Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG.— ÞRIÐJUDAGUR 25. JÍILÍ 1978— 159.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11. — AÐALSÍMI 27022. G ræ nmetisma rkað ur opnaðurá Torginu? — forstjóri sölufélagsins hlynntur hugmyndinni og fagnar þeim sem halda uppi lágri álagningu „Við hjá Sölufélagi garðyrkju- manria fögnum þeim umræðum sem orðið hafa um opnun markaðar i Reykjavík sem m.a. seldi grænmeti,” sagði Þorvaldur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri SFG i símtali við DB. „Við myndum selja hvaða aðila sem væri framleiðsluvörur okkar félags- manna og fögnum hverjum þeim dreifingaraðila sem vill halda uppi sem minnstri álagningu.” Þessi ummæli Þorvaldar voru svar við spurningu um hvernig honum litist á hugmynd arkitektanna Gests Olafs- sonar og Kristins Ragnarssonar, sem sótt hafa um leyfi borgaryfirvalda til markaðssölu á Lækjartorgi einu sinni i viku. „Þessir menn eru áhugamenn um grænmetisneyzlu jafnframt því sem þeir vilja gæða torgið lífi. Ég vildi að þeim tækist hvort tveggja,” sagði Þor- valdur. Þorvaldur benti á að grænmetis- markaðir hefðu þekkst i Reykjavík áður, eða fyrir 2—3 áratugum. Lengst hefði Þórður á Sæbóli haldið út, en verið hrakinn stað úr stað. Að síðustu var slík sala bönnuð af heilbrigðisyfir- völdum. Varðandi ummæli Axels V. Magnússonar ylræktarráðunautar i Útyarpsþætti á mánudagsmorgun, í þá átt að garðyrkjubændur ættu helzt að reka slíkan markað ef til kæmi, sagði Þorvaldur að framleiðendur hefðu áður reynt að vera jafnframt kaup- menn. Það þekktist enn í Hveragerði þar sem sumir framleiðendur eru jafn- framt kaupmenn og selja meira en þeit framleiða. Aðrir t.d. blómaframleið- endur hefðu átt verzlanir í Reykjavik en því fyrirkomulagi var hætt. í gærmorgun lækkaði tómataverð hjá SFG úr 750 kr. í 500 kr. í heildsölu og gúrkur fóru i 400 kr. kilóið. „Eftir- litsmaður Neytendasamtakanna fylg- ist með þessu öllu, svo ekkert fari milli mála hvað við hjá SFG gerum,” sagði Þorvaldur. Enn var of snemmt að segja nokkuð um viðbrögð fólks við lækkuðu tómataverði í gær. —ASí. Í gærmorgun lækkaði tómataverð hjá SFGúr 750 í 500 kr. í heildsölu. Pósturinn setur fulla ferð á dreifingu álagningarseðla: Flestir Reykvík- ingar fá þá f dag Við höfum ákveðið að setja fulla ferð un. Megnið af seðlunum átti að hafa á dreifingu álagningarseðlanna, fólki til borizt póstinum um kl. 11 í morgun og hægðarauka við að vita stöðu sína sem verður dreifing þá þegar hafin. Aukalið fyrst og miðum viðaðhafa dreift megni verður í þessu starfi í dag, auk þess sem allra seðlanna í dag, sagði Reynir Árna- unnið verður frameftir. son póstfulltrúi í viðtali við DB í morg- —G.S. Blandaði sandi og mölí grjónin semætluð voru til útflutnings Carter vill ekki hassista í vinnu 0 i — sjá erlendar fréttir bls. 6 og 7 Stjórnarmyndunarviðræðuman FRUMDRÖG AÐ STJÓRNAR- SÁTTMÁLA—BRÝNA LAUSN EFNAHAGSVANDANSVANT- AR ÞÓ ENNÞÁ í MYNDINA „Þessi umræðugrundvöllur um stjórnarmyndun, sem formaður Al- þýðuflokksins nefnir svo, og lagður var fram í gær, fjallar ekki um efna- hagsvandann eða aðgerðir í honum,” sagði Lúðvík Jósepsson (G) í viðtali við DBí morgun. Efnahagsvandinn er auðvitað aðal- málið og því eru þessi drög um minni háttar mál,” sagði Lúðvik, „og nú er beðið eftir hugmyndum um lausn efnahagsvandans í tillögu- formi.” Lúðvík kvað þessi drög litið segja um úrslit stjórnarmyndunartilraunar- innar. í dag verður fundur haldinn í framkvæmdastjórn og þingflokki Al- þýðubandaiagsins þar sem allir aðal- forystumenn flokksins i verkalýðsmál- um mæta. Siðan verður fundur hald- inn í miðstjórn á föstudag. Viðræðu- fundum um stjórnarmyndun verður fram haldið i dag. Er þá við því að bú- ast, að leitað verði eftir tillögum í aðalvandamálinu sem, eins og fyrr segir, eru efnahagsmálin. Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, telur nauðsynlegt að setja fram í tillöguform frumdrög að stjórnarsáttmála á breiðum grundvelli. í þessum frumdrögum er m.a. fjall- aðum varnarmálin og efnahagsmálin til lengri tima. Ástæðuna fyrir þvi, að ekki er fjallað um lausn efnahagsvand- ans frekar en gert er, segir Benedikt þá, að rétt sé að finna samkomulags- grundvöll áður en farið sé beint að við- kvæmustu atriðum efnahagsvandans. Þá hlið málsins hefur hann lýst við- ræðunefnd Alþýðuflokksins reiðu- búna að fjalla um á fundinum i dag. Á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknarflokksins í gær, eftir að drög Benedikts höfðu verið kynnt, fékk viðræðunefnd flokksins umboð til þess að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram. Næsti fundur viðræðunefnda um stjórnarmyndun hefst kl. 14 í dag. Hvítahúsinu TAKTU MYND FYRIR DB! sendið sumarljósmyndina '78 inn, strax í dag eða við allra fyrsta tœkifæri — aðalverðlaunin eru Canon- myndavél A-1 að verðmæti 265þúsund krónur. Stúlkurnar sem sjá um blóma- og trjá-- Mallorkafarar og aðrir slá þær ekki út. rækt Reykvíkinga eru meðal brúnustu Hér er ein þeirra að njóta góða veðurs- og hraustlegustu fslendinganna I dag. ins i gærdag. — DB-mynd Hörður. Góða veðrið áfram á Suðvesturlandi — á kostnað þeirra á Austur- og Norðurlandi Veðrið er nú bezt á Suður- og Vestur- benti til breytinga næstu daga, en hvað landi og af því svæði er það einna bezt i marga vildi hann ekki spá um, yfirleút Reykjavik og nágrenni, sagði Knútur sæju menn ekki nema tvo sólarhringa Knudsen veðurfræðingur við DB i fram í timann. morgun. Sá hann i morgun ekkert er —G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.