Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 1
I 6. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 18. ÍVIARZ 1980 — 66. TBU. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSl A ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Stofnun nýs f lugfélags f Luxemborg til umræðu —með aðild Flugleiða—Flugleiðamenn og háttsettir embættismenn í samgöngu- og utanríkisráðuneyti ræða við stjómvöld í Luxemborg Enn einu sinni hefur skotið upp kollinum hugmyndin um stofnun nýs flugfélags í Luxemburg með aðild Flugleiða. Samkvæmt óstaðfestum fréttum er þetta eitt af umræðuefn- um í viðræðum íslenzkra stjórnvalda við stjórnvöld i Luxemburg, sem fram fóru i síðustu viku. Þeim var fram haldið í gær. Háttsettir embættismenn í íslenzka samgönguráðuneytinu og utanríkis- ráðuneytinu hafa rætt við hliðstæða embættismenn í Luxemburg. Auk þeirra hafa stjórnarmenn Flugleiða hf. og aðilar i flugrekstri i Luxem- burg tekið fullan þátt í viðræðum þessum. Ráðuneytisstjórar og deildarstjór- ar í fyrrgreindum ráðuneytum ræddu þessi mál í fyrri viku. ! fyrradag fóru svo Sigurður Helgason forstjóri, Örn Ó. Johnson stjórnarformaður og Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka íslands, til Luxem- burg til framhaldsviðræðna. Alfreð Eliasson, stjórnarmaður Flugleiða, fór svo utan í morgun. Deildarstjóri samgönguráðuneytisins, Birgir Guð- jónsson, tekur einnig þátt í við- ræðunum nú. Það er með öllu óvist að hlutur Flugleiða hf. í flugfélaginu Cargolux verði notaður sem framlag i hugsan- legu nýju flugfélagi á sviði farþega- flugs. Hitt er ljóst, að farþegaflug milli Bandarikjanna og Luxemburg er brýnt hagsmunamál fyrir báða við- ræðuaðila. Vissar ívilnanir af hálfu stjórn- valda i Luxemburg, meðal annars eftirgjöf á sköttum og gjöldum af ýmsu tagi, eru til athugunar í þess- um viðræðum. Aðrir möguleikar til eflingar Atlantshafsflugi Flugleiða hf. eru vissulega til umræðu og ekkert er enn ákveðið um hvaða leiðir verða farnar i þessu gagnkvæma hagsmunamáli íslandsog Luxemburg. - BS Valsmenn Islandsmeistarar Valsmenn urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins er þeir sigruðu KR-inga í síðasta leik íslandsmótsins í Laugardalshöllinni í gœrkvöld með 100 stigum gegn 93. Valsmenn voru vel að sigrinum komnir og á þessari mynd sjást viðbrögð vara- manna og liðsstjóra liðsins ásamt fylgismanna er flauta dómara gall í leikslok. DB-mynd Hörður. — Sjá nánar íþróttir í opnu. Vagnst jórar vilja Volvo! r VIL KANNA MAUD NANAR segir formaður stjómar SVR ,,Mér finnst fráleitt að taka ákvörðun um að kaupa eina tegund af strætisvögnum án þess að kanna ofan i kjölinn fyrst öll tilboðin sem bárust,” sagði Guðrún Ágústsdóttir, formaður stjórnar SVR. Á fundi stjórnar SVR í gær var borin upp tillaga frá vagnstjórum og sjálfstæðismönnum í stjórninni um kaup á Volvobilum með y firbyggingu frá Bílasmiðjunni. Tilboð frá Volvo var eitt af 40 tilboðum, sem bárust í smiði 40 strætisvagna næstu fimm árin. „Tilboð Volvo-verksmiðjanna er 21 milljón hærra en tilboð frá-Ikarus verksmiðjunni. Auk þess er i tilboðinu gert ráð fyrir innlendum verðhækkunum þannig að eitthvað verður þetta hærra i restina. Auðvitað vilja vagnstjórarnir eins og aðrir vinnandi menn hafa sín vinnutæki sem allra bezt en spurning er hvort vérjandi er að eyða 21 milljón aukalega i strætisvagn, þegar ekki er sýnt að þeir ódýrari séu ó- þægilegri. Þess vegna bar ég fram þá tillögu að ákvörðun yrði frestað til þess að fara nánar ofan í saumana á þessu. Volvo-bílarnir eru af nýrri tegund og ég vil fá að vita hverju munar,” sagði Guðrún Ágústsdóttir. -DS. Ágreiningur stjórnarliða um útsvarið Hækkun útsvarsins stóð svo í þing- flokki Framsóknarflokksins i gær að afgreiðslu málsins var frestað. Þó er reiknað með að stjórnarliðar nnini allir skila sér við atkvæða- greiðslu, þegar á hólminn kemur og samþykkja útsvarshækkun í tólf prósent. Til stóð að afgreiða málið í gær. I þingflokki Framsóknar komu þá upp andstöðuraddir og efasemdir. Var það ráð tekið að skjóta af- greiðslu málsins á frest og verður það liklega afgreitt i dag eða á morgun. Um ræðir breytingartillögu frá stjórnarliðum, úr öllum flokkum stjórnarinnar, þess efnis að sveitar- félög megi fara í 12%, ,,ef þörf gcrist”. -HH. Kosin sátta- nefndímáli Eggerts Haukdal ,,Á fundinum kom fram ein- lægur vilji til að ná samkomulagi. Það vantaði ekki,” sagði Jakob Hafstein, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins i Árnessýslu i samtali við Dagblaðið í morgun um aðalfund fulltrúaráðsins i Árnessýslu sem haldinn var síðastliðinn sunnudag. Jafnframt sagði Jakob að hefði gcngið alltof hægt að finna lausn á því vanda- máli scm sérframboð Eggerts Haukdal hefði skapað. Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra var gestur fundarins og að sögn Jakobs Hafstein kom mál Eggerts Haukdal til tals á fundinum. Á fundinum var kosin sátta- nefnd og er henni ætlað ,,að finna flöt á þessu máli sem menn geta sætt sig við”, að sögn Jakobs. -GAJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.