Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 12
HKEINN , appeisinu SAFI VENJLiIJJCIK COSDRYKKI* DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR24. APRÍL 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Sigurður Svavar mcð verðlaunagripi sína. ins — 18 ára og yngri — nýtt heimsmet fyrir þann aldursflokk í maraþonknatt- spyrnu. Það er því víðar leikin mara- þonknattspyrna en á íslandi — og strákarnir i Blackett-liðinu léku sam- fleytt í 49 klukkustundir. Það er um 9 klukkustundum meir en íslandsmetið cr á þessum vettvangi — en heimsmetið samkvæmt metbók Guinness mumvera yfir 80 klukkustundir. Hafnfirðingurinn Jón Parrish, faðir piltanna, er mjög áhugasamur skák- maður. Teflir mikið í Sydney og hefur Jón Pétur Jónsson — heldur nú til V-Þýzkalands og leikur með Dankersen. Grambke gerði Axel tilboð! — vildi fá Axel til liðs við Björgvin, en Dankersen lagði hart að Axel að vera áf ram. Axel með Dankersen næsta vetur V-þýzka liðið Grambke, lið Björgvins Björgvinssonar, gerði Axel Axelssyni tilboð um að koma til liðs við félagið og leika næsta vetur. Vildi þannig endurnýja samvinnu þeirra félaga — Axels og Björgvins. Axel Axelsson, sem hafði ákveðið að koma heim í sumar, var mjög fýsandi að taka tilboðinu. Þetta varð til þess að Dankersen lagði fast að Axel að leika með félaginu næsta vetur og varð sú raunin. Axel Axelsson kemur því ekki heim og leikur í íslenzkum handknatt- leik næsta vetur. íslenzkum handknattleiksunnendum kemur ekki á óvart, að Grambke skuli vilja endurnýja samvinnu félagana Axels og Björgvins. Samvinna þeirra bæði með Fram og íslenzka landsliðinu um árabil vakti aðdáun hér heima, og gífurlega athygli viðs vegar um Evrópu. Snilldarsendingar Axels inn á Björgvin á línunni — rétt eins og segull væri í höndunum á Björgvini og glæsimörk fylgdu í kjölfarið. Grambke hefur greinilega ekki talið sig fá nóg út úr Björgvini — að það vantaði mann til að virkja þennan snilling enn frekar á lín- unni. Axel væri einmitt maðurinn en Dankersen vildi ekkert slikt. Gerði Axel nýtt tilboð, sem hann hefur þegið. ,,Ég ákvað að vera áfram hjá Dankersen þó tilboð Grambke hafi verið freistandi. Það hefði auðvitað verið gaman að leika aftur með Björgvini en Dankersen lagði fast að mér að vera áfram og sú varð niður- staðan,” sagði Axel Axelsson í samtali við DB. H. Halls. t baráttu um knöttinn en Þróttur og Vikingur skildu jöfn, 1—1. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. íslenzkir bræður eru í sviðsljósinu í Ástralfu — Sigurður Svavar Parrish bráðef nilegur tennisleikari og Róbert bróðir hans meðal knattspyrnumanna, sem settu met i maraþonknattspyrnu íslendingar gera það víða gott í íþróttum erlendis. Það eru ekki bara knattspymumennirnir i liðunum frægu i Evrópu, sem gera garðinn frægan. DB sonar, hótelstjóra á Hótel Borg, og Jón Parrish, fæddur í Hafnarfirði, fluttu til Ástralíu fyrir tíu árum og hafa gert það mjög gott þar. Þau eiga þrjú börn — tvo syni og eina dóttur, Huldu, — sem öll eru áhugasöm í íþróttum. Sigurður Svavar, alnafni afa síns, er yngstur. Fjórtán ára — og talinn einn efnilegasti tennis- leikari í Ástralíu. Unnið til glæsilegra verðlauna í unglingaflokkum og það segir ekki litla sögu um hæfni hans. Tennis er þjóðaríþrótt Ástralíumanna — þar hafa þeir oftast verið fremstir í heiminum. Á myndinni með þessari grein sést Sigurður Svavar með nokkra glæsilega verðlaunagripi, sem hann hefur unnið til í tennis — og tveir eru fyrir afrek í rugby. Sigurður Svavar er því fjölhæfur íþróttamaður og ekki við eina fjölina felldur á því sviði. Greini- legt að Ástralíumenn reikna með miklu frá hans hendi í framtíðinni. Eldri bróðirinn, Róbert, sem er 17 ára, hefur mestan áhuga á knattspyrnu eins og hún er leikin hér á íslandi enda hafði hann komizt í kynni við boltann hér á landi áður en hann fluttist til Ástralíu. Fór oft með afa á völlinn en eins og vallargestir vita fara ekki margir leikir framhjá Sigurði hótel- stjóra hér í Reykjavík sem áhugaverðir eru. Róbert leikur með liði Blackett i Sydney. Nýlega settu leikmenn félags- oft unnið til verðlauna a þvi <V Það eru þvi margir fagrir verðla •la.iipir, sem prýða heimili þessarar is'cnzku fjölskyldu í Sydney. hsim. Síðasti leikurinn í sendiherrakeppn- inni i körfuknattleik verður í íþrótta- húsi Hagaskóla i kvöld og hefsl kl. átta. Islenzka liðið hefur sigrað í (illunt lcikjunum i keppninni hingað til. Forlcikur verður milli Hauka og ÍR í 3ja flokki og er það hreinn úrslitaleikur þessara liða á Íslandsmótinu. Róbert Parrish bárust nýlega úrklippur úr blöðum frá Sydney í Astralíu þar sem fariö er lofsamlegum orðum um tvo unga, íslenzka bræður, Róbert og Sigurð Svavar Parrish, sem vakið hafa athygli i íþróttum í Eyjaálfu. Foreldrar þeirra, Sigrún, dóttir Jónu Eyjólfsdóttur og Sigurðar S. G'tsla- Ltð Blackett, sem setti heimsmetið. Róbert er fjórði tra vinstri í efri röð. COLA NYMJOLK —,——= PILSNER Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 472.- (Öll verð mrQuð við 6. apríl 1979.) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235» þæt* fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 445.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B2-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 152.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffin. Verð á lítra kr. 310.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 372.- Frá Mjólkunla&sncfnd. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Swansea með tveggja stiga forustu í 3. deild — eftir 2-2 jafntefli gegn Mansfield Swansea hefur nú tveggja stiga forustu í 3. deild á Englandi eftir 2—2 jafntefli gegn Mansfield í gær- kvöld. En Swansea hefur leikið tveimur leikjum meir en Watford, sem nú er í öðru sæti. Brentford sigraði Rotherham 1—0 í 3. deild í gærkvöld. Þá fóru fram tveir leikir i 4. deild. Bournemouth sigraði Stockport 3—1 og Rochdale sigraði Newport 1—0. Flest bendir nú til að Alberto Tarantini haldi frá Birmingham til Argentínu — til Cordoba fyrir 250 þúsund pund eða sömu upphæð og Birmingham greiddi fyrir Tarantini. Argentínumaðurinn lýsti yfir þvi fyrir helgi að félli Birmingham, myndi hann ekki leika með þeim í 2. deild. Krankl með þrjú gegn Sporting — Í6-0 sigri Barcelona Spánska stórliðið Barcelona rak í síðustu viku hinn franska þjálfara sinn, Luisen Muller. Það virt- ist heldur en ekki hafa áhrif á hina frægu kappa félagsins, þvi um hclgina sigraði Barcelona Sporting Gijon 6—0. Sporting Gijon hefur lengst af í vetur verið í efsta sæti 1. deildar á Spáni en Real Madrid hefur nú náð þriggja stiga forustu þar eftir 1—1 jafntefli gegn Atlctico Madrid. Hans Krankl, markakóngurinn austurríski skoraöi þrívegis i 6—0 sigri Barcelona og hann er nú langmarkahæsti lcikmaðurinn á Spáni — hefur skorað 29 mörk. Þjálfari Sviss hættur — vegna lélegs árangurs landsliðsins Sviss vermir nú neðsta sæti 4. riðils Evrópukeppni landsliða — ásamt Islandi. Hvorug þjóðin hefur hlotiö stig. Um helgina sagði lands- liðsþjálfari Sviss af sér vegna lélegs árangurs. Roger Vonlanthen hefur verið me' s' issneska landsliðið siðustu tvö árin eftir pressu ,i. sneska sam- bandinu um að gera það. l'n< - -Ijórn Vonlanthcn vann Sviss 4 af 15 leikjum liðsins, gerði eitt jafntefli — gegn Englandi á Wembley en tapaði 10. I stað Vonlanthcn hefur Leon Walkcr, þjálfari unglinga- landsliðs Sviss, verið útnefndur þjálfari í leikjum Sviss gegn íslandi og A-Þýzkalandi. Sumarmót TBR Sumardaginn fyrsta var hið árlega sumardagsmót TBR haldið, en það hefur lcngi verið árlegur viðburður. keppt var í einliðaleik í öllum flokkum unglinga. Mntið var jafnframt síðasta unglingamótið á keppnis imabilinu. Mikil barátta var því milli ktakkanna oj> þá sérstaklega í tveimur yngstu flokkunum. I hnokkaflokki kom mest á óvart Ingólfur Helgason, ÍA sem sigraði félaga sinn, Árna frór Hallgrímsson, ÍA, i úrslitum, en Árni hefur verið nær einvaldur í hnokkaflokki i meira en ár. Úrslit urðu annars sem hér segir: Piltar: Guðmundur Adolfsson TBR sigraði Helga Magnús- son ÍA 15—7 og 15—8. Stúlkur: Sif Freiðleifsdóttir, KR sigraði Ragnheiði Jónas- dóttur, ÍA, 6—11, 12—9 og 11—5. Drengir: Þorsleinn P. llængsson TBR sigraöi Gunnar Björns- son TBR 11—3 og 11—ö. Telpur: Laufey Sigurðardóttir ÍA sigraði Bryndísi Hilmars- dóltur TBR8—11, 11— 4og 11—7. Sveinar: Indriði Björnsson TBR sigraði Fritz Berndsen TBR 11—4,9—12 ogl 1—6. Meyjar: Þórdís Edwald TBR sigraði Ingu Kjartansdóttur TBR12—10,11—12ogll—2. Hnokkar: Ingólfur Helgason ÍA sigraði Árna Þ. Hallgrímsson ÍA, 11—12,11—7ogll—O.Tátur: * Guðrún Júliusdóttir TBR sigraði Ástu Sigurðar- dóttur ÍA, 7—11,11—2 og 11—0. Skráðir keppendur voru 58 frá fimm félögum, þar af 32 frá Tennis- og badmintonfélagi Reykja- víkur. Jón Pétur fer til Dankersen - mun halda utan til V-Þýzkalands 20. júlí og hef ur gert tveggja ára samning Jón Pétur Jónsson, hinn harðskeytti landsliðsmaður Vals, mun næsta vetur leika með v-þýzka félaginu Dankersen. Jón Pétur hefur undanfarna daga dvalizt í Minden og æft með Dankersen og útkoman varð að hann skrifar undir 2 ára samning. Jón Pétur fer utan 20. júlí í sumar. Jón Pétur verður ekki eini íslendingurinn hjá Dankersen. Hann mun leika með félaginu ásamt Axel Axelssyni, sem nú hefur ákveðið að leika enn einn velur með Dankersen en Ólafur H. Jónsson, leikjahæsti leik- maður íslenzka landsliðsins, mun snúa heim til íslands í sumar. Jón Pétur er sem kunnugt er bróðir Ólafs H. Jóns- sonar. Grambke — lið Björgvins Björg- vinssonar gerði Axel tilboð um að koma og leika næsta vetur og vildi Grambke þannig endurnýja samvinnu þeirra félaga, sem þekkt varð viða um Evrópu — snilldarsamvinna þeirra með íslenzka landsliðinu á sínum tíma Blikarnir sigruðu Hauka Breiöablik sigraði Hauka i Litlu bikarkeppninni i Hafnarfirði á laugar- dag, 3—1. Mörk Blikanna skoruðu Hákon Gunnarsson, tvö, og Ingólfur Ingólfsson. Akranes og Keflavík gerðu jafntefli I—11 meistarakeppni KSÍ á Akranesi á laugardag. vakti mikla athygli. Þetta varð til þess að Dankersen lagði hart að Axel að vera áfram — og verður sú raunin. ,,Ég mun auðvitað koma til með að sakna félaga minna hjá Val en síðustu þrjú árin höfum við orðið meistarar. En mig langar að breyta til — spreyta mig í Þýzkalandi. Ég æfði með Dank- ersen og útkoman varð að ég geri tveggja ára samning við Dankersen,” sagði Jón Pétur, en hann kom heim til landsins í gærkvöld frá V-Þýzkalandi. ,,Ég sá nokkra leiki í Þýzkalandi, meðal annars tvo leiki með Dankersen. Liðið er mjög sterkt á heimavelli cn tapaði þó fyrir Hofweicr um helgina, 18—20, eftir að hafa náð Ijögurra marka forustu um tíma. Greinilegt að liðið leggur ekki mikla áherzlu á Bundesliguna — þeim mun meiri áherzlu á Bikarkeppnina. Er þar í 8- liða úrslitum, og mætir þá liði úr 2. deild. Þannig að farseðillinn í undan- úrslit virðist nokkuð tryggður. Þar stefnir Dankersen á að standa sig vel og leggur alla áherzlu á að vinna þá keppni. Axel Axelsson skoraði 6 mörk fyrir Dankersen gegn Hofweier. Hofweier lagði mikla áherzlu á að stöðva hann — hann var tekinn úr umferð, en það virðist mjög algengt að aðalskytturnar í V-Þýzkalandi séu teknar úr umferð. Grambke berst nú harðri baráttu við fallið. Tapaði fyrir helgina fyrir Gummersbach og á erfitt prógram eftir. Gummersbach vann með tveimur mörkum, 18—16,” sagði Jón Pétur ennfremur. H. Halls. Grambke vildi endurnýja samvinnu þeirra Axel vcrður áfram hjá Dankersen. Jafnt hjá Víking og Þrótti, 1-1 — íMelavellinum Víkingur og Þróttur skildu jöfn á Rcykjavíkurmótinu i knattspyrnu í gærkvöld, 1 — 1. Sanngjörn úrslit þegar upp var staöiö — en mikill vorbragur var á knattspyrnu liðanna. Helzt að Þróttarar næðu spili úti á vellinum en lítil ógnun var i sókninni hjá báðum liðum. Vikingar náðu forustu i fyrri hálf- leik með glæsimarki Gunnars Arnar Kristjánssonar — þrumuskot eftir lag- legan samleik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Sigurlás Þorleifsson, sem lék sinn fyrsta leik með Víking, kæmist í upplagt færi en honum brást bogalistin. Þróttarar voru mun frískari í síðari hálfleik og Egill Steinþórsson náði að jafna um miðjan síðari hálfleik, með góðu skoti en Diðrik Ólafsson, mark- vörður var illa staðsettur og réð ekki við skot Egils. Það sem eftir var leiks var þófkennt. Þó björguðu Þróttarar á línu og hinum megin komst einn sóknarmanna Þróttar í gott færi, en skotið geigaði. Bæði lið voru án lykil- leikmanna á Melavellinum í gærkvöld. Staðan í Reykjavikurmótinu er nú: KR 5 3 11 10—5 8 Valur 3 3 0 0 7—1 7 Fram 4 2 2 0 7—5 6 Þróttur 4 1 1-2 6—5 4 Fylkir 3 111 3—3 3 Víkingur 4 0 2 2 3—8 2 Ármann 5 0 14 2—10 1 Einn leikur fer fram í kvöld — Fylkir mætir þá Val.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.