Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. — LAUGARDAGUB 26. JAN. 1980 — 22. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Horthyggst
cflUlflflclfllla
hejmsmetiö
á íslandi
íhaust
Tékkneskí stórmeistarinn W. Hort
hefur tekið mjög liklega i þá hug-
mynd Skáksambands íslands að hann
komi hingað tii lands siðar á árinu og
endurheimti heimsmet sitt í fjðltefli.
Eins og menn muna setti Hort
heimsmet i fjöltefli í Valhúsaskóla
23.—24..april 1977 er hann tefldi við
550 íslendinga.
Svisslendingurinn Werner Hug
bætti svo þetta met á siðasta ári er
hann tefldi fjöltefli við 560 menn.
Vinningshlutfall hans var þó langt í
frá eins hátt og hjá Hort og ekki
tefldi hann heldur við eins marga í
einu. Engu aðsíður hefur Hort fullan
hug á að endurheimta þetta met og lét
hann þá ósk í Ijós í samtali við Einar
S. Einarsson, forseta Skáksambands-
ins, að af þessu gæti orðið næsta
haust. Það voru Dagblaðið og Skák-
samband Islands sem stóðu fyrir fjöl-
tefli Horts i Valhúsaskóla á sínum
tima.                  -GAJ.
Sjálfstæðismenn
jákvæðir
gagnvart Benedikt
— Benedikt vill hætta en sumir alþýðuflokks-
menn vilja að hann reyni betur
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
voru á þingflokksfundi í gær sam-
mála um að það væri skylda stærsta
flokksins að taka þátt í stjórnar-
myndun. Fundurinn var jákvæður
gagnvart tilraun Benedikts Gröndals
og tilbúinn til viðræðna á grundvelli
tillagna Benedikts eða öðrum grund-
velli. Þingflokkurinn hafði þó ýmis-
legt við sum atriði i tillögum Bene-
diktsaðathuga.
Benedikt Gröndal mun vilja skila
umboði sínu en sumir aðrir
forystumenn Alþýðuflokksins vilja
að hann reyni betur. Fundur í þing-
flokki Alþýðuflokksins i dag mun.
ákveða   hvort   Benedikt   hættir
tilraunum sínum eða ekki.
Það kom alþýðuflokksmönnum á
óvart, að sögn þeirra, að Framsókn
skyldi vísa tillögum Benedikts á bug
eins afdráttarlaust og raunin varð.
Sumir alþýðuflokksmenn sögðu að
synjun Framsóknar hefði byggzt á
áhuga þeirra á að Steingrimur
Hermannsson yrði forsætisráðherra
en ekki Benedikt. Framsóknarmenn
sögðu hins vegar að tillögur Bene-
dikts hefðu sýnt óbilgirni.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
vísaði i gær á bug tillögum Benedikts
og taldi mörg atriði i þeim „ýmist
óframkvæmanleg eða stórhættuleg."
-HH.
„Styð Guðlaug"
— segir Reynir
Ármannsson
„Það er engin leynd yfir því að
ég styð Guðlaug Þorvaldsson
rikissáttasemjara i forseta-
kosningunum," sagði Reynir
Ármannsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, i samtali við
Dagblaðið.
„Ég hef staðið fyrir söfnun
fyrir hann og mun leggja mig all-
an fram við að afla honum aukins
fylgis," sagði Reynir.     -GAJ.
— Sjá einnig stuðningsmannalista
Péturs Thorsteinssonar bls. 7.
Ráðherrar í
utanþingsstjórn?
Þingmenn velta fyrir sér i
spjalli í setustofu Alþingis hverjir
muni líklegastir til að verða
ráðherrar í utanþingsstjórn. Mest
hafa verið nefndir Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri, sem
sennilega yrði forsætisráðherra,
Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri,
SÍS-mennirnir        Erlendur
Einarsson og Valur Arnþórsson
og bankastjórarnir Helgi Bergs og
Jónas Haralz.
-HH.
Seppi horfir spekingslega á endurnar á Tjörninnu Hann og húsmóðir hans hafa vœntanlegafarið
tilþess að gefa öndunum eins og margir aðrir gera þegar kalt er í veðri og ís á Tjörninni. Þá veitir
öndum ekki af einhverju góðu í kroppinn. Kannski vaknar i seppa veiðieðlið þegar hann sér
fuglanafyrirframan sig, en hann sigrast áfreistingunnu Þetta er máltíð andanna en ekki hans.
DB-mynd Magnús Hjörleifsson.
Hús flutt f rá Akranesi
til Reykjavíkur
— í fylgd lögreglumanna fjögurra umdæma
Gamalt timburhús á Akranesi sem
þar bar nafnið Jörvi og stóð við
Vesturgötu 89 lagði i gær af stað á
vagni til Reykjavíkur. Þar er húsið
búið að fá pláss í vesturborginni.
Svona flutningur húsa úr öðrum
kjördæmum mun næsta fátíður.
Á ferð sinni til höfuðborgarinnar
fekk húsið nokkurs  konar  þjóð-
höfðingjafylgd. Lögreglumenn úr
fjórum lögsagnarumdæmum áttu að
fylgja því. Lögreglan á Akranesi
fylgdi því út fyrir bæinn þar sem lög-
reglumenn sýslumannsins i Mýra-
sýslu tóku við og fylgdu því rúmlega
inn í Hvalf jarðarbotn. Þar tóku lög-
regiumenn úr Hafnarfirði við og
fylgdust með húsflutningnum að
bæjarmörkum Reykjavikur nálægt
Korpu þarsem Reykjavíkurlögreglan
tók við. Minnir þetta nokkuð á
boðhlaup FRÍ i sumar.
Húsið verður til bráðabirgða sett
,á svæði nálægt BÚR á Meistara-
vöilum en mun síðar fá sinn fram-
tiðarstað cins bg ðnnur gamalmenni
sem til höfuðborgarinnar flytja.
-A.St.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24