Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG: — MIÐVIKUDAGUR 23. JAN. 1980 — 19. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGI.ÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 2702?.
Þungaskattur og
kílómetragjald
hækkað umfram
lagaheimildir?
— litíir dísilhílar orönir dýrari í rekstri en
samsvarandi bensínknúnir bílar
— sjá bls. 8
TVÆR 0L0GLEG-
AR LEIGUMIÐL-
ANIR STARFANDI
— óheimiK samkvæmt lögum að taka fé af fólki í húsnæðisleit
„Við höfum kært þetta fyrirtæki
oftar en einu sinni bæði fyrir lögreglu
og félagsmálaráðuneytinu, en ekkert
virðist vera að gert," sagði Jón frá
Pálmholti, formaður Leigjendasam-
takanna, í samtali við DB.
Eins og skýrt var frá í DB í gær er
nú starfrækt að Hverfisgötu 76 leigu-
miðlun sem ekki hefur fengið löggild-
ingu frá lögreglustjóra. Einnig hefur
þar verið starfrækt atvinnumiðlun
sem samkvæmt lögum í landinu er
óheimil.
„Það hefur komið til okkar fjöldi
fólks og kvartað undan leigumiðlun-
inni að Hverfisgötu 76 og við höfum í
höndunum Ijósrit af kvittunum þessa
fólks. Samkvæmt lögum er bannað
að taka fé af fólki í húsnæðisleit. Við
vitum nú um tvær leigumiðlanif í
borginni sem starfa án löggildingar
og taka fé af fólki. Er það allt upp í
fimmtán þúsund krónur sem fólk er
látið greiða," sagði Jón frá Pálm-
holti.
-ELA
Rannsóknariögreglan
kannar nú málið
„L.ögreglan mun gera sínar ráð-
stafanir þannig að engin ólögleg
leigumiðlun verði starfrækt hér,"
sagði William Möller, fulltrúi lög-
reglustjóra, í samtali við DB í morg-
un.
„Auk þess er Rannsóknarlögregla
rikisins að athuga hvaðajtarfsemi fer
fram á þessum stað. Við fengum
kæru frá Leigjendasamtökunum um
ólöglega leigumiðlun. Stuttu seinna
var sótt um löggildingu frá lögmanni.
Það þarf að fullnægja ýmsum skil-
yrðum  til að reka leigumiðlun og
leyfið var til athugunar bæði hér og
hjá ráðuneytinu," sagði William enn-
fremur.
,,Nú hefur leyfið hins vegar verið
afturkallað frá lögmanninum. Rann-
sóknarlögregla ríkisins er komin í
málið og mun athuga það betur."pi »
Hörkuárekstur í Hafnarfírði
— þrír á slysadeiU
Þrir menn voru fluttir í sjúkrahús i
nótt frá árekstursstað í Hafnarfirði.
Hlutu allir andlits- og höfuðmeiðsl en
ekki verulega alvarleg, að því er talið
er.
Áreksturinn varð á fyrsta tímanum í
nótt á mótum Hjallabrautar og Reykja-
víkurvegar. Voru báðir bílarnir á
Reykjavíkurvegi og óku í gagnstæðar
áttir. Sá er frá Hafnarfirði kom sveigði
á gatnamótunum inn á Hjallabraut og í
veg fyrir hinn. Áreksturinn varð geysi-
harður og valt annar bíllinn. Báðir bíl-
arnir eru mjög illa farnir. Ökumaður
bílsins sem frá Hafnarfirði kom var
með nokkurra klukkustunda gamalt
bílpróf.
-A.SI.
Benedikt Gröndal með forseta Islands i morgun.
DB-mynd Hörður.
Benedikt út í óvissuna
,,Ég mun byrja á að óska eftir fundi
með formönnum allra hinna flokk-
anna, einum í einu. Fyrirfram er því
ekkert ákveðið um fyrirkomulag
viðræðnanna," sagði Benedikt
Gröndal forsætisráðherra eftir þriggja
stundarfjórðunga fund með forseta í
morgun. Hann fól Benedikt umboð til
myndunar meirihlutastjórnar.
„Forseti setti mér engin timatak-
mörk. Hann vonast þó til þess, eins og
fleiri, aðþettagangi fljótt fyrirsig."
Benedikt vildi ekkert láta hafa eftir
sér um þau ummæli Svavars Gests-
sonar í gær, að fullreynt væri í bili að
mynda ríkisstjórn Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðubanda-
lags.                      -ARH.
Stjómmálamenn í morgun:
Aðeins „Stef-
anía" eftir
— annars utanþingsstjórn
„Mér sýnist fulireynt aö Alþýðu-
bandalagið íetiar sér ekki t rikis-
stjórn. Nú er aðeins eftir mögu-
ieikinn á „Stefaniu", stjórn Sjaff-
stæðis-, Framsóknar- og Alþýðu-
flokks. Anrtars sé ég ekki annáð en
utanþingsstjórn,** sagði einn forystu--
nianna Sjálfslæði.sflokksins i
morgun. Aðrir tóku undir þá
skoðun.
Þessi sjáifstæðismaður taldi sæmi-
lcga góda mögulcika á niyndun
„Stefaníu". Það vasri ,,á blaði"
hvað sameinaði þcssa þrjá f lokka. Þó
væri óvariegt að fullyrða neitt um
tnáiið að svo stöddu.
Benedikt Gröndai hyggst leggja til-
lögur í efnahagsmálum fyrir flokk-
ana alla. Gert er ráð fyrir að tiliög-
urnar verði með þeim hætti að
Alþýðubandalagið hafni þeim fljót-
lega.
Verði „Stefanía" mynduð, er alis
óvíst að Benedikt verði forsæiisráð-
herra. Sjálfstœðis- og framsóknar-
menn hafa ýmislegt við það að
athuga.
-HH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24