Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ARGi — ÞRIDJUDAGUR 8. JANUAR 1980 — 6. TBI..
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022.
Haiwleikurinn um borö í Tý:
„VERÐUR EKKISKYRDUR
MED NOKKRUM RÖKUM"
— segir Jón Magnússon, lögfræðingur Landhelgisgæzlunnar
„Hinn óhugnanlegi atburður sem
varð um borð i varðskipinu Tý upp
úr kl. níu í gærmorgun verður ekki
skýrður með nokkrum rökum og í
fljótu bragði finnst ekkert sem bendir
til að ástæða eða upphaf harmleiks-
ins hafi orðið til eftir að Týr lét síðast
úr höfn í Reykjavík, sl. föstudag."
Á þessa leið fórust Jóni Magnús-
syni, lögfræðingi Landhelgisgæzl-
unnar, orð er hann ræddi við frétta-
menn á Akureyri í gærkvöldi. Þá og í
alla nótt — og enn í morgun — var
lögregluvörður við skipið við Torfu-
nesbryggju á Akureyri, sem meinaði
öll samtöl og samskipti við skipverja.
Þeim var og meinuð landganga,
nema rétt til að hafa nauðsynlegasta
samband við sína nánustu og þá helzt
um síma lögreglustöðvarinnar.
Þeir sem létu lifið fyrir hnífsstung-
unum voru Jóhannes Olsen, 21 árs
haseti, sem starfað hefur i Gæzlunni
síðan 1976, og Einar Óli Guðfinns-
son, 18 ára viðvaningur, sem starfað
hefur í Gæzlunni síðan í ársbyrjun
1979. Jón D. Guðmundsson, þriðji
vélstjóri á Tý, sá er varð félögum sín-
um að bana og hvarf síðan og er tal-
inn af, var 32 ára gamall. Hinir Iátnu
, voru allir Reykvikingar, Jóhannes og
Einar Óli ókvæntir og bjuggu í for-
eldrahúsum en Jón fjölskyldumaður.
- GAJ / A.Sl. Akureyri.
— s/á nánará baksíðu
Dularfull rödd hríngdi til Dagblaðsins:
„Skjöldurinn
er á /eíð/ Jóns
Sigurðssonar"
— DB fann þjóðfundarskjöldinn, sem
stolið var af MR
Dularfull rödd hringdi í Dagblaðið
á sjöunda timanum i gærkvöldi og
sagði: „Jóns Sigurðssonar skjöldur-
inn, sem stolið var af húsi Mennta-
skólans i Reykjavík, er á leiði Jóns
Sigurðssonar í gamla kirkjugarðin-
um." Þar með var því símtali lokið.
Efagjörnum blaðamanni þótti sím-
tal þetta einkennilegt en þó var viss-
ara að kanna hvað þarna bjó að baki.
Því var hringt í Guðna Guðmunds-
son, rektor Menntaskólans, og spurt
hvort hann saknaði skjaldar. Jú,
mikið rétt, þjóðfundarskjöldurinn til
minningar um þjóðfundinn 1851 var
horfinn og hafði rektor tilkynnt það
lögreglu. Skjöldurinn hefur verið við
fordyr skólahússins sl. tæpa þrjá ára-
tugi eða frá árinu 1951.
Nú lifnaði heldur yfir spæjurum
Dagblaðsins. Blaðamaður og ljós-
myndari vopnaðir myndavélum
lögðu af stað og könnuðu. gamla
kirkjugarðinn í skjóli myrkurs.
Þar blasti skjöldurinn við og á
honum bréf, stílað á Dagblaðið.
Spæjarar DB mundu það úr glæpa-
þáttum sjónvarpsins að notaðir eru
hanskar þegar slík bréf eru könnuð.
Því var leitað í bílnum og fannst þar
einn hanzki og ullarvettlingur og
voru þeir notaðir við rannsóknina.
Bréfið var undirritað af „Vakn-
ingarmönnum" og í umslaginu var
mynd af tveimur úlpuklæddum
mönnum við stuld skjaldarins. f bréf-
inu sagði að stuldur skjaldarins væri
ekki sjúklegt gerræði heldur mót-
mæli gegn rótleysi og glæpum í þjóð-
félaginu.
Mótmælt var ofríki Guðna rektors
í MR og greint frá því að nú skorti
föðurlega festu í anda Jóns Sigurðs-
sonar. Bent er á að föðurlegt einræði
sé eina lausnin. Ýmsu öðru var mót-
mælt í bréfinu.
Dagblaðsmenn héldu aö sjálfsögðu
á fund lögreglu og tilkynntu um at-
burðinn. Lögreglan lét rannsóknar-
lögregluna vita, sem tekið hefur að
sér rannsókn málsins, og skjöldurinn
var sóttur á leiðið og kemst væntan-
lega fljótt á sinn fyrri stað.
-JH
„Spæjari" DB, með hanzka á vinstri hendi og ullarvettling á hægri, teygir sig eftir hréfimi á leiði J6ns forseta. Skjöldurinn er
þar umlir.                                                                                  DB-mynd: Hörður.
YFIRHEYRSLURIDAG
— strangur lögregluvörður um áhöfnina
- líkin flutt til Reykjavíkur í dag
„Við munum yfirheyra og taka
skýrslur af öllum þeim skipverjum,
sem voru sjónaryottar áð at-
biirðunum Og ástæða er ttl að ætla að
skýrt geti málin," sagði ívar Hánnes-
son rannsóknarlögreglumaöur í
viðtali við DB í tnorgun.
Tvö aðalvitnin voru einkum yfir-
heyrð í gær, en þeir menn voru
staddir S eldhúsi skipsins er Jón greip
til hnífsins. Annars var i morgun eftir
að yfirheyra um 20 manns áður en til
sjóréttar kæmi.
Strangur lögregluvörður er nú við
skipið í Akureyrarhöfn, bar kemst
enginn  óviðkomandi  um  borð,
skipverjar halda sig neðan þilja og
mega ékki hafa samband við fólk i
landi.
Langhelgisgæzluflugvél   var   í
morgun stödd á Ákureyri og var hún
vajntanleg tíi Reykjavikur með lik
iveggja hinna látnu um hádegisbilið.
-GS/ASt., Akureyri.
L0DNUFL0TINN
í STARTHOLUNUM
„Hér er allt tilbúið til að taka við
fyrstu meldingunum, en við eigum
ekki von á fréttum fyrr en í nótt, eða
með morgninum," sagði Andrés
Finnbogason hjá loðnunefnd í morg-
un. Yfir 40 skip eru lögð af stað á
miðin fyrir norðan og mörg komin
þangað og byrjuð leit.
Eitt leitarskip, sem verið hefur þar
um slóðir undanfarið, hefur ekki
orðið vart við loðnu, a.m.k. ekki í
umtalsverðu magni, en Andrés var
bjartsýnn á að hún fyndist þegar
leitarskipin yrðu orðin yfir 40.
Veiðarnar mega hefjast nú á hádegi.
-GS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24