Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAt 1978.
15
meðan þeir hafa
eitthvaö að segja
„Punk og New Wave eru bara
hugtök, sem blaðamenn hafa fundið
upp. Fyrir mér hafa þau enga
merkingu — við erum ekkert „new
wave" frekar en hvað annað.
Stranglers eru bara rokkhljómsveit,
það er alit og sumt."
Þetta hafði Jet Black trommuleikari
Stranglers að segja, er Dagblaðið
ræddi við hann um new wave- eða
nýbylgjuhljómsveitina Stranglers i
gærkvöld. Samtalið fór fram á blaða-
mannafundi i Hljóðrita í Hafnarfirði
undir dálitið sérstökum kringumstæð-
um. Alls staðar umhverfis voru enskir
fréttamenn, sem mættu gagngert til að
fylgjast með því hvernig islenzkir
blaðamenn ynnu. Og það var ekki
laust við að sumir væru hissa' á
svipinn, þegar þeir fylgdust með
vinnubrögðunum.
Þrír af meðlimum Stranglers voru
viðstaddir fundinn. Sá fjórði, Dave
Greenfield, svaf í herbergi sinu á
Hótel Loftleiðum. Hann hafði víst
fengið sér einum drykk of mikið á
ieiðinni til landsins. Félagarnir þrír
voru misjafnlega viðræðugóðir. Hugh
Cornwell gítarleikara leizt ekki meira
en svo á samkunduna, svo að hann
náði sér i dagblað og fór að lesa. Sömu
sögu var að segja um Jean-Jacques
Burnel. Hann hvarf góða stund og tók
salatskál með sér í nesti. Jet Black var
öllu viðræðubetri og spurði blaða-
menn margs um land og þjóð, milli
þess sem hann var spurður út úr. —
Við ræddum fyrst dálítið um hljóm-
leikaferðalög Stranglers við hann.
Nauðsyn að halda
sambandi við
fólkið
„Við  ferðumst  mjög  mikið  og
ætlum að halda því áfram í fram-
tíðinni," sagði Jet. „Það er rétt að við
gerum mikið að því að leika á litlum
stöðum, en við bregðum okkur einnig i
stærri husin inn á milli. Það er
nauðsynlegt fyrír okkur að hafa
samband við almenning og það gerum
við með þvi að heimsækja litiu
staðina. Við viljum ekki missa sam-
band við fólkið, eins og allir hafa gert
á undanokkur.
,„Nei, við erum ekki ríkir, þrátt
fyrir  að við leikum á  hundruðum
hljómleika á   hverju ári. Kannski
eigum við eftir að eignast  peninga
seinna."
Við seljum
engar plötur...
Jet var því næst spurður um
nýjustu plötu Stranglers, Black and
White, sem kynnt verður í Hvera-
dölum í dag.
„Hún er dálítið ólík fyrri plötunum
okkar — þyngri tónlist, svona
skynvillutónlist (psycadelic). Ég veit
ekkert um, hvort platan á eftir að
seljast jafn vel og fyrri plöturnar. Við
seljum engar plötur — United Artists
sjá um það."
Aftur færðist talið að nýbylgjutón-
listinni. Jet Black sagðist ekki vera
hissa á því að breytingar hafi orðið á
enska músíkmarkaðinum upp á
síðkastið.
„Það var svo komið að varla var
hlustandi á tónlist lengur. Allir voru
að hjakka i sama farinu, engar fram-
farir, ekkert nýtt. Ég hef gaman af
mörgum   þessum   nýbylgjuhijóm-
Jet Black: Það voru blaðamenn sem fundu upp hugtökin punk og new wave.
DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson.
Dave Greenfield hafði konu sina með sér til íslands. Hann hvildi sig á hótel-
herbergi sinu meðan blaðamannafundurinn fór fram í Hljóðrita.
Jean-Jacques borðaði mikið af salati i Hljóðrita I
sinum Hugh Cornwell dálitið með sér.
gærkvöldi, en gaf þó vini
sveitum, sem þú kýst að kalla svo. Ég
veit svo sem ekki hvort margar þeirra
eigi eftir að verða langlífar. Stranglers?
Jú, við eigum eftir að lifa eitthvað
lengur, því að enn höfum viö eitthvað
að segja. Spurðu mig ekki hversu lengi
það verður."
Nú   birtist  blaðamaður   New
Musical Express, gufulegur náungi,
sem dró býl'urnar á eftir sér. Hann
sagði eitthvað við Hugh Cornwell,
sem lagði snarlega frá sér blaðið, sem
hann hafði verið að lesa.
„Segðu okkur bara hvert þú vilt
fara," sagði hann. „Við skulum borga
fyrir þig fargjaldið, þó að þú ætlir alla
leið til Mars. Komdu þér bara í burtu
eins og skot!"
Nokkur frekari orðaskipti fóru þeim
tveimur á milli, en Hugh hamraði
sifellt á þvi að náunginn skyldi koma
sér í burtu, hvað sem það kostaði. Að
lokum lufsaðist blaðamaðurinn í
burtu. Jet Black fylgdist með atvikinu
ánþess aðhafastað.
„Þessi gaur hefur gert sér far um
að rangsnúa öllu sem við gerum og
draga fram það, sem hann finnur á
móti okkur," sagði hann. „Það hlýtur
að vera allt í lagi að vera and-
styggilegur við þá sem leggja sig í
líma við að vera  andstyggilegur við
þig-"
Atvikið með blaðamanninn gleymd-
ist fljótt, og samræðurnar héldu
áfram. Jet fannst ákaflega skrýtið að
vínbarnir á islandi væru ekki opnir á
miðvikudögum. „Guð gaf okkur sjö
daga, svo að hvers vegna ættum við
ekki að fá að drekka á þeim ölluni,"
sagði hann og hló við.
Ekki minnkaði undrun hans, þegar
honum var tjáð að íslenzka sjónvarpið
sendi ekki út á fimmtudögum. Þegar
einhver bætti þvi við að dagskráiin
væri venjulega ekki lengri en fjórar
klukkustundir á hverju kvöldi, sprakk
hann af hlátri.
„Til hvers eruð þið eiginlega að
reka sjónvarpsstöð," stundi hann upp
milli hláturskviðanna.
Þola illa
blaðamenn
Uti á Keflavíkurflugvelli, er
Stranglers komu til landsins í gær,
kvisaðist sá orðrómur, að þeir þyldu
blaðamenn sizt allra manna. Jet Black
var inntur eftir þessu.
„Hmm. Oftast spyrja þeir asna-
legra spurninga sem ekkert vit er í.
Þeir sem spyrja eins og fálkar sækjast
eftir heimskulegum svörum. Nei, nei.
Þið eru ágætir greyin min, — ennþá.
— Við fáum yfirleitt þolanleg skrif
um okkur, en þó misjöfn. Sumir
virðast alltaf vera að sækjast eftir
einhverju, sem skiptir ekki máli."
'¦ Jean-Jacques Burnel var nú kominn
inn aftur, með tóman salatdisk. Hann
náði sér þegar í annan og gaf Hugli
Cornwell vini sinum að bragða á líka.
Ekki virtist nokkur leið að fá orð af
viti út úr þeim.
Brátt kom að því, að menn töldu
sig hafa dvalið nógu lengi I Hljóðrita.
Jet Black barmaði sér sáran yfir þvi
hversu svangur hann væri orðinn.
Ég hef ekki fengið ætan bita, síðan
ég borðaðið í flugvélinni," sagði hann.
„Þið megið þó hafa það eftir mér að ég
hef  aldrei fengið betri mat hjá
nokkru flugfélagi en hjá Flugleiðum."
— Síðan kvoddu þeir og fóru.
í gærkvöld var  efnt  til sérstaks
dansleiks  i  Klúbbnum  vegna
hingaðkomu  Stranglers,  þar  sem
hljómsveitin Tivolí skemmti. Nokkurt
slangur  var  þar  af  erlendum
blaðamönnum og sömuleiðis yoru þar
nokkrir  menn úr  starfsliði United
Artists   og   Albion umboðsskrif-
stofunni.
Meðlimir Stranglers höfðu þar
hinsvegar stutta viðdvöl —rétt ráku
nefið inn og voru siðan roknir. Fjöldi
fólks — aðallega stúlkur — var saman
kominn í Klúbbnum til að berja
kappana . augum, en sá bardagi var
af skiljanlegum ástæðum ákaflega
stuttur.
¦ÁT.-
ÁSGEIR
TÓMASSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24