Dagblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 — 31. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11— AÐALSÍMI 27022. Fríðjón og Pálmi taldir komnir yfir til dr. Gunnars: QUNNAR SIEFNIR AD STJÓfíN Á FÖSTWAG „Ég stefni að því að nýja stjórnin taki við á föstudaginn,” sagði dr. Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við DB í morgun. Hann kvaðst vænta þess að mál- efnasamningurinn yrði endanlega samþykktur á morgun. „Enn hefur ekki verið ákveðið um tölu ráðherra eða skiptingu ráðu- neyta,” sagði dr. Gunnar. Hann var spurður um afstöðu Friðjóns Þórðarsonar og Pálma Jónssonar. ,,Ég hef rætt við þá og veitt þeim upplýsingar um þau drög að málefnasamningi sem liggja fyrir. Þeir gerðu engar athugasemdir,” sagði Gunnar. Pálmi Jónsson sat í gærkvöld fund með Gunnari, framsóknar- og al- þýðubandalagsmönnum. Stjórnmálamenn töldu í morgun að nokkuð víst væri að Friðjón og Pálmi hefðu slegizt í lið með dr. Gunnari, eftir að hann fékk í gær umboð forseta íslands til stjórnar- myndunar. - HH Mannfjöldi safnaðist saman til björgunar i fjörunni fyrir neðan Sunnubraut. Erfiðlega gekk að ná bátum björgunarmanna i land, en það tókst eftir að kaðli varð komið út i bátkænu björgunarmanna. Þá drógu menn í landi bátana að eins og sjá má á innfelldu myndinni. DB-myndir: Hörður. 3 og 5 ára drengir drúkknuðtH Kópavogi: FÉLLUÍVÖKÁ MIDJUM VOGINUM Það hörmulega slys varð á Kópa- vogi síðdegis í gær að tveir litlir drengir drukknuðu er ís brast undan þeim á voginum. Mjög ótraustur is er á Kópavogi og höfðu drengirnir, þriggja og fimm ára, gengið út á ísinn. Þegar þeir voru miðja vegu milli Kópavogs og Arnarness féllu þeir í vök. Fólk í landi heyrði hróp í drengjunum og voru þegar gerðar ráðstafanir til bjargar. Að sögn lögreglunnar i Kópavogi i morgun barst tilkynning um atburð- inn kl. 17.45. Þegar voru sendir menn á staðinn með allan tiltækan búnað, isstiga og fleira. Jafnframt var sjúkraliði, slysavarnafélagi og hjálparsveit skáta gert viðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði maður á pramma komizt út að vökinni og tveir aðrir voru á bát skammt undan landi, en erfitt var að athafna sig vegna issins. Lögreglumaður reyndi að komast út á ísstiga en lenti í sjónum. Maðurinn á prammanum náði drengjunum, en þeir voru þá látnir. Talið er að þeir hafi látizt nær sam- stundis vegna kulda sjávarins. Erfiðlega gekk að ná bátunum að landi vegna íssins, en það tókst eftir að kaðli var komið út. Menn í landi drógu bátana í land. Drengirnir áttu báðir heima við Sunnubraut í Kópa- vogi. Lögreglan i Kópavogi vill aðvara foreldra alvarlega og biðja þá að gæta að því að börn fari ekki út á ísinn, sem er stórhættulegur. Hið sama gildir um Fossvoginn. -JH. Úrslit í vinsældavali DB og Vikumar liggja fyrir. Stjömumessa DB & Vikunnar ínæstuviku Stjörnumessa Dagblaðsins og Vik - unnar verður haldin i Súlnasa! Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið í næstu viku, 14. febrúar. Aðgöngumiðasala hefst á Sögu á laugardaginn kl. 16 og kostar hver miði 18 þúsund krónur. Endanlegri talningu atkvæða lauk í gærkvöld og liggja úrslit þvi fyrir, en þeim er stranglega haldið leyndum þar til á Stjörnumessunni. Stjörnu- hljómsveitin, undir stjórn Kristins Svavarssonar saxófónleikara, kom saman til skrafs og ráðagerða í gær- kvöld og mun hefja æfíngar af full- um krafti i kvöld. Óhætt mun að fullyrða að úrslit eiga eftir að konia nokkuð á óvart í ýmsum greinum — en útlit i" fyrir að dagskrá Stjörnumessunnar '80 verði mjög fjölbreylt og skcmmuleg, enda verður þar rjóminn af islenzkri popp- tónlist fráárinu 1979. Nánargreinir frá Stjörnuemssu DB og Vikunnar í blaðinu á morgun og næstu daga. - ÓG Víðtæk áhrif stjómmáladeilna i Guatemala: Nær sölu- og framleiðslubann á kóki til íslands? - & ws. s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.