Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 133. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 15. JUNÍ1979 — 133. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVFRHOLTI 1 l.—ADALSÍMI 27022.
Þrír af hverjum fjórum
vilja frysta grunnkaupið
—samkvæmtskoðanakönnunDagbladsins—Siábls.6og7
Farmenn
hafna gerð-
ardóms-
tillögu
sátta-
nefndar-
innar
Sáttafundur var í farmannadeilunni
til kl. 4 í nótt. Þar lagði sáttanefnd
ríkisins fram tillögu um að ágreinings-
mál farmanna og viðsemjenda þeirra
yrðu lögð í gerðardóm.
„Við erum með tillögu sáttanefndar
til skoðunar," sagði Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri VSl', í samtali við
DB í morgun. Farmenn hafa hins vegar
visað tillögu sáttanefndar á bug.
Páll Hermannsson, blaðafulltrúi
farmanna, taldi í morgun að fátt nýtt
hefði gerzt á samningafundum í nótt,
en deilumál virtust þó hafa þokazt
eitthvaðáfram.
Hallgrímur Sigurðsson, formaður
Vinnumálasambands samvinnufélaga,
kvað bjartsýni ekki ríkja eftir fundinn i
nótt. Hann kannaðist ekki við að
Vinnumálasambandið væri með í
bígerð tillögur um launaliði eins og
dagblaðið Tíminn staðhæfir í morgun.
Boðað hefur verið til nýs sátta-
fundar í dag kl. 14.
-GM/
Óþarfa leit að
skemmti-
siglingarmanni
í gærkvöldi var hafin leit að manni
á trillubát sem lagði af stað úr Reykja-
vikurhöfn og hugðist koma að landi við
Dalsmynni í Hvalfirði um kl. 6. Milli 9
og 10 var hafin leit með tveimur flug-
vélum er á lofti voru og á björgunar-
bátnum Gísla Johnsen. Eftir stutta
stund fannst bátskænan í fjöru við
Brautarholt á Kjalarnesi en maðurinn
hvergi. Hafðist þó upp á honum litlu
siðar og leit því aflýst, en hún orsakaði
talsvert ónæði margra að óþörfu. Er
maðurinn fannst kom í ljós að ekkert
hafði amað að hjá honum en hann
hafði breytt áætlun sinni án þess að
láta nokkurn vita. Auk áðurgreindra
aðila hafði lögreglan i Reykjavík
skyggnzt um á öllu hafnarsvæðinu
eftirbátnum.               -ASt.
Unnið við skurð eins hvalsins I hvalstóðinni I gærdag. Þessi hvalur hefur ekki náð þvi að njóta verndar Greenpeace-manna.
DB-mvnd Arni Páll.
Inngrip gæti veríð tvíeggjað vopn:
„YMSAR LEIÐIR FÆRAR"
— segir Þröstur Sigtryggsson skipherra um mótaðgerðir við truf lanir Greenpeace á hvalamiðunum
„Það eru ýmsar leiðir færar," sagði
Þröstur Sigtryggsson skipherra í sam-
tali við DB i morgun er hann var inntur
eftir því hvaða aðferðum Landhelgis-
gæzlan gæti beitt til að hindi a aðgerðir
Greenpeacemanna. Hefur Hvalur hf.
leitað til Landhelgisgæzlunnar eftir þvi
að hún sjái til þess að hvalbátarnir fái
að veiða í friði.
Landhelgisgæzlan hefur síðan komið
boðunum áfram til dómsmálaráðu-
néytisins sem taka mun endanlega
ákvörðun um aðgerðir. Þau mál eru í
athugun í ráðuneytinu og óvíst til
hvaða aðgerða verður gripið. En fullur
vilji dómsmálaráðherra er fyrir hendi
um að reyna að halda aftur af Rainbow.
Warrior á friðsamlegan hátt. En að
sögn Baldurs Möllers, ráðuneytisstjóra
í dómsmálaráðuneytinu, gera menn sér
þar grein fyrir því að ef
gæzlan væri látin grípa inn
aukna auglýsingu fyrir
menn, ekki einungis hér á
og erlendis, svo inngrip i
gætu orðið tvíeggjað vopn.
Landhelgis-
í, þýddi það
Greenpeace-
landi heldur
aðgerðirnar
-Itll
Stjórnar Viímundur Gy if ason dómsf ólunum?
—um alvarlega ásökun í leiðara Tímans á bls. 6 og 7
Munið Ijósmyndakeppnina um SUMARMYND DAGBLAÐSINS 79
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32