Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 32
HUS — en ekki haf ðist það átakalaust Dráttarbíll á vegum G.G. flutti tvo snjóbila til þess aó draga skála fyrir Jöklarann- sóknafélagið á Esjufjöll aðfara- nótt sl. föstudags. Jökla- rannsóknafélagið á annan snjó- bílinn, en hinn á Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Skálastæðið er við svonefnda Tjaldmýri undir Skálatindi í Esjufjöllum. Snjóbílarnir lentu í erfiðleik- um í brattri brekku og vírinn sem hélt húsinu slitnaði og hafðist það því ekki upp. Haft var samband við Björn Ölafs- son og hann kom með tvo snjóbíla, Grendil og Nagg, og með aðstoð hans tókst að draga A VATNAJOKUL •jSi u ^ss. húsið upp brekkuna. Húsið er mjög vandað og tekur 14-20 manns í gistingu. Séistaklega var vandað til niðursetningar hússins, þar sem hús, sem stóð á svipuðum slóðum, fauk fyrir nokkrum árum. Um uppsetningú hússins sáu Gunnar Guðmundsson og Stefán Bjarnason. Mjög gott veður var, sérstak- lega á föstudag, og komst hitinn upp í 20 stig. Skíðaland í Esju- fjöllum er með eindæmum gott og færi sérstaklega gott nú. Húsið er i eigu Jöklarannsókna- félagsins og geta menn fengið að gista og greitt gjaldið í Reykjavík. Á Höfn í Uornafirði er hægt að fá leigða • > s-jjoíla upp á jökulinn. Esjufjöll .narka skilin milli Breiða- merkurjökuls og Vatnajökuls. VV/JH. Egilsstadir: Flugvél í árekstri við slökkvitæki Harla óvenjulegt flugslys varð á Egilsstöðum á skírdag. Ók þar lítil flugvél frá Flug- félagi Austurlands á hand- slökkvitæki, sem flugvallar- starfsmenn höfðu skilið eftir úti á miðri flugbraut, og komst ekki í loftið á eftir. Slökkvitæki þetta er á vagni, sem ekið hafði verið út á brautina þegar flugvél frá Fí lenti þar skömmu áður, en varð síðan eftir þegar Flug- félagsvélin fór í loftið á ný. Litla vélin var að koma úr flugi þegar slökkvitækið varð skyndilega fyrir hreyfli hennar. Bognaði hann við áreksturinn. Litla vélin var tiltölulega nýlega komin úr tímafrekri viðgeró eftir að hanni hlekkt- ist illa á í Borgarfirói eystra í fyrra. Flugvirki úr Reykjavík kom til Egilsstaða á laugardaginn með nýja skrúfu og komst vélin í loftið skömmu síðar. ÓV Ennfinnst loðnan: Pollurinn fullur af loðnu og dauður fiskur um allar fjörur Eins og flestum landsmönnum mun vera kunnugt álitu fiskifræðingar að loðnuveiði væri lokið á þessari vertíð. Svo þarf þð ekki að vera. Friðgeir Axfjörð fréttaritari DB á Akureyri hafði i gær samband við biaðið og sagði Pollinn vera fullan af loðnu og smábátar hefðu fengið allt að 300 tUnna afia. Fjaran á Akureyri er krökk af loðnu sem rekið hefur á land. DB-mynd F. AX. DS. GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSS0N UM TILLÖGUR ATVINNUREKENDA: ,,Styrkþegahugsunarháttur” „Þeir gáfu í skyn, að þeir gætu hugsað sér hækkun til hinna lægstlaunuðu, en þá kæmu frá ríkinu ráðstafanir, sem bættu hag atvinnuveganna, svo sem niður- felling iaunaskatts," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, í morgun um tillögur atvinnurek- enda í samningunum. „Þetta er styrkþegahugsunar- háttur,“ sagði Guðmundur. „Þá skortir reisn.“ „Nú ætti ríkisstjórnin , ef hún væri frísk, að demba á borðið aðgerðum," sagði hann. Guðmundur sagði ennfremur, að atvinnurekendur hefðu lagt til að vinnutími yrði lengdur. Nú væri reiknað með 40 stunda vinnuviku, mínus kaffitímar, en atvinnurekendur vildu, að vinnu- tíminn yrði 40 stundir fyrir utan kaffitíma. Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, sagði í morgun, að kjarninn í tillögum atvinnu- rekenda væri að taka frekar tillit til unnins tíma, greiða síður kaffi- tíma en hækka þá kaupið sem því svaraði fyrir þann tíma, sem unn- in væri. Þegar talað væri á öðrum Norðurlöndum um 40 stunda vinnuviku, væri átt við 40 unnar stundir, en hér væri miðað við 40 stundir að frádregnum kaffi- tímum, sem gerði 37 stundir og fimm mínútur unnar á viku. Fleiri tillögur atvinnurekenda rynnu í sama farveg. Guðmundur J. Guðmundsson sagði, að atvinnurekendur vildu frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1977. þrjá hætta að greiða fyrstu veikindadagana. Samningafundir voru ekki um páskana, en riú búa menn sig undir lengri fundi en verið hafa. Næsti allsherjarsamningafundur, eða sameiginlegur „stórráðs- fundur," eins og samningamenn segja, verður á fimmtudag. Fundir atvinnurekenda og sér- sambandanna halda áfram á meðan. HH Stálu, drukku ogoku próflausir Um klukkan 3 í nótt stöðvaði lögreglan bifreió í Reykjavík sem í voru tveir ungir piltar. Kom strax í ljós að þeir voru ölvaðir við aksturinn. Við nánari athugun kom einnig fram að þeir voru réttinda- lausir til aksturs og að bif- reiðin var stolin. Til að kóróna feril sinn um nóttina bættist fjórða afbrotið við. Þeir brut- ust inn hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum til að stela far- kostinum. Piltarnir sátu inni í nótt og mál þeirra átti að taka fyrir í morgun. -ASt. Meistarar íbridge Hörður Arnþórsson, skrif- stofustjóri, og Þórarinn Sig- þórsson, tannlæknir, urðu íslandsmeistarar í tvímenn- ingskeppni í bridge á páska- dag. Sigruðu með umtalsverð- um yfirburðum. Hlutu 334 stig. Þeir eru einnig núverandi íslandsmeistarar i sveita- keppni og spila fyrir Bridge- félag Reykjavíkur. I öðru sæti urðu Valur Sigurðsson og Jón Alfreðsson, Akranesi, en Jón er sem kunnugt er fyrirliði Akurnesinga í knattspyrn- unni. Þeir hlutu 267 stig. í 3ja sæti urðu bridgemennirnir kunnu, Símon Símonarson og Stefán Guðjohnsen, BR, með 240 stig. 44 pör tóku þátt I úrslitakeppninni um helgina, en um 1000 manns hófu upp- haflega keppni. Nánar verður sagt frá keppninni í bridge- þætti blaðsins. Undankeppni sveitakeppni íslandsmótsins var einnig háð um páskana, en átta sveitir munu keppa um íslandsmeistaratitilinn I mal. hsimt Þórarinn — Hörður Nýttstríð sveitar- félaga og rákissjóðs: Ríkið stendur ekki við samn- inga um viðhald skólahúsnæðis Enn eitt striðið er nú komið upp milli fjármálaráðuneytis- ins og sveitarfél. Hefur sveitar félögum gengið illa vægast sagt að innheimta úr greipum ríkisins samningsbundnar greiðslur vegna viðhalds skóla- húsnæðis. Var gerður um það samningur milli fjármála- ráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga 1975 að ríkið greiddi sem svarar kr. 1.370 á hvern íbúa sveitarfélags til viðhalds skólahúsnæðis í hin- um ýmsu sveitarfélögum. Árni Emilsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, tjáði DB að hann hefði undanfarna mánuði leitað eftir greiðslu þessarar upphæðar hjá fjármálaráðu- neytinu en við innheimtu- aðgerðir hefur honum verið vís- að frá einum embættismannin- um til annars og svör embættis- mannan.na verið hin furðuleg- ustu. Árni kvaðst hafa reynt að. hefja vangoldnar greiðslur ríkissjóðs hjá Kristjáni Thorlaciusi deildarstjóra í fjár- málaráðuneytihu en stöðugt verið vísað á Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðanda. Ríkisendurskoðandi hefði jafnoft verið undrandi að málinu skuli vera vísað til hans og telur það í verkahring Kristjáns að vísa á greiðslur af þessum rótum. Milli þessara háu embættismanna gengur boltinn og ekkert fæst greitt. Árni Emilsson sveitarstjóri kvað það hlægilegt að slíkir embættismenn skuli vísa hvor á annan i stað þess að inna samningsbundnar greiðslur af hendi. Hér er ekki um mikla uppha-ð að ræða fyrir ríkissjóð en fámenn sveitarfélög munar um slíkt. Hjá Grundfirðingum nemur þessi upphæð um 1100 þúsund krónum og er hún ógreidd fyrir árið 1975. Árni sagði að ríkissjóður væri afar erfiður sveitarfélög- um varðandi allar greiðslur. I?eningum sveitarfélaga væri haldið eins lengi í rikissjóði og nokkur kostur væri til mikils ama og óþæginda fyrir sveitar- félögin. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.