Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 96. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						3. ARG. — FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1977 — 96. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 27022 (lOlinur).
Óhugnanlegt ástand við Kísiliðjuna:
Þriðja þróin er að því
komin að bresta —
skrifstofan að hrynjja
—menn horfa á sprungurnar myndast
íjörðunni
„Þrærnar eru lífæö Kísilgúr-
verksmiðjunharoggera vinnslu
mögulega á vetrum, þvi dæling
efnis úr Mývatni fer aöeins
fram að sumarlagi. Tvaer, af
þremur þróm eru brostnáí og
svo margsprunginn botn þeirra
að óvíst er hvort nokkru sinni
verður hægt að notá þær. Nú
eru að myndast smásprungur í
veggi þriðju þrðarinnar. Hún
er full af kísilgúr og var eina
efnið sem verksmiðjan átti
óunnið. Dæling í hinar þrærnar
átti að vera hafin, en hún dróst
á langinn vegna veðurs. Fram-
tið Kísilgúrverksmiðjunnar er
því mjög óviss. Útlitið er
vægas't sagt svart."
Þannig sagði Garðar Sverris-
son, verkfræðingur verksmiðj-
unnar frá í samtali í morgun.
Hann lýsti ástandinu áfram:
„Verksmiðjusvæðið allt er
krosssprungið. Skrifstofubygg-
ingin er mjög illa farin. Þetta
hús, á 3. hundrað fermetrar og
einnar hæðar, hafði nýlega
fengið andlitslyftingu fyrir
5—6 milljónir. Nú hefur það
sprungið og gliðnar og eru
sumar sprungurnar orðnar
5—7 sentimetrar. Húsið er allt
orðið skakkt, hurðir skakkar og
gluggar eru að byrja að losna
úr. Gliðnun hússins heldur
áfram. Við mælum þetta af og
til og frá því í gærkvöldi hafa
sprungurnar breikkað um allt
að 2 cm. Þak hússins er steypt
og er það nú allt orðið kross-
sprungið og erum við orðnir
hræddir um plötuna.
Vmsar aðrar byggingar eru á
staðnum, yfirleitt stálgrindar-
hús á steyptum plötum. Plötur
allra húsanna springa jafnt og
þétt. Við höfum enn ekki
kannað undirstöður sjálfra
tækjanna.
Aðalvatnsleiðsla til verk-
smiðjunnar er í sundur á 2
stöðum. Reynt hefur verið að
?era við hana en hún gliðnar
jafnharðan sundur. Síma-
strengurinn fór í sundur á 3
stöðum en viðgerð er lokið á
honum.
Það alvarlegasta er að þetta
allt heldur áfram með jöfnum
hraða og er enga grein hægt að
gera sér fyrir hvar þetta endar.
Við höfum verið að ræsa eina
og eina vél og enn virðast þær
vera óskemmdar, þær sem við
höfum reynt.
Skemmdirnar er ekki hægt
að mæla í tölum en þær fara að
skipta milljörðum. En mesta
tjónið verður samt í því ef verk-
smiðjan stöðvast, því það hefur
ótaldar afíeiðingar hér í sveit
og á Húsavík.
Sérfræðingar eru ýmist
komnir eða að koma til að llta
á hlutina og athuga hvort eitt-
hvað megi við gera."
Þessi hrikalega lýsing helzta
tæknimanns   verksmiðjunnar
þarfnast ekki frekari skýringa.
-ASt.
STORARSPRUNGURINAMA-
SKARÐIOG NAMAFJALU
— Hús í Reykjahlíðarhverfi að eyðileggjast,
annað að skemmast
„Sprungumyndun heldur hér
látlaust áfram," sagði Garðar
Sverrisson     verkfræðingur
Kísiliðjunnar í samtali við DB.
„Núna í morgun eru að mynd-
ast stórar sprungur í Náma-
skarði. Þær ná upp i Náma-
fjall. Þær sjást héðan frá verk-
smiðjunni og sums staðar legg-
ur gufu upp úr þeim. Létt-
steypan heitir fyrirtæki, sem er
hérna skammt frá verksmiðj-
unni. Þar rétt við er t.d. gufu-
strókur upp úr sprungu.
Eitt hús í Reykjahlíðarhverfi
er orðið illa farið. Það
skemmdist líka í síóásta gosi.
Nú er það enn verr farið en
áður. Þar býr Þorsteinn Ólafs-
son,        framkvæmdastjóri
Kísiliðjunnar, en áður bjó þar
Björn Friðfinnsson. Þetta hús
er orðið krosssprungið nú og
tekið aðskekkjast.
Þá eru að myndast sprungur
í símstöðinni. Það er ekki alvar-
legt, ennþá aðallega i tröppum,
sagði Garðar.
Garðar kvað fólk í hverfinu
taka þessu með rósemi.
Einhverjir fðru með börn,
sem urðu hrædd, á aðra staði í
sveitinni. Þá lék allt á
reiðískjálfi hér og uppi í verk-
smiðju voru þetta eins og
sprengingar beint undir fótum
manna, svo nálæg eru upptök
verksmiðjunni.
-ASt.
Þannig krossspringur jörðin um alla Mývatnssveit og er ekkert lát á
gliðnun í jörðinni. Sumar sprungurnar eru stórar, aðrar smáar. Hér
er ein á veginum nálægt Kísiliðjunni. Hún er tekin frá norðri til
suðurs og má greina Hverfjall í baksýn.
— Ljósmynd Erlingur Sigurðarson.
Konurnar eiga senuna—en
karlarnir fá að sprikla í hádeginu
-bls.8
íslendingarí
bjórbænum
Munchen:
Vilja
sterkan
bjór,
-bls.9
„Stemma þarf stigu við hernaðar-
bandalögum, Alþýðubandalaginu
og Varsjárbandalaginu"  - Sjá bls. 8
Amin, Desai og Ram —
þeir eruallirá íslandi!      -bis.5
Maðurinn gegn bákninu
Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason
abls.ll
Um íslenzk deilumál:
Lausnir sem báðir aðilar geta unað
— leiðari á bls. 10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28