Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 — 126. TBL.  RITSTJÓRN SfÐUMULA 12,  AUGLÝSfNGAR ÞVERHOLTI  lir AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2—  AÐALSÍMI 27022
„Samningarnir
á fliúgandi ferð
—og klárast eftir
nokkra daga",
sagði formaður Félags
íslenzkra iðnrekenda
ímorgun
„Ég held, aö samningarnir
fari nú á fljúgandi f erö og þetta
verði kláraö eftir nokkra daga,
eftir það sem nú hefur gerzt,"
sagði Davíð Scheving Thor-
steinsson, formaður Félags Is-
lenzkra iðnrekenda í morgun.
„Þróun málanna allra hefur
orðiö sú." Samningunum
mundi því ljúka í kjölfar sam-
komulagsins á Vestf jörðum.
Vinnuveitendasamhandið
reynir að hindra að vinnuveit
endur á Vestfjörðum skrifi
undir sérsamkomulag við
verkalýðsfélögin þar. Davíð
Scheving sagðist telja óheppi-
legt, að einhverjir brytu sig út
úr og semdu um ákveðin atriði.
Hins vegar mundi ekki skipta
öllu hvort undirskrift á Vest-
fjörðum verður hindruð eða
ekki. Línur hafa verið lagðar og
Davið taldi að með þróun mál-
anna almennt í huga mætti
álykta að samið yrði næstu
sólarhringa.
„Eg álít, að þetta komi
hreyfingu á málin hjá okkur
hér," sagði Björn Jónsson, for-
seti ASÍ, i morgun um sam-
komulagið á Vestf jörðum.
Magnús  L.  Sveinsson,  for-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, tók í sama streng.
„Valdið liggur hjá' hverju
félagi," sagði Björn Jónsson,
„svo að þeim er heimilt að
semja."
Engar breytingar-
Hllögur," segir Karvel
„Ég gerði samninganefnd
ASl gréin fyrir samkomulaginu
í gær og er nú aftur á leið
vestur og hyggst ekki leggja
fram neinar breytingartillögur
við samkomulagið, þótt ég vilji
ekRi tjá mig um viðbrögð ASÍ
við því," sagði Karvel Pálma-
son, sem er einn þeirra
samningamanna Alþýðusam-
bands Vestfjarða sem aðfara-
nótt mánudags sl. náði sam-
komulagi við vinnuveitendur
þar. Kom hann til Reykjavíkur
i gær til að gera samninganef nd
ASl grein fyrir samkomulag-
inu.
Samningstíminn á Vest-
fjörðum er til 31. des. 1978 og á
kaupið að hækka um 30 þús. kr.
á þeim tíma. 16 þús. strax, 5
þús. 1. jan., 5 þús. 1. júlí og 4
þús. 1. sept.
Ekki var skrifað undir þetta
samkomulag á fundinum seir
samkomulagið tókst á, ASV
vildi fyrst kalla sarhan for-
mannafund til að ræða það I
stærri hóp. Sá fundur. átti að.
vera nú. fyrir hádegi. Er búizt
við jákvæðum undirtektum for
tnannanna.
Er þau ummæli Péturs
Sigurðssonar, forséta ASV,
þess efnis að tortryggni og
öfund milli félaga mætti ekki
hafa áhrif á gang samninga
voru borin undir Karvel sagði
hann ekki fjarri lagi að slíkt
gæti skeð í vissum tilvikum.
HH/GS
Þáer
það mat-
arhléið...
Það er oft spenningur í loftinu á
mannmörgum vinnustöðum þegar
farið er í matarhlé. Stofnað er til
frekari kynna — það styttir hinn
oft langa vinnudag, þegar ekki er
yfirvinnubann. Sumir nota matar-
hléið til þess að sóla sig — en
aðrir til þess að bæta á sig auka-
kílóum. Höfuðborgarbúar geta>
ekki gert annað við matarhléin
sín þessa dagana en að bæta á sig
aukakilóunum — þvi sólin er hul-
in bak við skýjaþykkni. Sam-
kvæmt upplýsingum veðurfræð-
ings er ekki útlit fyrir breytingar
á veðrinu sunnan- og vestanlands
næstu tvo daga, það verður súld
með köflum. En þeir sem búa á
Norður- og Austurlandi geta
notað sólina því þar er hún og ber
með sér hlýju og yl.       A.Bj.
DB-mynd Ragnar Th.
SOprósent
aflansókyn-
þroska þorskur
Sjá kjallaragrein
ábls. 10-11
•*&?®m&
AFGREIÐSLUBANN A HAFN-
IR 0G TOLLVÖRUGEYMSL-
UNA - STÖÐVUN FLUGS
Afgreiðslubann á hafnir í
Reykjavik, bann á afgreiðslu ur
tollvörugeymslunni og stöðvun
alls innanlands- og millilanda-
flugs. Þessar aðgerðir eiga að
taka við af allsherjarverkfall-
inu næstkomandi þriðjudag, 21.
júní, og halda áfram um
óákveðinn tíma.
Dagsbrun, Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur og verkalýðs-
félagið í Keflavík munu standa
að þessum aðgerðum, þannig að
verkfall verður gert á þessum
sviðum, en aðrir félagsmenn
vinna. Dagsbrún gengst þannig
fyrir stöðvun í höfnunum á far-
skip og olíuskip en fiskiskip
verða undanþegin.
Dagsbrún getur stöðvað
flugið með verkfalli hlaðmanna
en     Verzlunarmannafélagið
mun  einnig  fara  í  verkfall
gagnvart fluginu. Félagið í
Keflavík mun stöðva milli-
landaflugið
Fundir verða um nánara
fyrirkomulag þessara mála í
viðkomandi félögum í dag.
Ekkert gekk á samninga-
fundum í gær. ASÍ-menn komu
saman í morgun til að ræða um
afstöðu í samningaviðræðun-
um.
HH
EBE GREIÐIISLENDINGUM
SKAÐABÆTUR FYRIR BRETA
„Þar sem efnahagsvandi
íslendinga í dag er fyrst og fremst
afleiðing af hernaðarofbeldi
Efnahagsbandalagsþjóðarinnar
Breta, ber Efnahagsbandalaginu
að bæta það tjón sem það hefur
orsakað og gera Islendingum
mögulegt án gífurlegra fjárhags-
fórna að stöðva veiðar sínar og
byggja fiskistofnana upp á sem
skemmstum tíma." Svo segir í
bréfi frá „Samstarfsnefndinni til
verndar landhelginni" til sendi-
manna Efnahagsbandalagsins
sem hingað komu.
„Aðeins siðan 1972 hafa brezkir
togarar tekið hér í skjóli
hernaðarofbeldis um hálfa mill-
jón tonna af þorskfiskum. Þetta
er einmitt það magn. og árlegur
framleiðsluafrakstur þess sem nú
vantar í þorskstofninn við lsiand.
Því hrekur brezka skilningsleysið
á efnahagsstöðu íslands á undan-
f.örnum áratugum og margendur-
tekið hernaðarofbeldi stóran
hluta íslenzkra Iaunþega út í at-
vinnumissi á seinni hluta þessa
árs og alvarlegan tekjumissi
þjóðarbúsins og skerðingu kaup-
máttar allra launþega," segir í
bréfinu.
„Forsvarsmenn launþegasam-
takanna átelja harðlega þá hótun
sem felst i því að senda til
tslands. á sama tíma og rætt skal
um fiskveiðimál. sendinefnd til
viðræðna um tollasamning
tslands og Efnahagsbandalags-
ins," segir þar. Að samstarfs-
nefndinni standa launþegasara-
tök og félag áhugamanna.   HH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24