Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. - 87. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA ÞVERHOLTI 11.—ADAI SÍMI 27022.
„Einkasamkomulag" Ólafs ogFrydenlunds vaktímikla ólguáJan Mayen-fundinum:
Stiórnin fallin hefði ver-
99
ið samið um drögin
99
—segir Matthías Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ííslenzku viðræðunefndinni
„Við eigum nú þegar að ganga til
viðræðna við Dani og/eða Efnahags-
bandalagið um fiskveiðihagsmuni
okkar á hafsvæðinu við Grænland.
Það hefðum við reyndar þegar átt að
hafa gert," sagði Matthías Bjarna-
son alþingismaður og fulltrúi þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins í
viðræðunefndinni við Norðmenn um
Jan Mayen málið. Hann bætti við:
„Eðlilegt veganesti í þær viðræður
eru drög þau sem Gundelach, fram-
kvæmdastjóri   Efnahagsbandalags-
ins, fór með, m.a. fyrir mitt tilstilli úr
síðustu viðræðum islenzkrar rikis-
stjórnar við bandalagið."
Varðandi viðræðurnar við Norð-
menn um Jan Mayen sagði Matthias
m.a.: ,,Ég gekk til þessara viðræðna,
og minn flokkur, með það í huga að
tryggja fiskveiðihagsmuni íslendinga
á Jan Mayen-svæðinu varanlega. Á
siðustu fimm árum höfum við íslend-
ingar veitt 3.250 þúsund lestir af
3.600 þús. lestum, sem veiddar hafa
verið af loðnu við Jan Mayen, Græn-
land og Island. Overulegan hluta
þessa magns höfum við veitt utan
islenzkrar fiskveiðilögsögu eða
svipað og segja má um Norðmenn og
Færeyinga," sagði Matthias Bjarna-
son.
„Til þess að tryggja áfram og þá
varanlega loðnuafla okkar hefur
verið og er enn brýn nauðsyn til þess
að fiskverndarsjónarmið verði virt á
öllum áðurgreindum svæðum. Það
var með þetta i huga sem ég og minn
flokkur gengum til viðræðnanna við
Norðmenn. Þegar fram komu hug-
myndir um óljósar skammtíma-
ákvarðanir taldi ég ekki annað fært
en að leggja málið í heild fyrir minn
þingflokkv" sagði Matthías.-
Matthias minnti á að í stjórnarsátt-
mála núverandi ríkisstjórnar væru
skýr ákvæði um þá stefnu hennar að
tryggja fiskveiðihagsmuni íslendinga
á loðnuveiðisvæðinu og raunar tæki
það til annarra Fisktegunda líka. Þá
væri þar einnig skýr ákvæði um þá
stefnu stjórnarinnar að tryggja rétt-
indi Islendinga til auðlinda á hafs-
botni á landgrunninu, þar á meðal
milli íslands og Jan Mayen,
„Það liggur þvi fyrir nú að ekki
aðeins hafnaði þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins algerlega þeim hug-
myndum, sem fram komu i drögun-
um sem lögð voru fram á sameigin-
legum fundi viðræðunefndanna
heldur einnig væri rikisstjórnin
fallin, hefði um þau verið samið,"
sagði hann.
-BS.
Borgarráð vill kaupa
3-5 Ikarus-vagna:
, Jilboð Ikar-
usvar
bundið við
20 vagna"
— segir Sigurður
Magnússon,stjórnar-
f ormaður Samaf Is
„Tilboð Ikarus var bundið við
sölu á tuttugu vögnum og það er alls
ekki vitað: hvort þeir vilja selja
þennan fjö'da vagna," sagði
Sigurður Magnússon, stjórnarfor-
maður Samafls, umboðsaðila lkarus
hér, í samtali vjð Dagblaðið í morgun
um samþykkt borgarráðs frá í gær.
Á borgarráðsfundi i gær var
samþykkt tillaga um kaup á 3—5
Ikarusvögnum frá Ungverjalandi og
einnig var ákveðið að festa kaup á 20
Volvo-grindum til yfirbyggingar hjá
Nýju bílasmiðjunni. Hefði þar með
mátt ætla að þetta deilumál væri úr
sögunni en ummæli Sigurðar benda
tilaðsvoséekki.
Hann sagði að það væri alltaf
ákveðinn fastakostnaður sem ung-
versku verksmiðjurnar þyrftu að taka
á sig, óháð þvi hver fjöldi vagnanna
væri. Þeir þyrftu að senda
tæknimenn sina hingaö til lands,
o.s.frv. Óvist væri hvort þeir vildu
leggja út i þennan kostnað fyrír svo
fáa vagna. ,,Það er þvi ekki vitað
hvort þeir vilja selja," sagði Sigurður
aðlokum.                -GAJ.
Reykjavlk tekur slfellt á sig alþjóðlegri blœ og I morgun gatað llta þessa austurlenzku fegurð I miðborginni. Þegar undir
málninguna kemur erfegurðin þó Islenzk. Það voru sum sé MR-ingar að sletta úr klaufunum I nótt og morgun 6 dimmission.
Sjöttubekkingar kvöddu kennara slna á hefðbundinn hátt og með mátulegum skammti af skringilegheitum. Slðan tekur við
lokabarúttan fyrirhvlta kollinum.                ;                                   JH/DB-mynd Horður.
Sagan um Stjörnu-
strumpíDBidag
— sjá bls. 16
„ALRANGT AÐ 0LAFUR HAFI
LAGT FRAM ÚRSLITADRÖG"
— segir Steingrímur Hermannsson, f ormaður Framsóknarf lokksins
„Það er alrangt að Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra haFi
lagt einhver úrslitadrög fyrir íslenzku
samninganefndina til synjunar eða
samþykktar," sagði Steingrímur
Hermannsson sjávarútvegsráðherra í
viðtali við DB i morgun.
„Tvær vinnunefndir voru settar á
fót í málinu. Önnur þeirra fjallaði
um fiskveiðimál. Hin um málin
almennt, þar á meðal land-
grunnsmál. Það er afrakstur af starfi
þeirrar nefndar sem lagður var fyrir
sameiginlegan fund og nú er af
einhverjum kölluð „drög Ólafs
Jóhannessonar að samningum  við
sagði
Norðmenn um Jan Mayen,
Steingrimur Hermannsson.
„Hafi hann átt einhverjar einka-
viðræður við Frydenlund og þær leitt
af sér einhvers konar „drög", þá að
minnsta kosti sagði hann mér ekki frá
því og ég trúi vitanlega engu í þá
átt."                       -BS.
íslendingaríslæmri
klípufsegja
norskirfjölmiðlar:
„íslendingar
börðust hart"
— segir Aftenposten
Norskir fjölmiðiar leggja í morgun
áherzlu á, að íslendingar hafi verið i
slæmri kiipu við Jan Mayen-
samningaborðið vegna fyrirhugaðrar
útfærslu Dana við Grænland.
Frydetilund, utanrikisráðherra
Norðmanna, segist ánægður með
gang viðræðnanna og að það hafi
ríkt gott andrúmsloft á samninga-
fundunum. Aftenposten segir að
engin iikindi séu á þvi að Danir cða
Efnahagsbandalagslöndin      hefjí
ioðnuveiðar i ár innan nýrrar fisk-
veiðilögsögu, þar sem þeir ráði ekki
yfir nauðsynlegum tæknibúnaði til
þess. Blaðið segír að islenzka
samninganefndin hafi barizt hart á
fundumim en búizt sé við mjög hörð-
um umræðum um málið á íslandi:
fram til næsta samningafundar i Osló
7. maí næstkomandi.
Eftir þvi sem fréttamaður DB í
Noregi hefur komizt næst er ákaflega
litið um þetta mál skrifað t dönsk
blöð,                  -SJ.Osló.
„Hefði mátt
semja í
fyrrasumar"
— segir Sighvatur
Björgvinsson
,,Það hefðí verið auðvelt fyrir
islendinga að ná samkomulagi um-
þetta síðastliðið sumar, þegar slitnaði
upp úr viðræðunum," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson (A), sem sæti
átti i samninganefndinni um Jan
Mayen, um drögin að samningum,
setn fjallað var um i gær. ,,Það kom
aldrei til mála að ganga að þeim,"
sagði Sighvatur.
Hann sagði að ef til vill hefði nú
þokazt í áttina i einstðku málum, svo
scmum loðnuna, önnur atriði væru
óleyst og enn önnur órædd.
Nú yrði að kanna vandlega hvað
liklegt sé að Alþingi viiji teygja sig
langt t átt til samkomulags í deilunni,
áður en næsti viðræðufundur verður
haldinn.                   -HH.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24