Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						3. ÁRG. — ÞRIÐJUD.YGUR28JÚNÍ 1977 — 135. TBL. ÍUTSTJÓRN SÍÐUMÚLA  12, AJJGLÝSINGAR ÞVERHOLTI  11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2—  AÐALSlMI 2702Z

{ Réttarhöld íGeirfinnsmálinuá lokastigi:   J-------------
RAUÐHÓLAR EKKI
RÉni STAÐURINN
Við réttarhöld í Geirfinns-
málinu að undanförnu hefur
komið fram fullyrðing eins
ákærða í málinu þess efnis að
lík Geirfinns Einarssonar hafi
aldrei verið flutt í Rauðhóla,
eins og fram var haldið, heldur
dysjað á sorphaugum Hafnar-
fjarðar. Hefur einnig komið
fram að þar muni jafnvel vera
lík Guðmundar Einarssonar,
sem nokkrir sömu menn eru
ákærðir fyrir að hafa banað.
Samkvæmt fyrrgreindri full-
yrðingu var lík Geirfinns
Einarssonar ekki flutt til
Reykjavíkur, eftir hina ægilegu
atburði í Dráttarbraut Kefla-
víkur að kvöldi 19. nóvember
1974, heldur beint á sorphaug-
ana í Hafnarfirðv
Rétt er að hafa í huga í þessu
sambandi að margsinnis áður
hafa hinir ákærðu í málinu
bent á nýja staði þar sem lík
eiga að vera falin. Skipuleg leit
að líki Geirfinns hefur ekki
farið fram nýlega.
Réttarhöld í Geirfinnsmálinu
hafa staðið látlaust yfir undan-
farnar vikur frá morgni til
kvölds fyrir lukium dyrum
sakadóms. Sér'nú fyrir endann
á þeim. Máflutningur fer fram í
haust.
Þrír menn sitja í gæzluvarð-
haldi — sem nýlega var fram-
— segir
einn
gæzlu-
fanganna
lengt um 150 daga — ákærðir
fyrir að vera valdir að hvarfi
Geirfinns Einarssonar. Sævar
Marinó Ciesielski og Guðjón
Skarphéðinsson eru í gæzlu-
varðhaldi í Síðumúlafangelsinu
en Kristján Viðar Viðarsson
hefur undanfarið verið í
„opinni gæzlu" á Litla-Hrauni.
OV
Heiti lækurinn lagf ærður
Borgaryfirvöld hafa brugðið
hart og skjótt við óskum
borgarbúa að notfæra varma
lækinn i Nauthólsvík, Volgu. í
gær var allnokkuð lið mætt á
staðinn til að hefja fram-
kvæmdir við að lagfæra barma
læksins, en vegurinn við læk-
inn hefur verið færður, þannig
að bílaumferð á ekki lengur að
verða þarna til ama fyrir bað-
gesti. Trúlegá verður þarna
líka einhver varzla síðar svo og
búningsklefar. — DB-mynd
Sveinn Þormóðsson.
Löggæzlumálin
áSeyðisfirði:
Ráðuneytið
lofarað
ástandiðbatní
-bls.4
Hlutiafágóða
ÁTVRí
kennslustyrki
til íþrótta-
félaganna?
— Sjá kjallaragrein
ábls. 10-11
Skaðabótakröf ur íGeirfinnsmálinu;
Kröfurnar eru íallt nær 300 milljón krónur
Lögmenn fjórmenninganna,
sem í fyrra sátu í 90 og 105 daga
gæzluvarðhaldi að ósekju
vegna Geirfinnsmálsins, munu
á morgun senda fjármálaráðu-
neytinu skaða- og miskabóta-
kröfur umbjóðenda sinna.
Nema samanlagðar kröfur
manhanna fjögurra allt að þrjú
hundruð milljón krónum.
„Nú reynir á hvort yfirvöld
fjármála og dómsmála vilja
bæta þessum mönnum og fjöl-
skyldum þeirra þjáningar
þeirra að einhverju leyti, eða
hvort ætlunin er að láta menn
ganga i gegnum sama „tortúr"
á nýjan lcik með málshöfðun-
um," sagði einn lögmannanna.
Ingvar Björnsson, í samtali við
fréttamann blaðsins í gær-
kvöld.
Kröfur     hvers     fjór-
menninganna um sig eru á
bilinu 60-80 milljónir. Gerð
verður krafa um bætur fyrir
vinnutap og fjárhagslegan
skaða, miskabætur fyrir and-
legar og líkamlegar þjáningar
meðan á gæzluvarðhaldi stóð og
eftir að því lauk, mannorðs-
skerðingu, röskun á stöðu og
högum og fleiri atriði. Vega
þessi atriði misjafnlega i út-
reikningum fyrir hvern og einn'
mannanna fjögurra.
Lögmennirnir hafa kosið að
koma kröfum sínum á framfæri
nú til að gæta fyrningarákvæða
í lögum um meðferð opinberra
mála. Hafa þeir i samtölum við
fréttamann DB vísað til 18.
kafla, 157. greinar laganna, þar
sem segir: „Bótakrafa fyrnist á
6 mánuðum frá vitneskju aðila
um ákvörðun um niðurfall
rannsóknar eða ákæru eða upp-
kvaðningu sýknudóms eða frá
þyí, er aðili var látinn laus úr
refsivist."
Fjórmenningarnir — Einar
G. Bollason, Magnús Leópolds-
son, Sigurbjörn Eiríksson og
Valdimar Ölsen — hafa ti'
þessa enga formlega til-
kynningu fengið um að þeir séu
lausir undan öllum grun í
málinu. Þvi var hins vegar lýst
yfir á blaðamannafundi í
sakadómi Reykjavíkur 2.
febrúar sl., að svo væri. Hafa
lögmenn     fjórmenninganna
leitað eftir formlegum til-
kynningum þar að lútandi en
ekki fengið. Hafa þeir einnig
leitað eftir gögnum málsins,
verið sagt að ekkert væri því til
fyrirstöðu, en heldur ekki
fengið þau.
Af     hálfu     dómsmála-
ráðuneytisins hefur þyi verjð
lýst yfir að „fjarskalega
ósennilegt" sé að samið verði
um bætur i málinu. 1 DB 19.
febrúar sl. var haft eftir Baldri
Möller, ráðune.vtisstjóra i
dómsmálaráðuneytinu      að
stefna fjármálaráðuneytisins
væri sú að semja ekki um meir-
háttar bætur, heldur væri betra
að láta dómstóla skera úr um
þær.
I ákæru ríkissaksóknara á
hendur banamönnum Geir
finns Einarssonar segir í III.
hluta: „Dæma skal um fjár-
kröfur. sem uppi kunna að vera
hafðar í málinu..."
Má telja að rikisvaldið hafi
þar með ákveðið hvernig
bregðast eigi við skaða- og
miskabótakröfum       þeirra
manna. er saklausir sátu i
gæzluvarðhaldi vegna inein-.
særis ákærðu í Geirfinnsmál-
inu.
-ÓV.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24