Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 1
frjálst, úháð dasblað t Bjómúrinn brostinn: Nú mega allir fíytja bjórkassa tíl landsins — fjármálaráðherra gefur út nýja reglugerð um áfengisinnfíutning ferðamanna Fjármálaráðherra hyggsl í dag gefa út nýja reglugerð um innflutning ferðamanna á áfengum drykkjum — i þá veru að framvegis geti ferðamenn komið með tólf flöskur af áfengum bjór jafnframt heilflösku af sterku á- fengi til landsins. Verða þar með af- numin umdeild forréttindi farmanna, sem hingað til hafa einir fengið að neyta bjórs á löglegan hátt i landinu. DBhefurþetta eftir áreiðanlegum heimildum í morgun, en ekki var þá endanlega Ijóst hvort reglugerðin yrði gefin út í dag eða á morgun — það veltur á gangi stjórnarmyndunar- viðrœðna, sem Sighvatur Björgvins- son fjármálaráðherra tekur þátt i. Ekki tókst í morgun að ná sambandi við fjármálaráðherra og Höskuldur Jónsson, ráðuneytissljóri i fjármálaráðuneytinu, sagðist ekki geta staðfest upplýsingar blaðsins. L.íklegt er að nýleg tilraun Daviðs Scheving Thorsteinssonar iðnrek- anda til að koma bjórkassa, sem hann keypti i fríhöfninni i Keflavik i gegnum tollgæzluna þar, hafi haft áhrif á samningu hinnar nýju reglu- gerðar. „Reynist þetta rétt, er ég auðvitað harðánægðtir með það,” sagði Davið i samtali við fréttamann DB i morgun. ,,F.g er ekki ánægður l'yrir mina hönd, heldur allrar þjóðarinnar með að þessu ranglæti sé afJétt.#Það má þvi segja að réttlætið hafi sigrað,” sagði Davíð Scheving Thorstcinsson. -OV. 6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 30. JAN. 1980. — 25. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI Il.-AÐALSÍMl 27022. skoðunarinnar Uppskipun undir lögregluvemd — sprengiefni skipað upp úr Selá „Það er orðin hefð, að þegar eldfimu efni er skipað upp er slökkviliðið viðstatt og lögreglan fylgir efninu slðan frá skipi, ” sagði Friðfinnur Guðjónsson, verkstjóri hjá Ekki var um mikið magn að rœða, en rétt þótti aðfara að öllu með gát. Sprengiefnið I morgun var unnið við að skipa sprengiefni upp úr Selá, einu af skipum Hafskips. Hafskipi I samtali viðDB. er handa Ólafi Glslasyni, verktaka. GAJ/DB-myndSveinn Þorm. Stjórnarmyndun: KEMUR ÓU JÓH. UPP ÚR KAFINU? I útspilum framsóknarmanna sið- ustu daga hafa sumir þingmenn þeirra í viðræðum við menn annarra flokka nefnt, að Steingrimur Her- mannsson þurfi ckki endilega að verða forsætisráðherra, þótt Framsókn yrði í stjórn. Þetta helur einkum komið upp i umræðum um „Stefaniu”, stjórn Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks. Framsóknarmenn vilja þó fá for- sætisráðherrann og hafa nefnt, að „gamli maðurinn”, Ólafur Jóhann- esson, gæti valdið því hlutverki. Mætti enn sem fyrr kveðja hann til sem sameiningartákn í rikisstjórn, sem kannski væri talsvert ósamstæð ella. Einnig hafa þeir nefnt Jón Helgason, forseta Sameinaðs þings, sem forsætisráðherraefni. Vitna þeir til þess, að Steingrímur Steinþórsson hafi á sinum tíma verið þingforseti, þegar hann var gerður forsætisráð- herra í samstjóm Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en gengið fram hjá formönnum flokkanna. -HH Aðgerð verkamanna á Keflavíkur- flugvelli ber árangur: Sovézku vélinni synj- að um lendingaríeyfi „Utanríkisráðuneytið hefur til- kynnt sovézkum stjórnvöldum að ekki sé unnt að veita leyfi til lending- ar sovézku vélarinnar. Synjunin var sjálfgert mál eftir að verkamenn á Keflavíkurflugvelli settu sovézkar flugvélar í afgreiðslubann,” sagði Benedikt Gröndal forsætis- og utan- ríkisráðherra i morgun. „Við fréttum fyrsl um málið er íslenzka sendiráðinu i Moskvu barsl beiðni um landvistarleyfi fyrir áhöfn vélarinnar. Næst barst okkur beiðni um lendingarleyfi frá sovézka sendi- ráðinu i Reykjavík.” Sovézka flugvélin, sem beðið var um leyfi fyrir, er af gerðinni llyushin II-76T. Áfangastaðurinn er Kúba. Vélar þessarar gcrðar voru notaðar i innrásinni í Afganistan. -ARH ítarlega er fjallað um hinar ýmsu hliðar málsins á bls. 8-9 Heimdeilingar og marx-lenín- istar mótmæla hlið við hlið innrás í Afganistan — sjá bls. 9 Loks byrjað að snjóa í Lake Placid — sjá erl. fréttir á bls. 6-7 Húsgamlinginn af Akranesi óvelkominn gestur í Reykjavík - borgarráð synjaði beiðni um lóð og stendur húsið nú á bráðabirgðalóð — sjá bls. 5 Eiga bifreiða- verkstæðin að taka við hluta bifreiða-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.