Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979.
Iþróttír
Iþróttir
Iþróttir
13
Rangers bikarmeistari
íþríðju tilrauninni!
—Sigraði Hibernian 3-2 í gær eftir framlengingu
—Liöin léku samtals ífimm og hálfa klukkustund
Glasgow Rangers varð skozkur
bikarmeistari í gœrkvöld á Hampden
Park, þegar liðið sigraði Hibernian frá
Edinborg í þriðja úrslitaleik liðanna,
3—2, eftir framlengingu. Naumt var
það — sigurmark Rangers sjálfsmark
bakvarðar Hibs.
Þetta voru nokkrar sárabætur fyrir
leikmenn  Rangers  eftir  tapið  fyrir
Leiðrétting
Það var Pétur Brynjarsson, sem
skoraði annað mark Reynis gegn Þrótti
i 2. deild á sunnudag — ekki Brynjar
Pétursson eins og stóð i DB i gær.
Celtic í skozku úrvalsdeildinni, þar sem
Celtic tryggði sér skozka meistaratitil-
inn.
Rangers og Hibernian þurftu þrjá
leiki til að fá úrslit í bikarkeppninni.
Léku samtals í fímm og hálfa klukku-
stund. Fyrsta leiknum var ekki fram-
lengt en hinum tveimur. Tveimur fyrstu
leikjunum lauk án þess mark væri
skorað — en í gær urðu þau fimm.
Hibernian náði forustu á 16. mín.
með marki Tony Higgs eftir að mark-
vörður Rangers Peter McCloy hafði
hálfvarið skot frá Gordon Rae. Derek
Johnstone tókst að jafna fyrir Rangers
á 42. mín. og náði forustu á 61. mín.
Eftir það hugsuðu leikmenn Rangers
mest um að „hanga" á markinu en
tókst ekki. Á 78. mín. var Bobby
Hutchison felldur innan vítateigs
Rangers og Alister McLeod skoraði úr
vítinu. 2—2 eftir venjulegan leiktima.
Framlengt og þegar fjórar min. voru af
síðari hálfleik framlengingarinnar varð
Arthur Graham, bakvörður Hibs, fyrir
þeirri óheppni að skalla knöttinn i eigið
mark eftir að Gordon Smith hafði
spyrnt fyrir mark Hibernian. Sex mín.
fyrr hafði markvörður Hibernian, Jim
McArthur varið vítaspyrnu. Þetta var í
23. sinn sem Rangers er skozkur bikar-
meistari i knattspyrnu.
Gerry Francis, QPR, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins, hefur verið seldur
til nigrannaliðsins Crystal Palace i
Lundúnum fyrír 400 þúsiind sterlings-
pund.
l*L, 1 li/VUiM
Hvert er jmest lesna tímarit á Islandi ?
Svar:
IWHIA

:j9 qubas
uæj Luss jæueAL) VNnMIA esa| uias upie bjb ql
jjpun jB6uif6un jjhb jsBjæq qia jbc| 'VGSÍnxiA
VNn»IA MPIB uinssecj b buubuj jjpunsncj
SS  Bsa|  jAcj  iiuæA>|UJBS  e6ein>i!A  VNn>IIA
nSB|  BJB  Z9-9L  UjnUUp|B  B  BJQJhdSQB  0/066
!PUB|SJ B IjJBUJIJ BUS9I JS9UJ NV>I|A J9 BJ.O+S
-B6u|SÁ|6nB ej>|suaisi spuBqums 60 s6uba6bh
JBUnuUO^BIQjUJIOfj,   UinQOiSjnQjU   lUJæA>HJJBS
KRR hafði lengi forustuhlut-
verk ííslenzkri knattspyrnu
„Fyrstu áratugina hafði Knatt-
spyrnuráð Reykjavíkur algjört forustu-
hlutverk i islenzkrí knattspyrnu — fékk
fynta þjalfaraiin erlendis frá hingað til
lands, hafði frumkvæði að stofnum
sérsambands knattspyrnumanna, og
stóð fyrír fyrsta landsleik íslands i
knattspyrnu," sagði Ólafur P. Erlends-
son, formaður KRR, í samtali við DB
en i þessu ári eru 60 ár liðin frá stofnun
KRR. Afmælisins er minnst i dag.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur var
skipað á fundi stjórnar ÍSÍ. hinn 29.
maí 1919. Þá var skipuð nefnd, sem
vera skyldi sameiginleg forysta um efl-
ingu knattspyrnunnar og til að sameina
knattspyrnufélögin í höfuðstaðnum til
aukina átaka um framgang hennar þar.
Nefndin var kölluð Knattspyrnunefnd
Reykjavíkur.
Fljótlega var ákveðið, að starfssvið
nefndarinnar yrði víkkað og næði til
landsins alls. Jafnframt var nafni
nefndarinnar breytt í Knattspyrnuráð
íslands. Hélzt sú skipan til ársins 1923,
að starfssviðið er aftur bundið við
—KnattspyrnuráðReykjavíkur60áraídag
Unglingamet
ítugþraut
— ogElíasfórenn
yfir7000stigin
Elias Sveinsson, FH, varð íslands-
meistarí i tugþraut og náði enn einu
sinni meir en 7000 stigum — 7277 stig.
Hann hljóp 110 m grindahlaup í gær i
15.6, kastaði kringlu 43.02 og spjóti
59.58 m, stökk 4.00 m i stangarstökki
og liljóp 1500 m á 4:43.0 mín.
Þorsteinn Þórsson úr Skagafirði
varð annar og bætti 14 ára gamalt
unglingamet Ólafs Guðmundssonar.
Hlaut 6775 stig — en met Ólafs var á
sínum tíma Norðurlandamet unglinga.
Helga Halldórsdóttir, KR, varð
íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna.
Hlaut 3336 stig, sem er nýtt meyjamet.
María Guðnadóttir varð önnur með
3068 stig.
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, varð íslands-
meistari í 10CO0 m hlaupi og náði
þokkalegum árangri á ísl. mælikvarða.
Hljóp á 31:50.2 mín. Þá vakti athygli
að 16 ára Ármenningur Sigurður
Einarsson kastaði spjóti 60.66 m.
Elías Sveinsson — enn einu sinni yfir
7000 stig.
Reykjavík og nafninu breytt í Knait
spyrnuráð Reykjavíkur. Fyrsti erlendi
þjálfarinn í knattspyrnu kom hingað á
vegum KRR árið 1922 og starfaði hér í
tvo mánuði. Var sá skozkur og hét R.
Tempelton. Fyrsta sameiginlega
keppnisför íslenzkra knattskpyrnu-
manna utan, styrkt af ráðinu, var farin
til Færeyja árið 1930. Fyrsti erlendi
knattspyrnuflokkurinn, sem hingað
kom með tilstyrk KRR var Civil
Service, sem kom árið 1922.
Fyrsti landsleikur islands i knatt-
spyrnu fór fram hinn 17. júlí 1946
undir forystu KRR. Það var við danska
landsliðið og fór leikurinn fram á
Melavelli, svo sem flestum er í minni.
Tildrögin að þeim leik voru þau, að
KRR ákvað að hafa forystu um
stofnun sérsambands knattspyrnu-
manna. Undirbjó stjórn KRR málið
1946 og fól formanni sínum, Jóni
Þórðarsyni, að gera frumvarp að
lögum fyrir væntanlegt samband. Eftir
mikla undirbúningsvinnu og að beiðni
sérráða og iþróttabandalaga, lagði
KRR fram skriflega beiðni til ÍSÍ um,
að sambandsstjórnin boðaði til stofn-
fundar Knattspyrnusambands íslands.
Var stofnfundurinn haldinn 26. marz
1947.
Strax á fyrstu árum sínum stofnaði
KRR sérstakt dómarafélag, nú Knatt-
spyrnudómarafélag Reykjavíkur og eru
nú um 90 dómarar starfandi á vegum
Ægirvann
Ægir sigraði KR 8—6 i islandsmót-
inu í sundknattleik í Laugardalslaug í
gærkvöld. Mörk Ægis skoruðu Guðjón
Guðnason 5, Þorsteinn Geirharðsson
2, og Ólafur Stefánsson. Fyrir KR
skoruðu Þórður Ingason 3, Ólafur
Gunnlaugsson 2 og Þorgeir Þorgeirs-
son.
Fyrri umferð mótsins er lokið. Eftir
hafa er Ægir með þrjú stig, KR tvö og
Armann eitt stig. Síðari umferðin hefst
5. júni í Laugardalslauginni.
Forestí
Miinchen
Leikmenn Nottingham Forest komu
til Miinchen í V-Þýzkalandi í gær en á
morgun, miðvikudag, leika þeir til úr-
slita i Evrópubikarnum við Malmö FF,
Svíþjóð. Sænsku leikmennirnir komu
til Miinchen í morgun.
Bretar sigruðu
ítugþraut
Bretland sigraði í tugþrautarkeppni i
Roosendaal i Hollandi um helgina.
Hlaut 22.132 stig. Holland 21.415 stig
og Danmörk 21.242 stig. Beztum
árangri einstaklings naði Zeniou 7473
stigum, McStravick vur næstur með
7383 stig og Alan Drayton þriðji með
7267 stig.
KDR. Arið 1952 var stofnaður sérráðs-
dómstóll, samkvæmt samþykkt aðal-
fundar og skyldi hann fara með öll
ágreiningsmál, er upp kæmu við fram-
kvæmd knattspyrnuleikja. Þá starfar
sérstök aganefnd á vegum ráðsins, svo
og mótanefnd, sem hefir eftirlit með
framkvæmd allra leikja, sem fram fara
á vegum ráðsins, en þeir munu vera 452
i ár. Auk þess fara fram 249 leikir í
landsmótum í Reykjavík.
Aðildarf61ög ráðsins eru nú 9 og eiga
öll fulltrúa i stjórn ráðsins. Formaður
ráðsins er nú Ólafur P. Erlendsson.
Alls hafa verið haldnir 2344 fundir í
ráðinu frá stofnun þess. Lengst hafa
setið í ráðinu þeir Haraldur Gíslason,
sem sat 1125 fundi þess og Ólafur Jóns-
son, sem sat 1079 fundi þess.
í tilefni afmælisins er ákveðið, að
úrval 2.-5. flokks Reykjavíkurfélag-
anna leiki við jafnaldra sína utan af
landi. Áttu fyrstu leikirnir að fara fram
á uppstigningardag, en af óviðráðan-
legum ástæðum og eins vegna hins
óhagstæða veðurfars í vor, verður að
fresta þessum leikjum. Þá er í athugun
að fá erlent knattspyrnulið til keppni
síðar í sumar í tilefni afmælisins,
KRR minnist afmælis síns með kaffi-
samsæti að Hótel Loftleiðum í dag,
þriðjudaginn 29. maí.
Ólafur P. Erlendsson, formaður KRR
mörg undanfarin ár.
DB-mynd Hörður
Haukarnir leika á
Hvaleyrarholtsvelli
—fjórir leikir íl. deild íkvöld
„Við neyðumst til að spila leikinn
gegn KR á Hvaleyrarholtsvellinum, eða
„Old Trafford" eins og við köllum
hann, Haukarnir," sagði Pétur
Árnason, formaður knattspyrnudeildar
Hauka, í samtali við DB i gærdag.
„Það hafa enn ekki tekizt samningar í
milli FH og Hauka og Hafriarfjarðar-
bæjar um afnot af vellinum, þannig að
fyrst um sinn spilum við á Hvaleyrar-
holtsvellinum."
„Við eigum rétt á að spila á mölinni í
Kaplakrika, en úr því að við erum á
annað borð að spila á möl, getum við
allt eins spilað á okkar eigin velli,"
sagði Pétur ennfremur. Það er vissu-
lega slæmt til þess að vita, að Hauk-
arnir þurfi að leika heimaleiki sína á
þessum velli, því hann hefur fram að
þessu ekki verið talinn með glæsilegri
íþróttamannvirkjum þessa lands. Gras-
vellir eru ekki margir í nágrenninu og
tíðarfarið hefur gert það að verkum að
þau félög, sem á annað borð hafa yfir
grasvöllum að ráða, reyna að hlífa
þeim eins og kostur er.
Kaplakrikavöllurinn, þ.e. grasvöllur-
inn, er engan veginn o'rðinn góður til að
leika á honum og næsti völlur er upp-
hitaði grasvöllurinn við Fífuhvamms-
veg í Kópavogi. Haukarnir fóru þess á
leit við bæjaryfirvöld í Kópavogi í
fyrrahaust, að fá afnot af vellinum, en
það fékk ekki mikinn hljómgrunn.
Leikur Hauka og KR verður því á
mölinni á Hvaleyri kl. 20 í kvöld. Fyrir-
fram virðist þetta verða nokkuð jafn
leikur. KR náði góðu jafntefli gegn Val
í fyrstu umferð mótsins, en á sama tíma
töpuðu Haukarnir illa fyrir KA á Akur-
eyri. Haukarnir leika nú á heimavelli
og með dyggum stuðningi sinna manna
ættu þeir að krækja í a.m.k. eitt stig.
Það verða fleiri leikir í sviðsljósinu í
kvöld. Á Akranesi leika heimamenn og
KA frá Akureyri. Skagamenn ættu að
vinna auðveldan sigur, en það kann að
setja  strik  í  reikninginn,  að leikíð
verður á mölinni, þar eð grasvöllurinn
á Jaðarsbökum er engan veginn orðinn
góður.
í Vestmannaeyjum leika heimamenn
við Keflvikinga í kvöld og eru líkur á að
þar verði leikið á grasinu. Eyjamenn
fengu tvö hálfgerð heppnisstig gegn
Þrótturum í síðustu viku, en ÍBK gerði
jafntefli við ÍA í fyrstu umferð móts-
ins. Jafnteflislegur leikur.
Leikur Víkings og Þróttar kl. 20 í
kvöld fer örugglega fram á grasi og
verður að sjálfsögðu leikið í Laugar-
dalnum. Bæði þessi lið hafa valdið
vonbrigðum í vor, einkum þó Vik-
ingur. Víkingur tapaði fyrir Fram í
fyrsta leiknum, 1-3, og Þróttur tapaði
fyrir Eyjamönnum. Erfitt er að spá um
úrslit en Víkingur er sennilega sigur-
stranglegri.
-SvS.
Setur f imleikameistar-
inn íslandsmet á stöng?
— EÓP-mótið íf rjálsum íþróttum á f immtudag
íslandsmeistarinn í fimleikum,
Sigurður T. Sigurðsson, KR, mun
keppa i stangarstökki á EÓP-mótinu i
Fögruvöllum i Laugardal á fimmtudag.
Reikna má með að hann bæti 18 ára
gamalt íslandsmet Valbjarnar Þoriáks-
sonar i greininni, sem er 4.50 m, og
talið er öruggt, að Sigurður stökkvi
fljótt yl'ir fimm metra á stönginni.
EÓP-mótið hefst kl. 19.00. Keppt
verður í 200 m hlaupi, þar sem spútnik-
inn Oddur Sigurðsson, KA, er meðal
keppenda, 800 m hlaupi, kúluvarpi og
þar gæti Guðni Halldórsson, KR,
varpað yfir 19 metra, hástökki og
stangarstökki. Þar keppir Valbjörn
einnig en hann er talinn líklegur heims-
meistari í 110 m grindahlaupi og
stangarstökki og HM öldunga — kepp-
endur45áraogeldri — síðar í sumar.
í kvennagreinum verður keppt í 400
m hlaupi meyja, 100 m hlaupi og lang-
stökki. Einnig kringlukasti, þar sem
búast má við góðum árangri hjá Guð-
rúnu Ingólfsdóttur, Ármanni. Hún
hefur verið iðin við að setja íslandsmet
að undanförnu.
Sanngjarn sigur Breiðabliks
- Kópavogsliðið sigraði FH í 2. deild í Hafnarfirði
Breiðablik vann í gærkvöldi afar
sannfærandi sigur yfir FH, 3-2, i
Kaplakrikavelli eftir að hafa verið
undir 0-2 eftir aðeins 12 mínútur. Blik-
arnir gáfust hins vegar ekki upp og
þegar upp var staðið var sigurinn fylli-
Icga sanngjarn og hefði eftir atvikum
getað orðið enn stærri.
Leikurinn var ekki nema fjögurra
mín. gamall þegar Óttar Sveinsson kom
FH á bragðið með potmarki eftir að
Sveinn markvörður Blikanna hafði
misst knöttinn, en Sveinn var mjög
óöruggur í markinu og hið sama má
segja um kollega hans í FH, Ólaf. Blik-
arnir héldu áfram að sækja en á 12.
mínútu skoraði FH aftur. Var þar
Þórir Jónsson á ferðinni með gullfal-
legt mark utan úr vítateig.
Smám saman drógu FH-ingar sig í
vörnina, en það hefðu þeir ekki átt að
gera því þar með eftirlétu þeir Blikun-
um miðju vallarins og þá var hálfur
björninn unninn. Blikarnir léku oft.
mjög skemmtilega saman og á 32.
mínútu skoraði Ingólfur Ingólfsson
fallegt mark eftir mjög góða samvinnu
framlínumanna Blikanna. Átta mínút-
um siðar höfðu Blikarnir svo jafnað
metin. Vignir Baldursson skau* þá
góðu skoti af um 20 metra færi og
skoraði örugglega þrátt fyrir nokkuð
góða tilburði Ólafs í markinu.
Strax í upphafi síðari. hálfleik's
skoruðu Blikarnir 'enn. Þeir Hákon
Gunnarsson og Sigurður Grétarsson
fléttuðu sig laglega í gegnum vörn FH
og Hákon renndi fyrir markið þar sem
Ingólfur var réttur maður á réttum
stað. Þettavará48. mín.
Eftir markið tóku FH-ingar góðan
kipp, en mark Blikanna komst sjaldan í
hættu, einna helzt eftir mistök Sveins
markvarðar. Á 58. mín. vildu FH-ing-
arnir meina að Sveinn hefði fellt einn
sóknarrnanna sinna og var ekki laust
við að það hefði við rök að styðjast.
Skömmu áður hafði mark Blikanna
fjörsloppið í sömu sókninni og gekk þá
mikiðá i teignum.
En sókn FH fjaraði út og Blikarnir
náðu á ný góðum tökom á leiknum og á
síðustu 10 mínútum leiksins fengu þeir
fjórum sinnum góð færi til að skora,
án árangurs.
í heildina var þetta sanngjarn sigur
Blikanna, sem leika nú mjög slcemmti-
lega knattspyrnu oft á tíðum. Vignir
Baldursson stjórnar miðjuspilínu af
mikilli röggsemi og framlínumennirnir,
Ingólfur, Hákon og Sigurður eru stór-
hættulegir. Vörnin er nokkuð þétt en
markvarzlan er alveg hörmung.
FH-ingarnir náðu sér aldrei almenni-
lega á strik í þessum leik hverju svo sem
um er aö.kenna. Framlína þeirra, sem
hafði verið afar beitt í fyrstu tveimur
leikjunum, var nú aðeins skugginn af
sjálfri sér. Miðjumennirnir börðust
mjög vel en skiluðu boltanum illa frá
sér. Þá var Pálmi gloppóttur í vörninni
og mætti að ósekju reyna að senda
meira á samherja sína, en hann gerir í
leikjunum.
-SSv.

„Langt síöan við
höf um f engið á
okkur þrjú mörk"
— sagdi Ray Clemence eftir jafn-
teffi landslids ísraels og Liverpool
Landslið tsrael lék við Liverpoul i Tel Aviv i gær
og niði jafntefli 3-3 — jöfnunarmarkið skoraði ísra-
el isíðustu mínútu leíksins. Liverpool náfii iorustu á
32. mín. þegar Jimmy Case skoraði úr vítaspyrnu.
Síðan skoraði Ray Kennedy og i byrjun s.H. komst
Liverpool i 3-0 með roarki David Fairclough. Leik-
menn israel gifust ekkJ upp — Odeon Machnes
skoraði og siðan Gidion Danili með skallu. Á loka-
roiiiútunni jafnaði Danny Neuman. Rétt iður hafði
Kenny Dalglisli yfirgefið vollinn faaltur.
,,Það er langt síðan við hðfum fengið i okkw
þrjú mðrk i leik," sagði enski landsliðsmarkvörður-
inn Ray Clemence eflir leikimi. í 42 leikjum i 1. deild
i Englandi f ékk hann aðeins á sig 16 mörk.
Fyrir ieikinn var gengið fri samningi I.iverpool og
hins 22 ire miðvarðar Avi Cohen. Livcrpoul greiddi
200 þúsuud steriingspund fyrir þennan lundsliðs-
mann ísrael, sem fæddur er i Egyptalandi.
Hreinn Í3. sæti
Finninn Reijo Stahlberg hefur nið langbezta ár-
angri i hebni i káiuvarpi — 21.69 metra. Næstur
kemur Bishop Dolgiewics, Kanada, með 20.71 m.
Hreinn Halldórsson i þriðja bezla hcimsirangurinii,
20.55 melra. Síðan kcmur Duvc l.aul, USA, með
20.47 m og Matthius Schmidt, USA, heiur varpað
20.16m.
í krlngiukasli er Norðmaðurinn Knud Hjelines
mcð bezta heimsirangnrinn, 69.50 m. Murrku
Tuokko, Finnlandi, er annur með 68.12 og ganilu
kcmpan Al Oerler, USA, þriðji með 67.00 m. Mac
Wilkhis, USA, er aðeins i sjötiu sæti með 64.78 m. i
spjótknsti er Finninn Pentli Sinersaari beztur með
93.84 m. Annar Bob Bob Roggy, USA, 88.76 m og
þriðji Herman Potgieter, S-AI'ríku, 87.62 m. Síðun
. koma tveir Finnur, Arto Húrkönen 87.47 og Antero
Puranen 86.70, en licimsmetliafinn Miklos Nemeth,
Ungverjalandi, er sjötti með 85.90 m.
Englandfékk
ekkiásigmark
— íriðlakeppni UEFA-keppni
ungJingalandsliða
Júgóslavia, Frakkland, Búlgaría og Englund, sem
fékk ekki i sig mark i undankeppninni, hafa lryggt
sir rétt i íirslit UKFA-kcppni unglingulandsliða, sem
nú stendur yfir í Auslurríki. Í undanúrslilum leika
England — Búlgaria, Júgóslavíu og Frukklund. Þeir
leikir verða f Vínarborg i fimmtudag.
Úrslil i leikjunum i gær urðu þcssi: Frekkiand —
Holland 2-1, Bclgiu — Sviss 4-1, England — V-
Þýzkaland 2-0, Tékkóslóvakia —• Multa 6-0, Jigo-
slavíu — Noregur 3-1, ífngvcrjaland — Auslurriki 3-
0, Búlgaría — Pólland 4-t, Skotlund — Danmörk 2-
1.
LokastaAan i riAltinum varfl þannig:
A*HHH
Frakklantf
Bcigia
Helland
Sv»M
B-ttm
England
Tikknslóvakín
V-l'ý/kaland
Malla
CdMN
Júsoslavia
UnRvtrjnlanil
Au.llirriki
NoreRur
u-rtan
Búlcaría
Skotbtnd
Oauuiúrk
Pollaod
3 2 I 0 S—3 S
3 2 9 1 7-7 4
3 10 2 4—S 2
3 0 12 3—7 1
3 3 0« 8—6 6
3 2 0 1 8—3 4
3 10 2 $—4 2
3 0 0 3 0—14 0
3 3 0 0 7-2  «
3 2 0 1 5—3  4
3 10 2 3—5  2
3 0 0 3 2—7  0
3 3 0 0 7—1 6
3 2 0 15-5 4
3 10 2 3—4 2
3 0 0 3 4—9  0
Staðan Í2. deild
Selfoss                      3
Breiðavlik                    3
Þér                         2
FH                         3
ísufjiirður                    3
Reynir                      3
Fylkir                       3
Áustri                       3
Magni                       3
Þrollur                      2
Murkaliæslu menn:
Suinurliði Guðbjartsson, Selfossi,
tiuðmundur Skurphéðiiisson, l»ór,
Hafþór Helgason, Þór,
Andrés Kristjánsson, ísufírði
Hcimir Bergssott, Self ossi,
Sigurjón Rann vcrsson, Brciðubliki,
lngíilfur Ingólfsson, Breiðnbliki, *
Junus Guðlaugsson, FH,
Þórir Jónsson, FH,
ÓtlurSveinsson, FIl,
Heimir Ingólfsson, Magnu,
Krislinn Krisljúnsson, Isafirfii,
Slgurbjörn M urinósson, A uslra,
1 0
1 0
0 0
1
1
1
I 11
0 1 2
1 1
1 1
0 1
0 0
10-2
7-3
8-4
7-4
7-5
3-3
5-7
4-9
2-13
1-4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24