Dagblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 1
J I } 4. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1978 - 195. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMl 27022. Eftir gott sumar Harmleikur í verbúð á Flateyri: Hengdi vinstúlku sína Gaf sig f ram við hreppst jórann og sagði f rá gerðum sínum Tvitugur piltur úr Reykjavík svipti nítján ára gamla vinkonu sina lífi i verbúðarbyggingu á Flateyri í gær- morgun. Stúlkan, sem einnig er úr Reykjavik. hafði komið ásamt pilt- inum frá ísafirði kvöldið áður og voru þau saman í herbergi piltsins um nóttina. Samkvæmt beiðni var piltur- inn vakinn til vinnu um kl. 7 í gær- morgun. Hann kom þó ekki til vinnu sinnar í frystihúsinu. Á tiunda timanum kom pilturinn til Guðmundar Jónssonar hreppstjóra á Flateyri ogskýrði frá hvaðgerzt hefði. Enginn varð var hávaða eða óláta frá herbergi piltsins hvorki á mánudags- kvöld, þriðjudagsnótt eða í gær- morgun. Ekkert benti til aðátök hefðu átt sér stað í herberginu. Allt bendir til að stúlkan hafi verið kyrkt með band- spotta sem í herberginu var. Litlir þræðir liggja að þessum harm- leik. Pilturinn fékk vinnu í frystihúsi Hjálms á Flateyri á föstudaginn var, vann þar á laugardag og sunnudag en fór síðan til ísafjarðar. Þar hitti hann hina látnu stúlku, sem hann þekkti fyrir. Var hún ásamt fleira fólki i hálf- gerðu reiðileysi á ísafirði. Hafði hún unnið i fiski á Hnífsdal en taldi sig vera brottræka þaðan. Kom hún og fleira fólk á lögreglustöðina á ísafirði og fékk þar m.a. geymt dót sitt. Síðan kom pilturinn ásamt hinni látnu og vinkonu hennar til Flateyrar. og héldu til herbergis piitsins i verbúð- inni Regnboganum. Munu þau, að sögn, eitthvað hafa verið við skál á mánudagskvöldið. en þó án alls hávaða eða láta. Vinstúlka hinna látnu hélt aftur til ísafjarðar á mánu- dagskvöld. Síðan veit enginn neitt fyrr en piiturinn gefur sig fram við hrepp- stjórann og skýrir frá gerðum sinum. Fólk sem leið átti um ganga ve[ðbúðarinnar bæði á þriðjudagsnótt og í gærmorgun varð einskis vart og grunaði engan hver harmleikur þarna hafðiáttsérstað. Rannsóknarlögreglumenn ríkisins voru sendir vestur í gær og eru enn við rannsóknir. Úr þeim herbúðum var engar upplýsingar að fá í morgun. ASt./ÞJ. Nýtt gengi komið: DOLLARINN í306,40 Gengisskráning hófst afl nýju i morgun. Hifl nýja gangi er sem hér segir: 1 Bandaríkjadollar 1 Steriingspund 1 Kanadadollar 100 Danskarkr. 100 Norskarkr. KAUP SALA 305,60 306,40 593,00 594,60 265,25 265,95 5604.80 5619,40 5857.80 5873,10 100 Sænskar kr. 100 Finnskmörk 100 Franskir frankar 100 Belg. frankar 100 Svissn. frankar 100 Gyllini 100 V-.Þýzkmörk 100 Urur 100 Austur. Sch. 100 Escudos 100 Pesetar 100 Yen 6916.40 6934,50 7514,10 7533,80 7039.40 7057,90 980,10 982,70 19.005,00 19.054,70 14.235,45 14.272,75 15.438,25 15.478,65 36,79 36,88 2137,80 2143,40 672.80 674,50 415.80 416,90 160,91 161,33 GM. SPARIÐ, — með DBogVikunni: Fyrsta úttektin Það er til mikils að vinna að taka þátt I spamaði með DB og VikunnL — Skrifið dagleg útgjöld inn á veggspjald sem fylgdi Vikunni I sumar, leggið saman um hver mánaðamót ogfyllið útþar til gerðan seðil, sem birtist i DB af og til. — Sendið seðilinn til DB fyrir 15. hversmánaðar. Þannig gerizt þið þátttakendur I heilmiklu happdrœtti. Sá sem dreginn er út mánaðarlega fter út- tekt fyrir sig og fiölskyldu sína fyrir þá upphœð sem er meðaltals- útgjöld sömu fiölskyldustærðar. Fyrsti vinningshafinn okkar er Hulda Guðjónsdóttir á Egils- stöðum. Við verzluðum með henni l Kaupfélaginu á mánudaginn. Sjá nánarbls. 4. - -.** i y v Át7kgaf reiðhjóliog hyggstsíðan éta sjón varpstækiog flugvél Hrakningar gamalsmanns — bls. 3 Haldið menntaveginn: Skólabæk- ur fyrir 35-40 þús. — bls.9 Helgarfrí mjólkurgerl anna — bls. 8 Um hvað errætt á kaffi- húsunum? — sjá bls. 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.