Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 30. JAN. 1980. — 25. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Bjórmúrinn hrostinn:
Nú mega allir flytja
hjórkassa tíl landsins
— fjármálarábherra gefur út nýja reglugerð um áfengisinnflutning ferbamanna
Fjármálaráðherra hyggsl í dag
gefa úi nýja reglugerð um innflutning
ferðamanna á áfengum drykkjum —
í þá veru að framvegis geti ferðamenn
komið með tólf flöskur af áfengum
bjór jafnframt heilflösku af sterku á-
l'engi til landsins. Verða þar með af-
numin umdeild forréltindi farmanna.
sem hingað til hafa einir fengið að
neyta bjórs á löglegan hátt i landinu.
DBhefurþetta eftir áreiðanlegum
heimildum í morgun, en ekki var þá
endanlega ljóst hvort reglugerðin
yrði gefin út i dag eða á morgun —
það veltur á gangi stjórnarmyndunar-
viðræðna, sem Sighvatur Björgvins-
son fjármálaráðherra tekur þátt í.
Ekki tókst í morgun að ná
sambandi við fjármálaráðherra og
Höskuldur Jónsson, ráðuneylissljóri
i fjármálaráðuneytinu, sagðist ekki
geta slaðfesl upplýsingar blaðsins.
L.íklegl er að nýleg tilraun Daviðs
Scheving  Thorsteinssonar  iðnrek-
anda til að koma bjórkassa, sem
hann keypti i frihöfninni i Keflavík i
gegnum lollgæzluna þar, hafi hafi
áhrif á samningu hinnar nýju reglu-
gerðar.
„Reynisi  þetta    rétl,  er  ég
auðviiað harðánægður með það,"
sagði Davið i samtali við frcttamann
DB i morgun. ,,Ég er ekki ánægður
fyrir mina hönd, heldur allrar
þjóðarinnar mcð að þcssu ranglæti sé
aflctt.#Það má þvi segja að réttlætið
hafi sigrað," sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson.
-ÓV.
Uppskipun undir lögregluvernd
— sprengiefni skipað upp úr Selá
„Það er orðin hefö, að þegar eldfimu efiii er skipað upp er slökkviliðið viðstatt og I morgun var unnið við að skipa sprengiefni upp úr Selá, einu afskipum Hafskips.
lögreglan fylgir efninu slðan frá skipi," sagði Friðfinnur Guðjónsson, verkstjóri hjá Ekki var um mikið magn að rœða, en rétt þótti aðfara að óllu með gét. Sprengiefitið
HafskipiIsamtali við DB.                                               erhanda Ólafi Glslasyni, verktaka.                GAJ/DB-myndSveinn Þorm.
Stjórnarmyndun:
KEMUR ÓLIJÓH.
UPP ÚR KAFINU?
I útspilum framsóknarmanna sið-
ustu daga hafa sumir þingmenn
þeirra í viðræðum við menn annarra
flokka nefnl, að Steingrimur Her-
mannsson þurfi ekki endilega að
verða forsælisráðherra, þótt
Framsókn yrði i stjórn. Þetta hefur
einkum komið upp i umræðum um
„Stefaníu", stjórn Sjálfstæðis-,
Framsóknar- og Alþýðuflokks.
Framsóknarmenn vilja þó fá for-
sætisráðherrann og hafa nefni, að
„gamli maðurinn", Ólafur Jóhann-
esson, gæti valdið þvi hlutverki.
Mætti enn sem fyrr kveðja hann til
sem sameiningartákn í ríkisstjórn,
sem kannski væri lalsvert ósamstæð
ella. Einnig hafa þeir nefnt Jón
Helgason, forseta Sameinaðs þings,
sem forsætisráðherraefni. Vitna þeir
til þess, að Steingrímur Steinþórsson
hafi á sínum líma verið þingforseti,
þegar hann var gerður forsælisráð-
herra í samsljórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks en gengið fram
hjá formönnum fiokkanna.    -HH
Aðgerð verkamanna á Keflavíkur-
flugvelli ber árangur:
Sovézku vélinni synj-
að um lendingarleyfi
„Utanríkisráðuneytið hefur til-
kynnt sovézkum stjórnvöldum að
ekki sé unnt að veita leyfi til lending-
ar sovézku vélarinnar. Synjunin var
sjálfgert mál eftir að verkamenn á
Keflavíkurflugvelli settu sovézkar
flugvélar í afgreiðslubann," sagði
Benedikt Gröndal forsætis- og utan-
ríkisráðherra í morgun.
„Við fréttum fyrsl um májið er
íslenzka sendiráðinu i Moskvu barsl
beiðni um landvistarleyfi fyrir áhöfn
vélarinnar. Næst barst okkur beiðni
um lendingarleyfi frá sovézka sendi-
ráðinu i Reykjavik."
Sovézka flugvélin, sem beðið var
um leyfi fyrir, er af gerðinni Ilyushin
II-76T. Áfangastaðurinn er Kúba.
Vélar þessarar gcrðar voru notaðar í
innrásinni í Afganislan.      -ARH
Húsgamlinginn
af Akranesi
óvelkomínn
gestur í
Reykjavík
- borgarráð synjaði
beiðni um lóð og
stendur húsið nú
á bráðabirgðaióð
— sjá bls. 5
Eiga bifreiða-
verkstæðin að
taka við hluta
bifreiða-
skoðunarinnar
— ítarlega er fjallad
utn hinar ýmsu
hliðar máfsins
á bls. 8-9
Heimdellingar
og marx-lenín-
istar mótmæla
hlið við hlið
innrás í
Afganistan
— sjá bls. 9
Loks byrjað að
snjóa
í Lake Placid
— sjá erl. fréttir
á bls. 6-7
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24