Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 — 125. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
----------------------------------------------------------------------^-----------------------
„Valdabarátta íFram-
sókn tefur aögerðir"
—segir þingmaður Alþýðubandalagsins—„úr lausu lofti gripið,"
segir Steingrímur Hermannsson
„Valdabaráttan i Framsókn tefur
nú  aðgerðir  ríkísstiórnarínnar  i
launa- og eí'nahagsmálum. Við
bíöum eftir, hver verði naesti leikur
Ólafs Jóhannessonar. Því höfum við
ákveðið að bíða i nokkra daga,"
sagði einn þingmaður Alþýðubanda-
lagsins í viðtali við DB i morgun.
„Við vitum ekki, við hvern við
eigum að tala við núverandi að-
stæður," sagði þingmaðurinn. „Við
töluöum við Steingrím Hermannsson
í 10 daga, en síðan eyddi Ólafur öllu
þvi, er áunnizt hafði. Alþýðubanda-
lagið Iagði fram tillögur um launa-
maiin fyrtr mánuði." Alþýðubanda-
lagið tekur nú liklegar en áður hug-
myndum um bráðabirgðalög, sem
meðal annars fresti verkföllunum.
.Þingmaðurinn sagði, að þróunin
innanlands og ekki síður erlendis
kallaði á miklu víðtækari aðgerðir í
efnahags- og kjaramálum en menn
hefðu ætlað sér fyrirnokkru.
, ,Þetta er algerlega úr lausu lofii
gripið," sagði Steingrímur Her-
mannsson dómsmáiaráðherra í við-
tali við DB i morgun, þegar hann
var spurður, hvort valdabarátta ajtti
sér stað í Framsóknarflokknum.
Steingrimur taldi, aðsHkur orðrómur
hefði  kviknað,  af þvi  aö  Ólafur
Jóhannesson hefði talið of mikið
dregið úr tillögum um bráðabirgða-
lög vegna afstöðu Alþýðubandalags-
ins og talið, að betra vatri að gera
ekki neitt fremur en eins lítið og
Alþýðubandalagið lagði til.
-HH.
SAMA
VEÐUR-
BLÍDAN
ÁFRAM
„Það verður um það bil sama veður-
blíðan i dag og undanfarna daga og
ekki er vafi á því að sumaríð er komið.
Það er löngu komið." Þannig fórust
orð einum af veðurfræðingum Veður-
stofu íslands í samtali við Dagblaðið í
morgun. Hann sagði að veðrið núna
væri mjög eðlilegt veður miðað við
þennan árstíma. Það er þvi útlit fyrir
að a.m.k. Sunnlendingar geti sólað sig
áfram í dag eins og undanfarna daga.
Hins vegar er gert ráð fyrir að skýjað
verði fyrir norðan og austan.
-GAJ-
Þessi mynd var tekin á Akureyri um
hvitasunnuhelgina en þeir norðanmenn
kunna sannarlega að meta veflurblffl-
una sem verifl hefur afl undanförnu
enda fengið að bífla eftir henni. Hitinn
á Akureyri hefur farifl upp undir 20 stig
siðustu daga.  DB-mynd Kristján'Ingi.
Mjólkurfræðingar:
Einhver
glæta?
„Sáttanefnd boðaði til fundar í
mjólkurfræðingadeilunni í gær-
kvöldi og það virðist meiri giæta í
málunum en áður," sagði Guð-
laugur Björgvinsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar í morgum
,,Þetta var í fyrsta skipti er ein-
hverrar bjartsýni gætti''.
„Það er misjöfn sjón manna,"
sagði Torfi Hjartarson sáttasemj-
ari er DB bar ummæli Guðlaugs
undir hann. „Það er ekki vist að
allir hafi séð glætuna, þar sem
samningar strönduðu."
Að sögn Guðlaugs verður
mjólk dreift í dag, en nokkur
biðstaða var i morgun, þar sem
mjólk hafði ekki borizt frá Sel-
fossi.                   -JH.
EKKERT UM ÁFENG-
ISSÖLUNA GÓDU
—í kjallara fjármálaráðuneytisins
,,Ég veit ekkert um þetta og get
því ekkert um það sagt. Þetta hlýtur-
að vera einhver venja, sem aðrir hafa
skapað," sagði Tómas Árnason fjár-
málaráðherra er DB spurði hann i
morgun um þááfengissölu, sem fram
hefur farið til starfsmanna stjórnar-
ráðsins að undanförnu.
Stjómarráðssiart'smenn     hafa
síðustu daga tritlað niður i kjallara-
herbergi í Arnarhvoli. Tilkynna þeir
þar nðfn sín og númer og afgreiðsiu-
menn sannreyna þá hvort nöfn þeirra
séu ti) i skrám er tii slaðar eru. Sé svo
fá þeir afhentan pakka sem i eru
þrjár flöskur af eðlu áfengi og gengur
pakkinn yfir borðið gegn greiðslu,
sem er aðeins brot af því sem öðrum
landsins þegnum er gert að greiða
fyrir sömu voru í ú tsölum ÁTVR.
Hversu viðtækt það er að rikís-
starfsmenn fái þessi hhtnnindi er enn
ekki vitað, enda gat f'já rm álaráðherra
landsins engar upplýsingar um það
gefið og þessi áfengissala fer frarn án
hans vitundar í þvi húsi sem skril-
stofurhanserui.            -ASt.
Ennbólar
ekkertá
nýju físk-
verði
sjábaksíöu
Munið Ijósmyndakeppnina um SUMARMYND DAGBLAÐSINS 79
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24