Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. 9 Ríkissaksóknari: BRAGI 'SIGURÐSSON „VANDIÞJÓDFÉLAGSINS ER MIKILL” „Iðrun er engin og forherðing hugans fram á þennan dag” „Styrkur vilji og hegðun eftir verknaði, sem framdir hafa verið og eftir uppsögn héraðsdóms? Það væri synd að segja að á bak við hug ákærðu væri iðrun. Þvert á móti forherðing hugans fram á þennan dag. Það er skoðun mín að þjóðfélagið sé í vanda statt þegar athugað er hvað gera skuli við þessa menn. Það er hins vegar krafa samfélagsins að það fái vernd fyrir þessum mönnum. Þetta eru hættulegir menn,” sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í lok sinnar löngu og ítarlegu sóknarræðu i Hæs'ta- rétti. -BS. » Loftleysið í réttarsölum Hæstaréttar var þrungið spennu undir málflulningi ríkissaksóknara undanfarna daga. Ef- laust hefur það verið léttir fyrir lög- reglumennina og Sævar Marínó Cie- cielski að komast undir bert loft að lok- inni frumræðu hans. „Mér kemur ekki í hug annað en að i þessu máli gildi það sem þannig hefur verið orðað: „Vafi sökunaut i hag”,” sagði ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, undir lok sinnar frumræðu i málflutningi fyrir Hæstarétti i Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þeg- ar hann hafði flutt sókn í málum þessum samfleytt í fjóra daga i röð, eða samtals um 19 klukkustundir. Hann bætti við: ,,En sökunautar verða einnig að þola afleiðingar eigin gerða samkvæmt skynsamlegum rökum, eins og lög mæla fyrir um. Hvað gæti orðið til linkindar hinum ákærðu í þessum málum?” spurði rikissaksóknari. „Mér vefst tunga um tönn,” sagði hann. „Ungur aldur? „Jú, þá staðreynd má nefna. Þetta er ungt fólk,” sagði saksóknari. Geirfinnsmál: SAMBÝUSKONA PÁLS STUDDI □ÐFESTAN FRAMBURÐ HANS „Aðfinnsla Páls Konráðssonar er eiðvinningin,” sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari i ræðu sinni í mál- flutningi í Hæstarétti í dag. „Bréf hans þar sem hann tekur aftur eiðfestan framburð er póstlagt í pósthúsi Litla- Hrauns,” sagði Þórður. Framburður hans er, að þvi leyti sem hann getur verið, samhljóða fram- burði sambýliskonu hans, Huldu Bjarkar Ingibergsdóttur, sem bjó með honum á Laugavegi 32 kvöldið sem Kristján Viðar fór út á Vatnsstíg til þess að taka þátt i förinni til Keflavikur hinn 19. nóvember 1974. Páll bar það, að hann hefði séð Kristján Viðar fara niður á Vatnsstíg og þar upp í bifreið þar sem fleira fólk var. Áður hafði farið fram símasamtal milli Kristjáns Viðars og Sævars Marinós um ferð til Keflavikur til þess að sækja spíra. Eins og skýrt var frá í frétt i DB i gær barst rikissaksóknara bréf frá Páli Konráði þar sem hann telur að samvizku sinnar vegna geti hann ekki lengur unað við framburð sinn um ferð Kristjáns Viðars, sem hann hafði borið fyrir dómi og unnið eið að. Rikissaksóknari gat þess að annar vitundarvottur að undirskrift Páls undir bréfið, væri Jóhann S. Jónsson, refsifangi fyrir innbrot i Sportval, þar sem hann stal skotvopni og fór síðan út á Snorrabraut og skaut þar með þvi i allaráttir. Hinn vitundarvotturinn væri Albert Ragnarsson, banamaður Guðjóns Atlasonar. Páll Konráð Konráðsson sætti engum þvingunum, að sögn ríkis- saksóknara, þegar hann bar vitni fyrir dómi og vann eiða að framburði sinum. „Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri ástæða til að afla álits geðlækna en í þessu máli” — segir ríkissaksóknari „Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri ástæða til þess en i þessu máli að afla álits geðlækna um heilsufar á- kærðu,” sagði ríkissaksóknari meðal annars í ræðu sinni í Hæstarétti í gær. Þess álits var leitað og loks borið undir læknaráð. Niðurstaða geðlæknis, dr. Lárusar Helgasonar, um Kristján Viðar Viðars- son er í aðalatriðum þessi: Krlstján Vlflar er sá sem fyrr gengur út úr dómhúsi Hæstaréttar afl lokinni frumræðu saksóknara I gær. Fylgd lög- reglumannsins er óhjákvæmileg. Ljósm. Bjarnleifur. „Hann er haldinn drykkjusýki og ávanalyfjum og er tilfinningalega ó- þroskaður. Hann hefur andfélagslega afstöðu og atferli. Telja má vist að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar umrædd atvik eru talin hafa átt sér stað. Hann er hvorki fáviti eða geðveikur. Það er ekki unnt að dæma um sakhæfi hans i hvoru tilviki um sig. Læknaráð féllst í meginatriðum á álit dr. med. Lárusar Helgasonar og telur hann sakhæfan. f skýrslu Ingvars Kristjánssonar um Sævar Marínó Ciecielski segir meðal annars: Sævar er ekki fáviti né geðveikur en haldinn geðvillu (antisocial type), andfélagslegum til- hneigingum. Hann er sakhæfur. Læknaráð svarar fyrirspurn um skoðun Ingvars: Húnerrétt. Um Tryggva Rúnar Leifsson segir í skýrslu Ásgeirs Karlssonar geðlæknis: Hann er hvorki vangefinn né haldinn geðveiki, heldúr geðvillu, andfélags- legum viðhorfum. Hann er fremur illa geftnn, haldinn drykkjusýki og háður fíkniefnum. Hann er sakhæfur. Læknaráð er sammála þessu áliti. Ásgeir Karlsson geðlæknir segir i skýrslu sinni um Erlu Bolladóttur: Hún er hvorki vangefin né geðveik. Hún er haldin nokkuð sterkri geðvillu og hefur þörf fyrir að stjórnast af öðrum. Persónuleiki hennar er fremur veikur og gætir sefasýki (Phobia). Hún hefur möguleika á Psychotheapi, sál- lækningu. Hún er sakhæf. Læknaráð fellst áálit læknisins. Um Guðjón Skarphéðinsson segir Ingvar Kristjánsson geðlæknir: Hann er vel greindur en haldinn geðvillu. Hættir til geðlægða, manio depressive. Hann er sakhæfur. Læknaráð svarar fyrirspurn um hvort álit geðlæknisins sé rétt: Já. -BS. VERKTAKAR - IÐNAÐARMENN BOSCH HÖGGHAMRAR - BORHAMRAR IOSCH Steypan verður sem bráðið smjör með risunum frá BOSCH BOSCH Fjölbreytt úrval af rafmagns verkfærum Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16 Reykjavík Sími35200 ^EVEeMDAM SHOES SiUSU LMIGAVEGI Vandaðir fótiagaskór Stœrðlr38—40Kr. 18.900.- Stærðir 41—46 Kr. 19.900.-’ GEVEc+ADAM Sími 17345. Póstsendum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.