Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 — 257. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022.. SSSr Keppir víð Eimskip til landsins: um VL-flutningana Bílaflutningaskipið Bifröst kom í fyrsta skipti til íslenzkrar hafnar i Njarðvíkurhöfn í gær. Ekki var skipið með farm erlendis frá en héðan fer skipið til Norfolk í Bandaríkjunum með stykkjagóss. Þar lestar skipið fyrsta farm sinn með bíla frá Bandaríkjunum til íslands. Auk þess eru nú kannaðir möguleikar á samningum við varnarliðið um flutninga fyrir það. Ms. Bifröst er sérstaklega gert fyrir flutninga á bílum á þrem þilförum í lest. Getur það flutt allt að 300 bílum en mælist 375 brúttólestir að stærð. Kaupverð skipsins var 340 milljónir íslenzkra króna. Skipstjóri á Bifröst er Valdi- mar Björnsson, sem lengst af hefur verið stýrimaður og skip- stjóri hjá Eimskipafélagi Islands. Eigendur skipsins eru 112 aðilar, innflytjendur og umboðsmenn bifreiðafram- leiðenda og íslenzkir fiskút- flytjendur. I stjórn Skipa- félagsins Bifrastar eru: Þórir Jónsson, Ford. Sigurður Njáls- son, Jón Guðmundsson, Ragnar Ragnarsson, Skoda, Asgeir Gunnarsson Volvo, Geir Þor- steinsson, Ræsir, Ingimundur Sigfússon, Hekla, og Bjarni Magnússon, Islenzkur út- flutningur (fiskur). 1. stýrim. á ms. Bifröst er Jón Ævar Þorgeirsson, og 1. vél- stjóri Sigurjón Þórðarson. Aðdragandi kaupanna á ms. Bifröst var m.a. tilraun bílainn- flytjenda til að fá lækkaða fragt á bifreiðaflutningi erlendis frá, einkum hjá Eimskipafélagi Islands. Þegar talið var að ekki fengjust þeir samningar, sem bílaumboðin sættu sig við var horfið að því ráði að þeir keyptu eigið skip í samvinnu við nokkra fiskútflytjendur. Ms. Bifröst var afhent hinum nýju eigendum í Marseille í Frakklandi í aprílmánuði sl. Síðan hefur það verið í leigu hjá erlendum aðilum og nú undanfarna 2 mánuði hjá skozkum útgerðaraðilum. Unnið er að gerð aðstöðu fyrir afskipun bíla í flafnar- firði þar sem hægt verður að aka þeim á land úr skipinu. Standa vonir til þess, að þessi aðstaða verði fyrir hendi þegar um næstu áramót. I Njarð- vikurhöfn er skipið lestað með lyfturum, sem að mestu leyti er hægt að aka um borð. Til þess að fá fulla nýtingu á skipinu er þegar farið að kanna möguleika á samningum um flutninga fyrir varnarliáið á tslandi. Meginflutningar til þess eru frá birgðastöð banda- riska flotans í Norfolk. Þessa flutninga hefur Eimskipafélag tslands haft með höndum að langmestu leyti til þessa. Um flutninga fyrir Banda- ríska herinn er oft samið eftir útboðum, sem öllum er heimilt að gera tilboð í. Enginn vafi leikur á því, að með tilkomu ms. Bifrastar og umleitana eigenda um flutninga fyrir varnarliðið, er í uppsiglingu farmgjaldastrið við Eimskipa- félagið á þeim vettvangi. BS Hvaða skoðanir hafa f rambjóðendur? HARÐLOKAÐ ÞINGLIÐ Sjálfstæðismenn ganga að kjör- borði í Reykjavík um helgina, eins og flestum ætti að vera kunnugt. Dagblaðið kannaði afstöðu 43 frambjóðenda í próf- kjöri sjálfstæðismanna. Svör fengust um flest mál — í flestum tilfellum. Þinglið flokksins skilaði aftur á móti sama svarinu: VIL EKKI SVARA Sjá bls. 8. Rætist spá völvunnar? Landris komið langt yf ir venjuleg mörk Landris við Kröflu er nú orðið töluvert meira en það var í byrjun þessa mánaðar er kvikuhlaupið varð og ekki er langt i að það verði svipað því er það varð í september þá er tók að puðra. Telja visindamenn þetta illskiljanlegt fyrirbæri, en til þess er að taka, að jarðskjálftar eru óverulegir, t.d. höfðu ekki mælzt nema þrír óverulegir skjálftar frá því kl. sjö í gær- kvöldi, er DB hafði samband við skjálftavaktina í Mývatns- sveit í morgun. Sögðu menn þar að þeir hefðu andvara á sér, en á það er að minna að völva spáði því í sjónvarpi fyrir nokkrum mánuðum að gos yrði við Kröflu á morgun, 19. nóvember. HP Bíræfnir hjólbarðaþjófar: Fannst hjólbarða og felgulaus Hér sjáum við þrjá laganna verði við Cortina bíl sem fannst SA . við hitaveitugeymana á Öskjuhlíð um miðjan dag í gær. Bíllinn var eftirlýstur því honum hafði verið stolið þar sem hann stóð við Tónabíó í fyrrakvöld. Þegar hann fannst 'var hann óskemmdur — en undan honum voru horfin allir I hjólbarðar ásamt felgum. Snyrtilega var frá hjólkoppum og felguróm gengið undir bílnum. Þrátt fyrir þetta lögreglulið á staðnum var hvergi staf um atburðinn að finna í bókum lögreglunnar i morgun en bílfundurinn er nú staðreynd samt. ASt/DB-mynd Sveinn Þorm. Það er vénjulega hringrásin SNJÓR - Fyrsti alvörusnjór vetrarins iagðist yfir höfuðborgina í gær- dag. Víðast hvar á landinu hafa menn kynnzt snjónum fyrr i vetur. En ekki stóð hann lengur við snjórinn nú en oft áður. Strax í gærkvöldi var farið að SLYDDA rigna. Síðan tók við fasta hring- rásin á málum. Það frysti i nótt, og í morgun var víða glerhált, ekki kemur þetta hvað sízt niður á fótgangandi fólki. Um það er minna hugsað en bíla- fólkið. Beinbrot verða þvi - FROST væntanlega nokkur, ef að líkur.i lætur. Þessi höfðinglegi maður var á ferðinni í snjónum í gærdag á Laugavegi, þegar Bjarnleifur smellti þessari ágætu mynd af honum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.