Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 92. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						3. ARG. — M.YNUDAGUR 25. APKÍL 1977 — »2. TBL
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322.   AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022.
Mesti fjöltefl-
iskóngur allra
tíma
Tékkneski stórmeistarinn
Vlastimil Hort setti þrjú heims-
met i skák í Valhúsaskóla
á Seltjarnarnesi um helgina.
Frá kl. 9.25 á laugardags-
morgun til kl. 9.45 á sunnudags-
morgun, eða í 24 tíma og 20
mínútur, tefldi stórmeistarinn
við 550 manns — lék samtals
um fimmtán þúsund leiki. Það
er heimsmet.
Kyrra metið átti sænski stór-
meistarinn Gideon Stáhlberg,
sem tefldi við 400 manns í
Buenos Aires 1940. Það fjöltefli
tók 36 klukkustundír.
Hver skák í fjöltefli Horts
tók að meðaltali 2 mínútur og
14 sekúndur. Það er heimsmet í
svo f jölmennu tafli.
t fyrstu lotu fjölteflisins
tefldi Vlastimil Hort við 201
mann. Það er heimsmet, því
enginn hefur áður hafið fjöl-
tefli við fleiri en 179 menn.
Fjórða heimsmetið var
einnig sett — og ólíklegt að því
meti verði hnekkt, 0,25% ís-
lenzku þjóðarinnar tefldi í
þessu fjöltefli Horts. Slíkt hlut-
fall í þátttöku heillar þjöðar í
einu fjöltefli er ævintýralegt.
Sé miðað við höfuðborgar-
svæðið, þaðan sem flestir þátt-
takenda voru, kemur ú'. hlutfall
sem er stórkostlegt. Lætur
nærri að það samsvari milljón
manna fjöltefli í Bandaríkjun-
um, svo dæmi sé tekið til
samanburðar.
Arangur Horts í þessu fjöl-
tefli var góður, eða 92% unnar
skákir, en þó tókst honum ekki
að hnekkja heimsmeti Stáhl-
bergs, sem vann 95% af sínum
skákum fyrir 37 árum.
Það var Skáksamband
Islands og Dagblaðið sem höfðu
veg og vanda af fjölteflinu.
Stálminni og andlegt sem lík-
amlegt atgervi meistarans fór
ekki fram hjá neinum. Strax í
skákinni gegn fyrsta hópnum
sá hann peð á borði hjá ungum
skákmanni. ,,Það er ekki á rétt-
um stað," sagði meistarinn. Og
mikið rétt — minni hans varð
ekki vefengt. Honum var vel
fagnað með húrrahrópum eftir
sigurinn mikla á sunnudags-
morgun og má með sanni kall-
ast mesti fjöltefliskóngur allra
tíma.
-BS
Hann lifi! Húrra! Húrra! Húrra! Húrra! Þannig var Hort fagnað eftir
sigurinn i Valhúsaskóla í gærmorgun. Það er Einar S. Einarsson,
forseti Skáksambands islands, sem útnefnir stórmeistarann og
stjórnar húrrahrópunum.
DB-mynd Bjarnleifur.
„ÞETTA GERIEG
ALDREIAFTUR"
—sagði Hort sæll og ánægður
íviðtaliviðDB
„Þetta geri ég aldrei aftur,"
sagði tékkneski stórmeistarinn
Vlastimil Hort í viðtali við Dag-
blaóið f morgun. „Ég var viss
um að ég gæti þetta. Ég er
líkamlega mjög hraustur. Hins
vegar var óvissan um árangur
og vinningshlutfall alger. Mér
var ljóst, að í því tilliti eru
gerðar miklar kröfur. Ég var
beinlínis skyldugur til að sýna
að ég væri mjög góður. Það er
krafa, sem hvílir án afláts á
okkur, sem leggjum skákina
fyrir okkur," sagði Hort.
„Eg er ennþá mjög þreyttur
og bókstaflega lurkum laminn.
Ég er haltur á báðum fótum og
get ekki ennþá hreyft míg eðli-
lega. Annars eru það engin
vandamál, sem ekki leysast. Ég
er þreyttur en sæll og ánægð-
ur," sagði stórmeistarinn.
Hort sofnaði fljótlega eftir að
hinu   einstæða   f jöltefli   lauk.
Hann svat' draumlausum svefnii
til kl. 6 í gærkvöldi og sofnaði
svo aftur um miðnættið og svaf
til morguns í morgun.
„Dr. Alster hefði liklega
viljað sjá afrek þitt," sagði
f réttamaður DB.
„Eg býst við því," svaraði
Hort, „en mér er.nóg, að tsland
varð vitni að þessu f jöltefli."
BS
c
D
Fréttir og f rásagnir af f jöltef li aldarinnar á bls. 5,8,9 og 21
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32