu allt önnur andlit f
stofunum.
Krakkarnir úr Hólabrekku-
skóla þekktu sig vel í FelJaskðlan-
um vegna þess að þar vorupeir f 8.
bekk f fyrra. Þeir sem heimsóttu
HOlabrekkuskóla fara þangáö
væntanlega næsta vetur í 9. bekk.
Þetta vár því hálft í hvoru kynn-
ingardagur.
Kennararnir kenndu ekki
mikið f morgun svo krakkarnir
sungu bara fyrir þá f staðinn.
Einn nemandi var settur í gapa-
stokkinn, kannski hefur hann
f arið út af laginu.          -KP
Þorkell Þórisson var settur i
gapastokkinn. Astæðuna fengum
við ekki að vita, en það fylgdi með
að hann væri margfaldur islands-
meistari i lyftingum í sínum
þyngdarfiokki. DB-mynd Hörður.
Kristmann skilur í
níunda sinn
— baksíða
V-þýzkur herforingi Kom sér upp draugaher — Sjáerl.fréttir bls.6-7	Var Brynjólf i ogEinari treystandi? — Sjáföstudags-kjallara Vilmundar Gylfasonar á bls. 10-11
Hross
undir
hnífinn
— Sjáfrásögnog
myndiraf
„hrossa-
lækningum"
á baksíðu
Krafla:
Óveður
hindrar
garðagerð
Vegna vonzkuveðurs á
Kröflusvæðinu hefur ekki
verið unnt að hefja byggingu
varnargarðs, sem liggja á
neðan við Kísiliðjuna í
Mývatnssveit, en vinna átti að
hefjast í fyrradag. Vegagerðin
á Akureyri mun sjá um verkið
og eru tæki og vinnuskúrar
komin á staðinn.
Garðurinn er gerður til að
verja byggð í Reykjahlfðar-
hverfinu. Hann mun verða um
400 metra langur og liggur
nokkuð beint í stefnu norður-
suður fyrir neðan Kfsiiiðj-
una. Hann mun liggja á hrauni
og þar af leiðandi verður að
aka efninu í hann. Verkið mun
taka nokkrar vikur og kosta
um 6milljónir.
Það er í athugun að gera
annan garð sem verja mundi
Kísiliðjuna. Hann á að liggja
austur úr efnisþrónni. Garður-
inn væri þá vörn fyrir hugsan-
legt hraunrennsli sem kæmi úr'
norðurátt, af Leirhnúkssvæð-
inu eða Bjarnarflagssvæðinu.
Jón Illugason, oddviti í
Reykjahlíð, sagði að fundur
hefði verið með landeigendum
og þar hafi verið rætt um að
hugsanlegt      hraunrennsli
mundi komast f Grjótagjá.
Væri æskilegt að eitthvað yrði
gert til að koma í veg fyrir
slíkt. Hugsanlegt væri að ýta
að baðstöðunum. Einnig var
rætt um að athuga gerð
varnargarða fyrir Vogahverf-
ið. Aðspurður hvort Grjðtagjá
væri í hættu, brytist gos út og
hraun rynni með nýja garðin-
um, sagði Jón að líklegast yrði
nægur fyrirvari til þess að
byggja þar varnargarð, enda
brytist eldgos út í talsverðri
fjarlægð.         -G.S./-K.P.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24