Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 - 51. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. .............. — villaðvið BYÐURISLENDINGUM MILU. DOLLARA FYRIR snúum okkurað fískirækt ístaö þessaö drepa hvali „Maöurinn kvaðst vera áhuga- samur um stöðvun hvalveiða íslend- inga og geta boðið íslendingum fjár- magn til að ba:ta tjón vegna stöðv- unar veiðanna. Ég bcnti honum á að skrifa rikisstjórninni i heild og leggja erindið fyrir hana,” sagði Ingvar Gislason menntamálaráðherra við Dagblaðið. Bandariskur læknir frá Florida, Chris Davy að nafni, kom að máli við menntamálaráðherra og Steingrim Hermannsson sjávarútvegsráðherra i fyrradag til að viðra sjónarmið sín varðandi hvalveiðar íslendinga. Bandarikjamaðurinn telur sig geta safnað vænum fjárfúlgum i heima- landinu og borgað islcndingum fyrir að hætta að drepa hvali. Telur hann sig geta útvegað allt að einni milljón dollara á þessu ári og meira siðar ef þörf er á. Jafngildir upphæðin um 400 milljónum isl. króna. Skilyrði fyrir að ísland fái dollar- ana eru þau að hætt verði hval- veiðum að fullu og öllu og að yfir- völd lýsi stuðningi við baráttu Alþjóða hvalveiðinefndarinnar fyrir algerri friðun hvala. Peningana á að nota í fjárfestingu, til dæmis i bygg- ingu laxaræktarstöðvar. Bandariski læknirinn hefur i hyggju að standa straum af kostnaði við auglýsingar i islenzkum dagblöð- um á næstunni þar sem birtur verður áróður til stuönings hvölum. Hann mun ekki á neinn hátt tengdur Green- peace-samtökunum, sem gerðu íslenzkum hvalveiðibátum og varð- skipunum lífið leitt á miðunum i fyrrasumar. Samkvæmt upplýsingum DB er Chris Davy starfandi við rannsóknar- stöð i Key West, þar sem m.a. eru 12—15 höfrungar. -ARH. Skoðanakönnun Dagblaðsins um bjórinn: Bjórinn hefur nauman Bjórinn hefur nauman vinning meðal þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnun sem DB hefur gert. Spurt var hvort menn væru fylgjandi eða andvígir sölu á áfengu öli hér á landi. Rúmlega 49 af hundraði kváðust fylgjandi því. Rúm 42 prósent sögðust vera því andvígir. Óákveðnir voru átta og hálft prósent. Ef aðeins eru teknir þeir sem taka af- stöðu með eða á móti verða niðurstöð- vinning urnar: Fylgjandi 53,7 prósent. And- vígir 46,3 prósent. Lengi hafa kannanir sýnt, að nokkuð jafnt hefur verið á metum milli fylgis- manna og andstæðinga bjórsins. Bjór- inn hefur þó heldur sótt á, og áður komizt yfir í könnun Dagblaðsins. - HH — sjá nánar á bls. 7 „Ættum að þrauka bjórlausir áfram” — segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, r r framkvæmdastjóri SAA ,,Ég er þeirrar skoðunar, að sala á Sjálfur var ég fylgjandi bjornúm þar áfengu öli þýði aukningu og viðbótar- neyzlu við þá áfengisneyzlu sem þegar er til staðar,” sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri SÁÁ. Hann tók fram, að SÁÁ hefði ekki tekið afstöðu til þessara mála og þvi gæti hann ekki talað í nafni SÁÁ heldur aðeins sem einstaklingur. „Reynslaannarra þjóða, t.d. Norð- manna, Dana, Svía og Kanadamanna, er sú að bjórinn þýði hreina viðbótar- neyzlu. Þetta sýna hlutlausar skýrslur. til fyrir ftmm árum, að ég skipti um skoðun. Ástæðan var sú að ég komst yfir svo miklar upplýsingar hlutlausra aðila um þessi mál,” sagði Vilhjálmur. Hann benti á, að margar þessara þjóða hafi einmitt að undanförnu verið með aðgerðir í gangi til að sporna gegn mikilli neyzlu áfengs öls. „Eftir að hafa þraukað öll þessi ár bjórlausir, held ég að við ættum að þrauka áfram,” sagði Vilhjálmur að lokum. -GAJ TÍMINN VINNUR r MEÐ BJORNUM” — segir Friðrik Sophusson alþingismaður „Þetta styður niðurstöður siðustu skoðanakönnunar, sem var mjög svip- uð. Það sýnir svo ekki verður um villzt, að það þarf að taka þetta inn i umræðuna, hvort leyfa skuli bruggun. og neyzlu áfengs öls hér á landi,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður í morgun er Dagblaðið innti hann álits á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Friðrik sagði það sína skoðun, að al- menn atkvæðagreiðsla ætti aö fara fram um þetta mál, t.d. um leið og alþingiskosningar færu fram. Alþingi ætti siðan að taka ákvörðun á grund- velli þeirrar niðurstöðu. Hann bætti við að ákvarðanir um þetta efni ætti ekki að taka í einu skrefi t.d. mætti hugsa sér að heimila sölu á bjór aðeins á vinveitingahúsum fyrst í stað. „Ég held að tíminn vinni með þeim sem vilja bjórinn,” sagði Friðrik að lokum. -GAJ. Frekar einn þa hlaupár er Febrúar tvenna Jjörtún ber —frekar einn þá hlaupár er, segir vísan. Þessi börn sem fœddust á fœöingardeiid Landspítaians i nótt þurfa ekki að óttast háan aldurþvlþað er ekkifyrr en eftir áttatlu ár sem þau eiga tvltugsafmœlL Það er að segja ef við reiknum með að þau eigi afmœlifjórða hvert ár. Hitt er svo annað mál að líkaminn spyr ekki um árafjölda svo ólíklegt er að árið 2060 llti þessi böm útfyrir að vera tvltug. Það voru Jjórir drengir og ein stúlka sem fœddust á Landspltalanum I nótt og hér eru þau með yfirijósmóðurinni, Kristlnu Tómasdóttur. Nú og svo má minna á að I dag er kvenfólkinu leyfilegt að bera upp bónorðið... -ELA/DB-mynd Hörður. — FOLK-opna helguð hlaupársdeginum bls. 28 og 29

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.