Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 22. JAN. 1980 — 18. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. ALIGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 2702?.
(    Benedikt fær boltann og reynir viö „Stefaníu"    }
Alþýðubandalagid neit
ar nýsköpunarstjórn
og er andvígt utanþingsstjórn
Stjórnmálamenn voru í morgun
sammála um að forseti íslands mundi
næst fela Benedikt Gröndal að reyna
myndun meirihlutastjórnar. Svavar
Gestsson gafst upp við stjórnar-
myndun í morgun og skilaði umboði
sínu. Alþýðuflokksmenn segja að
Benedikt muni reyna myndun
nýsköpunarstjórnar, Alþýðuflokks,
Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda-
lags. Alþýðubandalagsmenn hafna
þeim möguleika fyrirfram.
„Nýsköpunarstjórn er delluhug-
mynd, eftir að Alþýðuflokkurinn
hefur lýst andstöðu við stefnu
okkar," sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son þingmaður (AB) i viðtali við DB i
morgun. „Rikisstjórnir á að mynda
um stefnur."
Nærtækast væri fyrir  Benedikt
Gröndal, segja stjórnmálamenn, að
reyna myndun „Stefaníu", stjórnar
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og
Alþýðuflokks. Töluverð samstaða er
milli Framsóknar og Alþýðuflokks
eins og hvað eftir annað hefur komið
fram við tilraunir til stjórnar-
myndunar. Spurningin væri þá,
hvort tækist að fá Sjálfstæðis-
flokkinn. til  að ganga  inn  í  það
samstarf. — Benedikt mun í tilraun
sinni leggja fram „málamiðlunar-
tillögur" i efnahagsmálum fyrir alla4
flokkana.
Stjórnmálamenn telja möguleikann
á vinstri stjórn úr sögunni í bili.
Mistakist Benedikt að koma
saman meirihlutastjórn, mun forseti
íslands athuga möguleika á minni-
hlutastjórn,  að  sögn  stjórnmála-
manna í morgun. Forseti mun einnig
hafa í huga möguleikann á utan-
þingsstjórn, ef aðrar leiðir rcynast
ekki færar. „Alþýðubandalagið er
andvígt utanþingsstjórn," sagði
Ólafur Ragnar. „Það telur, að
flokkarnir hafi verið kosnir til að
taka við ábyrgðinni. Þeir, sem telja
sig ekki eiga samstöðu með okkur,
ættu þá að koma sér saman um
stjórn," sagði hann.
-HH.
Sara Lidman
IFYRSTA SINN
T1LK0NU
Sara Lidman fær
bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
í gær var tilkynnt að bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs hefðu verið
veitt sænsku skáldkonunni Söru
Lidman og er hún fyrsta konan sem
hlýtur þessi verðlaun. Sara Lidman er
reyndar ekki alveg óþekkt hér á landi
því árið 1966 kom hún hingað í boði
stúdenta til að flytja tölu gegn Vietnam
stríðinu, en var þá meinað að tala í Há-
skólanum. Urðu út af þeirri ráðstöfun
miklir úfar.
Bókmenntaverðlaun fær Sara
I.idman f.yrir verk sitt Vredens Barn
sem er bók númer tvö i trílógíu um
mannlif i Norður Svíþjóð á 19. öld,
þaðan sem hún sjálf er.
Hún er fædd árið 1923 og kom
fyrsta bók hennar út árið 1953. Varð
hún þegar kunn af þvi verki og ritaði
fleiri bækur á þeim áratug sem
einkenndust af þvi sem nefnt hefur
verið sýlfræ'ðilegtráunsæi, en i þeim er
gjarnan fjallað um uppvöxt og þroska
ungra stúlkna. Árin 1960—61 dvaldi
Sara Lidman i Suður-Afríku og hafði
sú dvöl mikil áhrif á hana og varð
kveikjan að tveim skáldsögum sem
fjölluðu um kynþáttakúgun. Upp frá
því lét hún sig málefni þriðja heimsins
miklu varða og var einn helzti for-
kólfur Vietnam nefndarinnar sænsku
— skrifaði m.a. bók um Vietnam sem
nefndist Samtal í Hanoi. Næst vakti
Sara Lidman á sér athygli með bók með
samtölum við námuverkamenn i
Kiruna sem þekktir voru að ólöglegum
verkföllum. Er talið að sú bók hafi haft
mikil áhrif á verkalýðsbaráttuna í Sví-
þjóð. í nýjustu verkum sínum virðist
Sara Lidman svo aftur komin á heima-
slóðirsinar.                   -Al.
„VINSTRISTJÓRN ÚR SÖGUNNI í BIU"
„Vinstri stjórn er úr sögunni i bili — það er fullreynt að minu mati. Abyrgðin á á-
framhaldandi stjórnarkreppu hvílir á herðum sumra forystumanna Alþýðu- og Fram-
sóknarflokks," sagði Svavar Gestsson alþingismaður i morgun er hann kom af fundi
forseta íslands, Svavar hefur skilað af sér stjórnarmyndunarumboði sinu til forseta.
„Ég veit að i Alþýðu- og Framsóknarflokki er verulegur áhugi á vinstri stjórn. Sá
áhugi liirtist ekki sem skyldi í viðræðunum. Þar var ekki áhugi eða vilji til að koma
til móts við Alþýðubandalagið."
ARH/DB-mynd: Hörður.
Hefur átt heimili í fimm þjóðlöndum — sjá viðtal við Oddnýju Elísabetu Thor-steinsson, eiginkonu Péturs Thorsteins-son forsetaframbjóðanda — sjá bls. 8		Ekkert ákveðið um beina útsendingu sjónvarps frá élympíuleikunum — sjá bls. 8 Tveggja milljarða verk flutt úr landi — þar sem íslenzkir arkitektar munu ekki eiga þátt í hönnun flugstöðvarínnar á Keflavíkurflugvelíi         — sjá bls. 9
Yfírgnæfandi líkur fyrir því að Sævar hafi ekki komið á Hamars-brautina um nóttina \ — segir Jón Oddsson hrl. um hugsanlega aðild að bana Guðmundar Einarssonar — sjá bls. 5		
		Carter gersigraði Kennedy í lowa - sjá erl. f réttir á Us. 6 og 7

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24