Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ARG. — MANLDAGUR 7. JANÚAR 1980 — 5. TBI..
RITSTJORN SIÐUMÚLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022.
Geir leggur efnáhagsmálatillögur fyrir hina fíokkana:
VÍSITALAN ÚR SAMBANDI
TIL FYRSTA SEPTEMBER
— eða frestun 15 vísitölustiga tílþess tíma — láglaunafólki bætt meö neikvæöum tekjuskattí
— fSokkarnir biöja um skýrari tillögur
Sjálfstæðismenn lögðu um helgina
tillögur i efnahagsmálum fyrir hina
flokkana. Höfundur þeirra mun
aðallega vera Jónas H. Haralz
bankastjóri. Tveir „valkostir" eru
þar gefnir. Annars vegar að vísitalan
verði tekin úr sambandi fram til 1.
september og verðbótum á laun
„frestað" til þess tima. Hinn kostur-
inn sem sjálfstæðismenn gefa er sá,
að 15 visitölustigum i verðbótum
verði frestaðtil 1. september.
Þetta þýddi að verðbótahækkun
kæmi ekki á kaupiö 1. marz og 1.
juni.
Bæta á hinum tekjulægstu þennan
missi verðbóta með „neikvæðum
tekjuskatti", það er að segja bótum
úr rikissjóði til þeirra sem hafa tekjur
innan ákveðinna marka. Mönnum
reiknast til,  að þetta gæti kosiað
ríkissjóð allt að 30 milljarða króna á
árinu. Sjálfstæðismenn hafaenn ekki
lagt fram itarlegar lillögur um
hvemig þessa fjár skuli aflað.
Þjóðhagsstofnun reiknar nú þessar
hugmyndir sjálfstæðismanna til að
finna, hvað þær þýði i verðbólgu og
skerðingu kaupmáttar. Tillögurnar
eru enn ekki vel útfærðar en búizt er
við að þær verði settar fram skýrar í
dag. Fulltrúar hinna flokkanna báðu
sjálfstæðismenn um skýrari tillögur
en vísuðu því sem fram kom ekki al-
farið á bug.                - HH
Harðar deilur
íVerkamanna-
sambandinu
„Kjaramálaráðstefna      Verka-
mannasambandsins samþykkti að á
öll laun fyrir neðan og að kr. 300 þús.
skyldu greiðast sömu visitölubætur
ög á 300 þúsund króna laun," sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamánnasambandsins í
viðtali við DB. Hann kvað umræður
hafa verið harðar á köflum en mál-
efnalegar. Hefðu menn ekki skipzt í
afstöðu sinni til málefna eftir
hörðum flokkspólitískum línum.
Fram hefði komið uppsöfnuð
óánægja ul margra ára, sem engan
veginn væri bundin flokkasjónarmið-
um.
Tillaga Var borin upp um að fella
niður tvo lægstu taxtana en kaup-
hækkanir ýrðu stiglækkandi í áföng-
um. Þá var lagt til að áherzla yrði
lögð á ýmsar félagslegar úrbætur. Sú
tillaga var felld, einkum vegna þess
að hún þótti ekki nægilega skýrt
mörkuð til framkvæmda.
Til viðbótar samþykktinni um
sömu krónutöluhækkun á laun upp
að 300 þúsundum var samþykkt að
prósentuhækkun yrði á laun milti 3
og 400 þúsund, en sú krónutölu-
hækkun kæmi ofan á laun sern væru
yfir400þúsundum.
Áherzla var Iðgð á að fulltrúar sem
yrðu einnig á kjaramálaráðstefnu
ASÍ hvikuðu ekki frá þessum sam-
þykktumþar.
„Það hefur verið okkar stefna, og
er enn, að hlutfallslegar verðbætur
komí á öll laun. Þessi ályktun Verka-
mannasambandsins er i algerri and-
stöðu við þau sjónarmið," sagði Þor-
steinn Pálsson, forstjóri Vinnuveit-
endasambands íslands i viðtali við
DB. „Þessisamþykkt bendiref ti! vill
fyrst og fremst til þess að ASÍ sé
klofið i sinni stefnumörkun í launa-
málum,"sagði Þorsteinn.      -BS
Stórsigur Indiru
Gandhi
- sjá erl. fréttir
bls. 8-9
Þrettándaólæti á Selfossi í nótt
Lögregiumenn
meidúust í átökum
Unglingar stöðvuðu umferð um Ölf usárbrú um tíma
Til að hindra aö hægt yrði að kveikja i kastinum settist húsvörður kaup-
fólagsins i náOjm hrúguna og bauð krökkunum siðan aö kveikja i sér ef þau
þyrðu. Með þassu mótí tókst honum aO forða tveim kerrum fré kaupfólaginu
frá eyðileggingu.
Fjórir lögreglumenn meiddust, þar
af einn illa á auga, er unglingar á
Selfossi gerðu aðsúg að lögreglunni i
nótt. Unglingarnir höfðu safnazt
saman við Ölfusárbrú um kl. eitt eftir
miðnætti, að loknum hljómleikum í
iþróttahöllinni og hugðust loka brúnni
með alls kyns drasli.
Þeim tókst að stöðva umferð um
brúna um tima. Er lögreglan kom á
staðinn til að greiða fyrir umferðinni
rifu krakkarnir upp klakastykki og
hentu að henni. Stóð skæðadrifan á
lögreglumennina langa hrið með þeim
afleiðingum að fjórir meidust.
Til að hindra umferðina náðu ungling-
arnir í kerrur hjá kaupfélaginu og
mótatimbur úr nýbyggingu Selfossbíós.
Er haugurinn var kominn á brúar-
sporðinn var bensini hellt yfir og átti að
kveikja i. Húsvörður kaupfélagsins
hindraði íkveikjuna með þvi að setjast í
oliublauta hrúguna. Síðan bauð hann
krökkunum að kveikja i sé ef þau
þyrðu.
Eftir að búið var að ryðja hindrun-
inni i burt einu sinni fór lögreglan á
brott með nokkra ólátaseggi. Krakk-
arnir hófust þegar handa við að hlaða
nýjan haug. Eftir að lögreglan var farin
var hins vegar allur spenningur búinn
og leystist samkundan brátt upp.
Að sögn Jóns Guðmundssonar yfir-
lögregluþjóns á Selfossi er það fastur
liður á þrettándanum að unglingar taki
upp á þvi að hindra umferð um Ölfus-
árbrú. Hann kvað aðgerðirnar í gær-
kvöld hafa verið með versta móti.
-ÁT-
HÆTTIR J0HANN INGI SEM LANDSUÐSEINVALDUR?
- sjá íþróttir bis. 15-18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32