Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1
t t t t i i t t t t i t t i i i i i i i i i t 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977 — 268. TBL. RirSTJÖR,N SIÐVMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞyERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022. Gff urlegar náttúruhamfarir í Gautaborg: 40 hús sokkin í leðjuna —4 lík fundin, 10-20 taldir af, 80 manns á sjúkrahúsi — sjá bls. 8 Frá Ragnari Th. Sigurðssyni í Gautaborg Gífurlegar náttúruhamfarir urðu í Gautaborg í Svíþjóð síðdeg- is f. gær. Framburður árinnar Götaalven hefur grafið undan heilu einbýlis- og raðhúsahverfi i úthverfinu Tuve á Hissingen. Fjörutíu hús hafa horfið í leðju og vatn. Fjögur lík hafa þegar fundizt — tvær konur og tvö börn — og er á milli tíu og tuttugu saknað. Þeir eru allir taldir af. Nær áttatíu manns liggja á sjúkrahúsum í Gautaborg. Um eins ferkílómetra svæði er sokkið 20—50 metra niður. Ein- stök hús hafa runnið allt að fimm- tíu fnetra til í eðjunni. Rafmagn er farið af og vatnsleiðslur allar úr sambandi. Meðal sjónarvotta að upphafi þessara miklu hamfara voru hjón með börn sín, sem óku eftir götu er liggur að hverfinu um fjögur- leytið í gær. Þegar hús tóku að skjálfa og gatan að rifna stigu þau út úr bilnum — og sáu hann nokkrum andartökum siðar hverfa niður í eðjuna að baki sér. Björgunarstarfið í Gautaborg er miklum erfiðleikum bundið. Þar er nú 2—3 stiga frost og kalt f veðri. - OV/RThS. Gautaborg. SJÁ NÁNAR Á BLS. 8—9 Tuve á Hissingen í nótt, þar sem um 40 hús eru horfin í eðjuna. NTB-símamyndir. Almennilegir þjóðvegir: 200 kflómetrar á ári án nýrra álagna áalmenning — sjá bis. 7 JULLI UOLA MUS í dag kynnum við nýja söguhetju hér i blaðinu. Það er Júlli jólami Hann er sérstaklega ætiaður börnunum. en það sakar ekki fyi fullorðna að gefa honum auga. þvi hann kveikir í hugum manna liii barnslegu sienininingu sem skapast i tilhlökkun jólamánaðarins. Jú jólamús hleypur undir bagga með jólasveininum. sem sofnar út f tilhúningi jólagjafanna. Og Júlli jólamús ætlar að hlaupa undir bag með okkur og telja dagana til jöla. Gjörið þið svo vel. Júlli jólamús á blaðsíðu 2. i t (

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.