Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						3. ARG. — FIMMTUDAGUR 16.JUNÍ 1977 —127. TBL. RITSTJÓRN  SÍÐUMÚLA  12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI  11," AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 —  AÐALSÍMI 27Ó22"
ft
Beztu samníngar
sem ég minnist"
— íprósentum
og upphæðum,
segir
Jónsson
— „Alltof hátt'% segja vinnuveif endur
„I prósentum og upphæðum
eru þetta beztu samningar, sem
ég minnist," sagði Björn Jóns-
son, forseti ASI, í morgun um
samkomulagiö um kauphækk-
unina í gær. „En kauplagið hjá
hinum lægst launuðu er þó
ekkert til að státa af í saman-
burði við okkar nágrannaþjóð-
ir."
„Auðvitað er þetta alltof
hátt. Við sköpum ekki kaup-
mátt með því að skrifa undir
háar kröfur," sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, í morgun. „Kaupið mun
tvöfaldast á einu og hálfu ári
með tilstilli verðbólgunnar og
allir hugsandi menn sjá hvað
það þýðir."
„Eftir atvikum erum við
fegnir að vera búnir að ljúka
þessum áfanga en því miður er
hann dálítið varhugaverður,"
sagði Olafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, í morgun. „Þetta
er mjög hátt og við erum
hræddir við verðbólguáhrifin."
„Ég álít að tæknilega væri
hægt að skrifa undir nú um
helgina," sagði Björn Jónsson .
„Þó eru stór atriði eftir,
einkum að fá á borðið vilyrði
fyrir ráðstöfunum ríkisins sem
um hefur verið rætt. Allt, sem
gert hefur verið er bundið því
skilyrði að þau vilyrði fáist og
önnur atriði samninganna verði
leyst."
„Það er fyrst og fremst eftir
töluverð vinna um húsnæðis-
málin," sagði Björn um „pakk-
ann" frá ríkisstjórninni
„Þá er eftir að ganga frá
veikinda- og slysatryggingum,
og sérkröfum allmargra hópa,
svo sem málmiðnaðarmanna,
rafiðnaðarmanna   og   bóka-
gerðarmanna, svo og nokkurra
einstakra félaga."
„Það er því talsvert mikil
vinna eftir," sagði Björn.
Ölafur Jónsson lagði áherzlu
á að enn væri ekki búið að
ganga frá nema hluta af
samningunum.
Landssamband verzlunar-
manna ákvað á fundi strax eftir
að samið hafði verið um kaup-
liðina, að fresta verkfallinu,
sem átti að vera í dag, til mánu-
dags. Öðrum verkföllum hefur
enn ekki verið frestað og fer
um þau eftir þvf hvernig miðar
næstu daga.
Samningamenn voru á fundi
samtals í i rúmar 30 stundir.
„Hvað er blessuð klukkan?" f 30 tfma samningalotu voru menn
gær matarlitlir og kaffiþurfandi. Von var að Þórir Daníeisson,
áfangi var að nást að samkomulag var orðið um kauphækkunina.
maður, einn forvígismanna sérsamkomulagsins á Vestfjörðum og
sambandsins. — Ljósm. Sv.Þ.
orðnir býsna svefnþurfi auk bess sem samningamenn voru iengi i
Verkamannasambandinu, liti á klukkuna þegar sá st'órmerki
Með Þóri á myndinni eru meðal annars Karvei Pálmasbn álþingis-
Iengst til bægri Karl Steinar Guðnason, varaf ormaður Verkamanna-
Engin húrrahróp með krónutbluna
— f ólk veit ekki enn hvað hún þýðir
Það voru engin húrrahróp,
sem gullu við er DB ræddi við
nokkra verkamenn í morgun
vegna samkomulagsins um
krónutöluhækkunina um 32
þúsund á 18 mánuðum og
virtist fólk vera jafn nær við
þau tíðindi. Hér fara á eftir
svör nokkurra er þeir voru
spurðir álits á samningunum:
Þórlindur Magnússon, verka-
maður við höfnina: „Krónu-
talan er ekki aðalatriðið, heldur
hvað fæst fyrir kaupið. Ég er
aú sjötugur og sem dæmi um
markleysi krónutölu, þá keypti
ég mér sjö tonna bát, þegar ég
var 21 árs fyrir minni pening
en  harðfiskkílóið  kostar  nú.
Það þýðir ekki að tala um 30%
hækkun nú þegar smjórlíkið
hækkar um leið um 54%."
Magnús Jónsson á véla-
verkstæði BÚR: „Maður getur
ekki gert sér grein fyrir hvað
þetta þýðir, þetta samkomulag
hefur ekki verið nægilega skýrt
enn og sjálf krónutalan segir
ekkert. Eitt er þó jákvætt, en
það er samningstíminn, sem er
þannig að næst verða samning-
ar lausir í desember en ekki á
dauðum tíma eins og nú.
Lára  Ingvarsdóttir  hjá BUR:
„Eg fylgist ekki mikið með
gangi samninganna en mér
heyrist lítil hrifning hér með
þá enn. Þó held ég að þessi
hækkun skipti litlu máli, það
hækkar örugglega aLlL*^i
staðinn".             -G.S. ••
Samkomulag náðist um kaup-
hækkunina um sjö leytið í gær-
kvöldi. Vegna verkfalls á
hótelum og öðrum veitingastöð-
um voru samningamennirnir á
Hótel Loftleiðum nær matar- og
kaffilausir í gær fram undír
klukkan fjögur, þegar þeir
fengu mat frá eldhúsi rfkis-
spftalanna.
HH
18
þúsund
strax
—32þúsundá
hálfuöðruári
Samkomulagið um kaupið
gengur út á að öll laun
hækki jafnt, um 18 þúsund
krónur strax við gerð
samningsins.
Síðan verði fimm þúsund
króna hækkun 1. desember.
Fimm þúsund krónu
hækkun verði 1. júní á
næsta ári.
Loks verði fjögur þúsund
króna hækkun 1. september
á næsta ári.
Alls. hækka því mánaðar-
launin um þrjátíu og tvö
þúsund krónur á þessu um
það bil hálf u öðru ári.
Samið verði til 1.
desember 1978.
Umræðugrundvöllur
sáttanefndar hafði gert ráð
fyrir 15.000 króna hækkun
frá 1. maí síðastliðnum og
6000 til viðbótar 1. janúar á
næsta ári og samningstíma
til 1. nóvember 1978.    HH;
Tólfára hjólreiéa-
maðurfyrir
bíl á Hringbraut
Tólf ára gamall drengur á
reiðhjóli varð fyrir bfl um miðjan
dag í gær á Hringbraut, á móts við
Meistaravelli. Pilturinn hjólaði í
vestur og beygði siðan yfir Hring-L
brautina til suðurs. Bíllinn ók
eftir Hringbraut til austurs og
lenti hjólareiðamaðurinn framan
á bifreiðinni og síðan uppi á
vélarhúsinu. Brotnaði hann a.
hægra fæti og vinstri olnboga.auk
þess fékk hann höfuðhögg.
Samkvæmt upplýsingum slysa-
rannsóknardeildar lögreglunnar
missti pilturinn ekki meðvitund.
Var hann á gjörgæzludeild
Borgarspítalans í nótt undir eftir-
liti en fer í aðgerð í dag vegna
beinbrotanna.           A.Bj.
>
<%^
-<•"
^ «>>
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28