Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 1
DAC.BLAÐIÐ. DKIÐ.JUDACUR 12. AFRlL 1977. 17 \ „tg er ekki skúrkur” — sagði Richard Nixon Nixon á blaðamannafundinum, þar sem hann mismælti sig illa hvað eftir annað og svaraði spurningum um skatta sína með því að tala um f jármál sin tiu árum áður. stöðugt reiðari. 29. nóvember skipaði hann Ziegler að tilkynna, að lögfræðingar sínir hefðu gert „nokkur mistök'1, og í framhaldi af því væri verið að endurskipu- leggja lögfræðingadeild forseta- embættisins. Þetta var greinileg vantraustsyfirlýsing. Haig lét í ljós óánægju sína vegna þessa við lögfræðingana í einrúmi. Forset- inn var greinilega að koma aftan að þeim. „Ef við eigum að gera þetta svona, þá er ég hættur," sagði Haig við Buzhardt. Buzhardt og Garment fóru á fund Nixons. Forsetanum var runnin mesta reiðin. Hann fullvissaði þá um að Ziegler hefði gefið út þessa yfir- lýsingu án samráðs við sig. Hann forðaðist að horfast í augu við Fred Buzhardt: „Orðaskil heyrast ekki í um það bil átján mínútur, herra dómari." Biscayne, og enn aðrar hafði Haldeman farið með heim til sín. Sirica vísaði málinu til tæknisér- fræðinganefndar, sem hann hafði skipað til að komast að niðurstöðu um hvers vegna tvær upptökur fundust ekki. Að kvöldi 17. nóvember horfðist forsetinn í augu við nokkur hundruð fréttamenn og ritstjóra. Hann ætlaði að svara spurningum þeirra, í samræmi við áætlun hans um að endur- vinna traust þjóðarinnar. Fundurinn byrjaði illa. Forset- inn var æstur og í baráttuskapi, en ruglaðist oft illa. Fréttamenn, sagði hann, „svöruðu" erfiðum spurningum. Hann talaði um sjálfa sig sem „hann“. Er hann var spurður hvort hann teldi ennþá að Haldeman og Ehrlich- man væru tveir bestu opinberu þjónar, sem hann hefði þekkt, svaraði hann: „Ég tel að báðir mennirnir, og aðrir sem hafa verið kærðir, séu sekir þar til við höfum sannanir fyrir því að þeir séu það ekki.“ Hann var spurður um lága skatta sína, sem voru 792 dollarar 1970 og 878 dollarar 1971. Hann var óstöðugur á fótunum, greip um ræðustölinn báðum höndum og rakti fjárreiður sínar — ekki á því tímabili sem um var spurt, heldur meira en áratug áður. Árið 1960, þegar hann hafði verið þing- maður í báðum deildum og vara- forseti í fjórtán ár, voru saman- lagðar eignir hans 47 þúsund dala virði „og Oldsmobile 1958, sem mátti við því að fara í klössun," sagði hann. Buzhardt og Garment horfðu á fundinn í sjónvarpi og reyndu að skilja undarlega hegðun forset- ans. Þegar hann lauk við að svara fannst þeim eins og Nixon væri að ávarpa þá: „Öll mín ár í opinberri þjónustu hef ég aldrei heft fram- gang réttvísinnar. Og ég tel einnig að ég geti fagnað skoðun af þessu tagi, því fólk á heimtingu á að vita hvort forseti þess er skúrkur eða ekki. Well, ég er ekki skúrkur," sagði Richard Nixon. I8V2 mínútu vantar Buzhardt og Garment vissu, að þeir voru komnir hættulega nærri yfirhylmingunni. 18H mínútu langa gloppan var ekki atriði sem þeir gátu beðið með að vita hvort saksóknarinn myndi spyrja réttu spurninganna um. Þetta var ekki spurning um framlögð sönnunar- göng, heldur eyðiiögð sönnunar- gögn. Lögfræðingarnir voru sann- færðir um að á þessu væri engin sakleysisleg skýring og þeir vildu að þegar i stað yrði vakin athygli saksóknarans á þessari gloppu. Ef .Jaworski ætti að frétta af þessu frá annarri hendi — eftir að Sirica dómari væri iiúinn að fá Nixon kennir lögfrœðingum sínum um „rnistök" í Hvíta húsinu var forsetinn reiður yfir hvernig staðið hafði verið að málinu. Hann talaði tím- unum saman við Woods og (einkavin sinn, Bebe) Rebozo um hvernig allt Watergate-málið, þetta sérstaka atvik og öll þau fyrri, virtist mega rekja til getu- leysis lögfræðinganna. Hann varð Leonard Garment: forsetinn fór fram á allt of mikið. upptökurnar í hendur — þá gæti hann dregið þá ályktun, að lög- fræðingar forsetans hefðu gert samsæri um að fela eyðilegg- inguna fyrir rannsóknaraðilun-. um. Lögfræðingarnir fóru ekki fram á leyfi Nixons til að tilkynna saksóknaranum um ákvörðun sína, þeir einfaldlega skýrðu for- setanum frá fyrirætlun sinni. Þeir hittu Jaworski á skrifstofu hans að morgni miðvikudagsins 21. nóvember. Buzhardt lagði til að Hvíta húsið og saksóknarinn rannsökuðu í sameiningu hver væri ástæða þessarar gloppu. Þeim kom ekki á óvart, þegar Jaworski krafðist að Sirica yrði þegar í stað skýrt frá málavöxt- um. Síðdegis þann sama dag, dag- inn fyrir Þakkargjörðardaginn áttu Buzhardt, Garment og Jaworski leynilegan fund með Sirica dómara. „Herra dómari...." byrjaði Buzhardt. Hann reyndi að dempa höggið. Þegar hann var að hlusta á eina af þeim sjö upptökum, sem fyrir lágu, hafði hann rekist á nýtt vandamál.. „Orðaskil fylgja ekki í um það bil átján mínútur. Orðaskil heyrast ekki í um það bil átján mínútur. Maður heyrir ekki raddirnar." Buzhardt hikaði. „Það virðist ekki, af þvi sem við vitum nú, að um slys hafi verið að ræða.“ „Virðist ekki?“ Sirica skildi hvorki upp né niður. „í versta falli virðist þetta vera mjög alvarlegt, herra dómari. Ef það er til skýring, þá veit ég satt best að segja ekki hvar hún er eins og stendur." Kaflinn, sem vantaði, var úr samtali 20. júní 1972, þremur dögum eftir að mennirnir voru handteknir í Wat- ergate-byggingunni. „Á milli for- setans og hr. Haldemans." „Samtalið snerist um Watergate" „Virðist Haldemen vera að lala við forsetann?" spurði Sirica. „Já.“ „Og síðan er þögn?" „Já. Síðan hefur komið i ljós að þetta er nokkuð verra, herra dómari." „Ég fæ ekki séð að það geti orðið miklu verra." „Bíðið við," skaut Garment inní. „Við höfum fundið minnisblöð Haldemans frá þessuní fundi," sagði Buzhardt. „Það eru tvö minnisblöð.... Þar kepiur fram að samtalið snerist um Watergate." Síðdegis þann dag skýrði Sirica opinberlega frá gloppunni og fyrirskipaði tafarlausa rannsókn, sem átti að fara fram í rétti fyrir opnum tjöldum. Næstu tvær vikur voru fréttir af gloppunni á forsíðum blaða um gervallt land- ið. Buzhardt, Haig, Woods (einka- ritari forsetans), Bull (persónu- legur aðstoðarmaður forsetans), leyniþjónustumenn og aðrir starfsmenn Hvíta hússins voru kvaddir í vitnastúkuna til að gefa sínar skýringar. Woods var stjörnuvitnið. Hún hélt því statt og stöðugt fram að hún hefði af slysni þurrkað út um það bil fimm mínútur — alls ekki meira — af samtalinu á meðan hún talaði í símann. Ljósmyndin, sem Hvíta húsið lét birta til að stað- festa framburð hennar, var grimmdarleg. Þar sást einkaritari Leon Jaworski saksóknari: sann- færður — en skorti sannanir. forsetans í furðulegri stellingu við skrifborð sitt, með aðra hendina á símanum og annan fótinn á fóthemlinum. Framburði vitna bar ekki saman. Þau voru ósammála um dagsetningar, hvort hljóðupp- tökutækin hafi verið reynd, og eins hvenær einstakar upptökur höfðu verið teknar úr geymslu. Sumar spólurnar hafði Woods verið með i læstu skrifborði sínu, aðrar höfðu verið íluttar til Key Einkarétturá íslandi BIABIB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.