Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR 1980 — 1. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Forsetaembættid:
Akvörðun ffi/fi iffff fram-
X
I I I
stendur óhögguð
— segír Albert Gnðmundsson
„Ákvörðun forseta íslands, sern
fram kom í áramótaræðu hans, kom
ekki óvænt," sagði Albert Guð-
mundsson alþingismaður i viðtali við
W.
Albert sagði að sin ákvörðun um
framboð i forsetaembætti stæði
óhögguð. ,,Ég mun bjóða mig fram
tii þjónustu fyrir fólk og land á þess-
um  vettvangi  eins  og  áður  var
ákveðið," sagði Albert Guðmunds-
son.
..  Forseti Islands, Kristján Eldjárn,
skýrði frá því i áramótaræðu sinni á
nýársdag aðhann gæfi ekki kost á sér
til forsetakjörs þegar kjörtimabilið
rennur út í sumar.
Kvaðst  hanh  hafa  tekið  þessa
ákvörðun fyrtrailnokkru. Hann teldi
raunar að þrjú kjörtímabil, eða 12
ára'sela í embætti forseta, væri hæfir
iegur embættistími.
>BS
Pétur Thorsteinsson sendiherra um hugsanlegt
forsetaframboð sitt:
„Ef kæmu fram ákveðn-
ar áskoranir..."
„Ég hef ekkert hugleitt það og eng-
ar ákvarðanir tekið í því sambandi,"
sagði Pétur Thorsteinsson sendiherra, í
samlali við DB í morgun þegar hann
var spurður hvort hann myndi gefa
kosl á sér í forsetaframboð í sumar.
„Ef kæmu fram ákveðnar áskoranir
í þá átt, þá myndi ég athuga það mál,"
sagði Pélur ennfremur. „Ég vil hins
vegar taka það fram, að mér þykir leitt
að núverandi forseti hyggst ekki halda
áfram, það verður missir að honum í
embættinu."
Pétur sagðist hafa verið erlendis,
þegar hugmyndinni um framboð hans
var varpað fram í Dagblaðinu í velur
og hefði hann ekki leitt hugann að
málinu.                      -ÓV.
Skákmótið í Prag:
MARGEIR EFSTUR
— eftir þrjár fyrstu umferðimar
Margeir Pétursson er nú efstur á al-
þjóðlegu skákmóti í Prag, þar sem
hann teflir ásamt Jóni L. Árnasyni og
tólf skákmönnum öðrum. Þremur um-
ferðum er lokið en biðskákir verða
tefldar í dag áður en fjórða umferð
hefst. Jón er með einn vinning.
Jón L. Árnason sagði í símtali við
DB í morgun, að hann hefði sjálfur
tapað  tveimur  fyrstu  skákunum  —
gegn Júgóslava og Tyrkja — þeirri
fyrri á tíma. Margeir hefði unnið eina
skák og gert jafntefli í iveimur — þar
af annarri gegn Rússanum Vosikov,
sem trúlega mun tefla á Reykjavíkur-
skákmóti'nu í febrúar.
Jón lét vel af þeim félögum í Prag,
sagði þá hafa það ágætt og bað fyrir
nýárskveðjur heim.
-ÓV.
STJORNUMESSA UM
MfÐJAN FEBRÚAR
Stjörnumessa Dagblaðsins og Vik-
unnar verður haldin 14. febrúar næst-
komandi að Hótel Sögu. Þar verða
samkvæmt venju afhent verðlaun til
þeirra tónlistarmanna íslenzkra sem
sigra í Vinsældavali Dagblaðsins og
Vikunnar.
Vinsældavalið verður með nokkuð
öðru sniði en undanfarin ár. Skipaður
verður sérstakur dómstóll eða
kviðdómur,  sem  skilar  áliti  sínu.
Dómur hans gildir helming á móti at-
kvæðum lesenda. Fyrsti atkvæðaseðil!
Vinsældavalsins birtist í Dagblaðinu í
dag.
Stjörnumessao hefur verið haldin
tvisvar áður; í fyrra og hittifyrra. Hún
hefur þótt heþpnast sérlega vel. Til
hennar verður jafnvel vandað og
endranær.
-ÁT-
Samdrátturinn í N-Atlantshafsfluginu:
EIN ÞOTA TIL SÖLU
Ein af þrem DC-8 þotum Flugleiða
er nú á.söluskrá og stendur ekki til að
kaupa vél í staðinn. Aætlað er að halda
Norður-Atlantshafsfluginu uppi með
tveim DC-8 þotum, eða einni slíkri og
DC-10 breiðþotunni, Ekki er afráðið
hvort ein þota verður seld til viðbótar
eða hvort hún verður notuð til leigu-
verkefna.
Ekki hefur enn yerið tekin endanleg
ákvörðun um fækkuh Flugleiðastarfs-
manna erlendis, en þeir eru yfirleitt á
mun skemmri uppsagnarfresti en
starfsmenn félagsins hér. Ekki náðist í
Sigurð Helgason forstjóra í morgun til
að spyrjast fyrir um hugsanlegt sam-
starf við aðila í Luxemburg um N-
Atlantshafsflugið.             -GS.


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24