Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Jólagjöf barnsins 17 Steina skólaúr fyrir stelpur og stráka. Vatnsvarin, höggvarin og óslítanlegfjöður. 1 árs ábyrgð. Hvaó skylduþessi vinsœlu úrheita? ÚR og SKARTGRIPIR JÓN og ÓSKAR Laugavegi 70. S. 24910. PÓSTSENDUM. Viltu lækka símareikninginn? Besta leiðin til þess er að fylgjast með hvernig hann verður til. En vissir þú að eitt 5 mínútna símtal innanlands kostar frá 18 krónum og alit upp í 900 krónur eftir því HVERT þú hringir? Eða að eitt 5 mínútna samtal til eins og sama staðar getur kostað 450 krónur eða 900 krónur ★ sýnir hvað símtalið kostar á meðan þú talar ★ notar dag-, kvöld- og helgartaxta ★ sýnir ávallt skv. nýjustu gjaldskrá ★ er auk þess fullkomin raf eindaklukka ★ er f yrir heimili og fyrirtæki Á „Félagi Jesús”: - Sl. fiinmtudaK urðu á Alþingi mjög snarpar umrxður eftir að Ragnhildur Helgadóttir kvaddi sér hljóð vegna útkomu barna- bókar eftir Sven Bernström, sem var styrkt af Norrxna þýðinga- sjóðnum og ber nafnið Félagi Jesús. Sagði Ragnhildur m.a. að það vxri spurning hvort útgáfa bókarinnar bryti i bága við stjórnar- skrána, þar sem er kveðið á um aö hin evangelíska-lútherska kirkja sé rikiskirkja. F.innig vísaði hún til 125. greinar hegningar- laganna. Þar sem lítið hefur komið fram um innihald þessarar bókar, nema þá með mjög almennum orðum, hafði Dagblaöið samband við dr. Finar Sigurbjörnsson, prófessori trúfrxði við guðfrxðideild Hl og spurði hann hvort og þá á hvern hátt þessi bók stangaðist á við hinn bibliulega vitnisburð um lif og starf Jesú. Fcr svar hans hér á eftir. - Byltingarforingi „Í bókinni Félagi Jesús er dregin upp mynd af Jesú sem byltingar- foringja, sem hafði þá hugsjón eina að frelsa landið sitt undan kúgun Rómverja. Og leiðin til frelsunar til handa kúguðum er því sögð vera bylting þeirra, vopnuð uppreisn. Samkvæmt bókinni gerði Jesús byltingartilraun, sem hann hafði þrautskipulagt. í fyrstu ætlaði allt að ganga vel en þó fór svo að byltingin mistókst. Eftir það flýði Jesús út úr Jerúsalem og hugsaði ráð sitt. Einn fylgismanna hans sveik hann i hendur presta og höfðingja Gyðinga, sem dæmdu hann til dauða og framseldu hann Rómverjum til þess að þeir fullnægðu dauðadóminum. Telur höfundur líklegt að Rómverjar hafi krossfest hann, þótt ekki verði það vitað með vissu. Af hverju mistókst byltingin? Þeirrar spurningar spurði Jesús siðustu stundirnar áður en hann var svikinn og dæmdur. Niðurstaða hug- leiðinga hans var þessi eins og segir á bls. 70—71: „í fyrsta lagi: Hann hafði sagt við fólkið að það skyldi treysta á hann. Hann hefði frekar átt að segja fólkinu að treysta á sjálft sig. í öóru lagi: Hann hafði ekki látið fólkið vopnast. Vopnlaust fólk er ófrjálst fólk, þar sem lögreglan og herinn hafa alltaf vopn. í þriðja lagi: Hann hafði beðið eftir hjálp frá guðinum ósýnilega og englunum. Það var mesta heimskan. Hann hefði átt að geta séð það sjálfur að fátækt fólk fær aldrei hjálpaðofan.” Áður — á bls. 64 — er eftirfarandi skýring gefin á orðum 3. liðar: „En það kom enginn ósýnilegur guð af þvi að það er ekki til neinn ósýnilegur guð. — Og það komu engir englar af því að þaðeru ekki til neinir englar.” í þessari bók er fylgt þeim ramma sem guðspjöllin setja utan um söguna af Jesús. Hins vegar er ramminn sniðinn i samræmi við tilgang höfund- ar. Hann vitnar i atvik úr lífi Jesú og orð af munni hans, sem guðspjöllin geyma. en hann vikur hvoru tveggja til i þeim tilgangi að laga hinn sögulega ramma að þeirri mynd sem hann hefur fyrirfram dregið upp, myndinni af byltingarforingjanum. Mynd guðspjall- anna af Jesú Við það falla út úr myndinni þrir veigamiklir þættir úr mynd guð- spjallanna af Jesú, en þeir eru þessir: 1. Kennarinn Jesús—þ.e. Jesús, sem útleggur lögmálið i þeim tilgangi að sýna mönnum fram á raunverulegt á- stand þeirra og beinist sú útlegging gegn hefðbundinni lögmálstúlkun fræðimannanna og gegn túlkun þeirra sem höfðu pólitískan skilning á frelsinu og ætluðu að það ynnist með uppreisn. 2. Læknirinn Jesús — þ.e. Jesús, sem hvetur til samstöðu með fátækum og sjúkum með því að vinna á þeim liknarverk. 3. Hinn krossfesti Jesús — þ.e. Jesús, sem er framseldur til lifláts og deyddur á krossi og á krossinum vinnur í sama anda og hann hafði unnið fram til þess: biður óvinum sin- um fyrirgefningar, miskunnar sig yfir syrgjandi móður sína og huggar sam- bandingja sinn. Þessir þrír þættir, kennarinn. læknirinn, krossinn, eru uppistaðan i mynd guðspjallanna af Jesús og þeir eru skýrir af því að hinn krossfesti sýndi sig upprisinn lærisveinum sín- um. svo að þeir urðu færir um að skilja líf hans og gildi þess. Vísinda- legar rannsóknir á lifi og starfi Jesú Dr. Einar Sigurbjörnsson: „Þeir for- eldrar sem vilja sannindi kristinnar trúar feig hafa fengið prýðilega hjálp til að koma þeim vilja sinum til fram- kvxmdar i bókinni Félagi Jesús og njóta til þess aðstoðar Norrxna þýðingasjóðsins.” hafa staðfest þessa þætti. Ef höfundurinn Sven Wernström hefur raunverulega „rannsakað allt all- kostgæfilega”, áður en hann tók sér fyrir hendur að rita um „hinn einkennilega feril Jesú" eins og hann tekur fram í nk. yfirskrift á bls. 2, þá hlýtur hann að hafa rekizt á niður- stöður slíkra rannsókna. Hann hlýtur því vísvitandi að sneiða hjá þeim og er tilgangur þess augljós: Hinir þrír þættir sem eru uppistaðan í mynd guðspjallanna af Jesú samræmast ekki myndinni sem höfundur hefur áður teiknað og fellir síðar rammann að. heldur staðfestir trú kirkjunnar á Jesú, sem frelsara og Drottni. Tilgangur höfundar Það er einmitt sú trú sem höfundurinn vill feiga og kemur vilji hans skýrast í Ijós i lokakafla bókarinnar á bls. 75—77, þar sem vægast sagt er farið frjálslega með þær staðreyndir sem kunnar eru af sögu frumkirkjunnar. Bókin er þ.a.l. blygðunarlaust áróðursrit gegn sannindum kristinnar trúar og fyrir sannindum af öðru tagi, sem setja má upp I þrem liðum, sem eru bein and- stæða hinna þriggja ofannefndu liða um höfuðefni guðspjallanna: I. Lif manna verður eingöngu skýrt í Ijósi þeirra félagslegu aðstæðna sem menn búa við. og er þá aðeins á mennina litið sem hluta ósættanlegra andstæðna, sem eðli málsins sam- „SKRIFUÐ TIL AÐ B0LU- SETJA BÖRN FYRIR KRISTN- UM TRÚARÁHRIFUM” —segir í sameiginlegri yf irlýsingu leiðtoga kristinna manna á íslandi Bókin „Félagi Jesús”, gefin út af Máli og menningu og mikið auglýst sem barnabók, er skrifuð í þeim tilgangi að bólusetja börn fyrir kristnum trúaráhrifum. Sú mynd af Jesú, sem hún dregur upp, er alger af- skræmingá þeim heimildum um hann, sem samtiöarmenn hans létu eftir sig og eru undirstaða kristinnar trúar og menningar. Hún gengur í berhögg við visindalegar niðurstöður um ævi Jesú. Hún er blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar kristinna manna. Vér viljum eindregið vara grandalaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hefur að geyma og hvetja alla heilbrigða menn, einkum foreldra og kennara, til samstöðu um að verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan, sem bókaútgefendur láta sér sæma að bjóða þeim. Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands (sign.) Hinrik biskup Frehen (sign.) Sigurður Bjarnason, forstöóumaður aðventista á tslandi (sign.) Einar J. Gislason, forstöðumaður Fila- delfiusafnaðarins i Reykjavfk. (sign). Símtækni sf. Ármúla 5 — sími 86077 Notið kvöldtaxtann! Upplýsingar og pantanir einnig í sima 43360 kl. 20-22. 125. grein hegningarlaga í umræðum um bókina Félagi Jesús hefur verið vikið að 125 gr. almennra hegningarlaga og látið að því liggja að bókin gæti varðað við þá grein. 125. grein almennra hegningarlaga ersvohljóðandi: „Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafél- ags sem er hér á landi, skal sæta sektum eða varðhaldi. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.