Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						20
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. JULI 1979.
^5
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
AUSTRIKOM-
INN Á SKRIÐ
—Selfoss vann Magna naumlega
Selfyssingar hirtu bæði stigin af
Grenvíkingum i 2. deild íslandsmótsins
á f östudagskvöldið og verður ekki ann-
að sagt en að nokkur heppnisblær hafi
verið yfir sigrinum hjá þeim að þessu
sinni. Lokatölur urðu 2—1 þeim i hag
eftir að staðan hafði verið jöfn í lu'ili-
leik, 1— 1.
Leikurinn var annars mjög jafn
allan tímann og sigurinn gat lent hvor-
um megin sem var. Heppnin var á
bandi Selfyssinganna að þessu sinni og
það gerði útslagið. Á 25. min. náði
Ámundi Sigmundsson forystunni fyrir
gestina en Jón Ingólfsson jafnaöi metin
á 34. mín. fyrir heimamenn úr auka-
spyrnu af um 35 metra færi.
Þegar um 10 mín. voru til leiksloka
tókst Gísla Sigurðssyni að skora sigur-
mark Selfyssinga og var það fremur af
ódýrari gerðinni hjá þeim.
Austri virðist heldur vera að ná sér
upp úr þeirri lægð sem einkennt hefur
liðið allt íslandsmólið fram til þessa.
Þeim tókst að hirða bæði stigin af
Þórsurum í ágætum leik á Eskifirði á
laugardaginn. Eina mark leiksins
skoraði  Bjarni  Kristjánsson  á  57.
mínútu. Þetta vr annar sigur Austra í
röð og liðið á nú góða möguleika á að
bjarga sér frá falli að þessu sinni.
-St.AAVS.
Staðan í 2. deild að loknum leikjum
helgarinnar er nú þessi:
FH            118 2 1 32—12 18
Breiðablik       118 2 1 26—7  18
Fylkir          10 5 2 3 22—14 12
Selfoss         114 3 4 16—11 11
Þór            11 5 1 5 14—15 II
Þróttur          9 3 2 4  7—10  8
ísafjörður       10 2 4 4 14—19  8
Reynir          112 4 5  8—22  8
Austri          11 2 3 6  9—20  7
Magni          11 2 1 8  9-28  5
Markhæstu menn:
mörk
10
Sigurður Grétarsson, UBK
Hilmar Sighvatsson, Fylki
Pálmi Jónsson, FH               7
Andrés Kristjánsson, ÍBÍ           7
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi    7
Guðmundur Skarphéðinsson, Þór    7
Þórir Jónsson, FH                6
Leifur Helgason, FH              5
Sigurður Grétarsson skorar fyrsta mark Blikanna úr vítaspyrnu. Litla myndin er einnig af Sigurði.
DB-myndir Þorri.
Sigurðarnir skoruðu
Blikarnir úr Kópavoginum gerðu svo
sannarlega góða ferð til Isafjarðar um
helgina er þeir sigruðu heimamenn 5-1
Gripið símann
geriðgóð
kaup
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
á malarvellinum þar í bæ. I hálfleik
var staðan 2-0 fyrir Breiðablik. Sigur
Blikanna var sanngjarn en einum of
stór miðað við gang leiksins.
Fyrstu 20-25 mín. leiksins var
jafnræði með liðunum og skiptust þau
á um að sækja en með litlum árangri.
Sókn Blikanna bar þó loks árangur á
22. min. er dæmd var mjög vafasöm
vítaspyrna á Rúnar Vífilsson. Sigurður
Grétarsson skoraði örugglega úr vítinu,
1-0.
Annað mark Blikanna kom siðan
skömmu fyrir leikhlé. Eftir hornspyrnu
skallaði Sigurður Grétarsson mjög
fallega í netið af stuttu færi, 2-0 og
þannig var staðan i hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var ekki ýkja
gamall þegar Sigurður fullkomnaði
þrennu sina með marki af stuttu færi úr
þröngri aðstöðu. Þar með var þætti
Sigurðar Grétarssonar lokið hvað
varðar mörkin í þessum leik en nú tók
félagi hans og nafni Sigurður Halldórs-
son við. Hann skoraði fjórða mark
Blikanna er hann skallaði í netið eftir
fyrirgjöf, 4-0.
Skömmu síðar skoruðu ísfirðingar
sitt eina mark er Örnólfur Oddsson
skoraði fallegasta mark leiksins. Áður
áttu ísfirðingarnir skot í stöngina.
Þegar um 10 mín. voru til leiksloka
bætti Sigurður Halldórsson sínu öðru
marki við og Blikarnir 5. er hann
skoraði af stuttu færi.
Bestu menn Blikanna voru þeir
Sigurður Grétarsson, sem er geysilegt
efni, Vignir Baldursson og Hákon
Gunnarsson, en af heimamönnum bar
Örnólfur Oddsson af — barðist eins
og ljón allann tímann og gafst aldrei
upp. Þá var Haraldur Stefánsson
trausturí vörninni.
Rétt er að geta undarlegs atviks sem
átti sér stað í síðari hálfleik. Sigurður
Grétarsson rak sig, að því er virtist
óviljandi i Jón Bjömsson, sem hafði
engar vífilengjur og réðst á Sigurð með
látum. Dómari leiksins, Páll Árnason,
hafði áður veitt Jóni gult spjald en sá
enga ástæðu til að vísa honum af leik-
velli sem hefði þó verið rökrétt
ráðstöfun.
-Þorri
MARKAHATIÐ
í FIRÐINUM
kl*;»:»:t:*:»:*:*:»:*:*:4:*'»:»:*'**»"»'***'*******"*****^^^                                                                     '
> * * * >*• *
FH-ingar nýttu sér svo sannarlega
góða veðrið a laugardaginn til hins
ftrasta er þeir fengu Reyni, Sandgerði i
heimsókn. Þeir léku við hvern sinn
fingur og þegar dómarinn flautaði til
leiksloka hafði FH skorað 10 mörk en
Reynir 2. Sannkallað markaregn. í
hálfleikleiddiFH6-l.
Það kom í Ijós strax í upphafi leiks,
að Júlíus Jónsson, sterkasti varnar-
maður Reynis, var á varamannabekkn-
um, hver svo sem ástæðan var. Enda
fór svo að vörn Reynis var eins og
höfuðlaus her og mörkin bókstaflega
hlóðust upp. Strax á 5. mínútu lék Atli
Alexandersson laglega upp vinstri kant-
inn og gaf yfir markið þar sem Helgi
Ragnarsson skoraði örugglega, 1-0. Á
8. mín. gaf Atli fyrir markið á nýjan
leik. Jón Örvar hélt ekki knettinum, en
varnarmaður hugðist bjarga. Tókst
ekki betur til en svo að hann skaut
beint i Benedikt Guðbjartsson og
þaðan fór boltinn í netið, 2-0.
Þriðja markið kom á 14. mín. en áður
hafði Pálmi átt tvö mjög góð færi.
Leifur Helgason fékk þá rtijög góða
stungusendingu inn fyrir vörn Reynis
og skoraði fallegt mark af um 25 metra
færi í bláhornið. Fjórða markið kom
fjórum mín. síðar. Bræðurnir Pálmi og
Þórir unnu mjög fallega saman að því
og Þórir skoraði örugglega, 4-0.
Á 23. mín. varði Þórir aukaspyrnu
með höndunum og Hjörtur Jóhanns-
'son skoraði örugglega úr vitinu, sem
dæmt var 4-1. Tveimur mín. síðar fékk
FH víti. Viðar Halldórsson skoraði af
öryggi úr henni", 5-1. Síðan var gert hlé
á markaskorun þar til á 45. mín. Atli
Aiexanders gaf þá lagalega á Viðar,
sem gaf stungu inn á Leif, sem síðan
renndi fyrir markið á Pálma. Pálmi
skoraði  örugglega  —  mjög  fallegt
mark,6-l.
Síðari hálfleikurinn byrjaði nokkuð
rólega a.m.k. markaskorunarlega séð
bg ekkert var skorað fyrr en á 61.
mín. er Guðjón Guðmundsson bók-
staflega gekk í gegnum vörnina og
skoraði, 7-1. Július Jónsson kom nú
inn á en það var um seinan — leikurinn
koltapaður. Á 76. mín. gaf Þórir lag-
lega fyrir markið og Leifur skallaði af
öryggi í netið enda enginn til að trufla
hann, 8-1.
Markaregninu var ekki þar með
lokið en hlé var nú gert í 10 mín. en á
85. mín. bætti Helgi Ragnarsson 9.
marki FH við með laglegu skoti utan úr
teig alveg út við stöng, 9-1. í næstu
sókn Reynis urðu Guðjóni Guðmunds-
syni á mistök í vörninni og Jón B. G.
Jónsson komst í gegn og skoraði örugg-
lega framhjá góðum markverði FH,
Friðriki Jónssyni, 9-2.
FH tók miðju og brunaði upp og
vörnin hjá Reyni hopaði öll rétt eins og
þegar Guðjón skoraði en nú var það
Leifur sem skoraði sitt þriðja mark, 10-
2.
Það er ekki sanngjarnt leikmanna
beggja liða vegna að vera að skera úr
um frammistöðu hvers og eins. FH-
ingar gátu leyft sér nær allt sem þeir
vildu — mótstaðan var engin. Því
verður hins vegar ekki neitað að FH lék
lengst af stórkostlegan fótbolta. Aliar
sendingar gengu upp og menn skoruðu
með tómum skotum út við stangirnar.
Slíkir leikir koma ekki oft. Reynismenn
voru hvorki fugl né fiskur — ekki einu
sinni flugfiskur og liðið komst aldrei
yfir hina herfilegu byrjun.
Liðið getur miklu meira, það vita
allir.                      -SSv.
k*tk**»*i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36